Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. Spumingin Hvernig fannst þér norska myndin um Svívirtu börnin sem sýnd var á sunnudag? Þetta er áhugaverð og tímabær um- ræða. Það er þörf á að vekja athygli fólks á þessu. Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir: Þetta var alveg hræðileg mynd en nauðsynleg. Grimur Grimsson lögregluþjónn: Það er fuU ástæða til þess að ræða þessi mál. Myndin var mjög merkileg og sláandi. Glódís Gunnarsdóttir húsmóðir: Hræðileg mynd en samt athyglis- verð. Mjög tímabær umræða. Rut Stephens húsmóðir: Hræðileg mynd. Þaö eiga að vera miklu þyngri refsingar fyrir svona brot. Bima ögmundsdóttir, starfsstúlka á elliheimili: Hrikaleg mynd. Ég trúði þvi varla að þetta gæti verið satt. Lesendur Hömrum á gæðum fiskafurðanna: Kunnum við ekki á markaðinn? Rúnar hringdi: Ég var að sjá lesendabréf í DV í dag (31.10.) frá Á.R. undir fyrirsögn- inni „Verðmætt hráefni". Þar er rætt um fiskinn okkar og þá gæða- vöru sem hann á aö vera. - Flestir munu vera sammála um þetta. Mér datt í hug, eftir að hafa heyrt fréttir sjónvarpsins í gærkvöldi þar sem lesin var upp úr bandarískum blöðum frásögn um mengun sjáv- arins þar við strendur og aðvörun til fólks að gæta að hvað það borðar er það neytir fiskmáltiða, að nú væri tækifæri fyrir íslenska fisk- seljendur að láta heldur betur til sín taka hvað varðar kynningu á þeirri gæðavöru sem íslenskur fiskur er. Eins og Á.R. segir í bréfinu fmnst mér það skjóta skökku við að hin íslensku fyrirtæki á fiskmörkuð- unum í Bandaríkjunum virðast kyngja því og láta gott heita þegar þeim er tilkynnt um verðlækkun á fiski. Svo vel þekki ég markaðsmál í Bandaríkjunum • að ég veit að Bandaríkjamenn eru mjög „hreyf- anlegir" í öllum þeim málum, eru ýmist að fara fram á hækkun eða lækkun verðs, allt eftir því hvorum megin borðsins viðkomandi fyrir- tæki eru. Það er algengt að bandarísk fyrir- tæki sem seljendur fari skyndilega fram á hækkun verðs, einfaldlega til að „þreifa fyrir sér“ um hækkun án þess að endilega sé reiknað með að hún fáist, ef kaupendur eru nógu staðfastir. - Eins er meö bandarísk fyrirtæki sem kaupendur að þau hafa gjarnan frumkvæði í þá átt að tilkynna skyndilega að þau kaupi ekki viðkomandi vöru nema hún verði lækkuð svo og svo mikið í verði. Þá er það auðvitað gagnaðilans að fara á fund þessara fyrirtækja og standa fast á sínum hagsmunum og það er einmitt það sem hin bandarísku fyrirtæki reikna með. Ég er hræddur um að við íslending- ar höfum ekki þjálfun í þessum málum og látum því oftar en ekki undan hinum skyndilega kröfum um verðlækkun - eða verðhækkun til kaupenda hér-jafnskjóttogþær berast. - Núna er einmitt rétti tíminn til að hamra á gæðum ís- lenska fisksins á meðan talið um mengun sjávar og sjávardýra við strandlengju Bandaríkjanna er í hámarki. Höfum við íslendingar ekki nægilega þjálfun í markaðsmálum vestra? Stertimennska hjá ráðherrum Stefán Ólafsson skrifar: Mér finnst nýja ríkisstjómin ekki sú gæfulegasta sem hér hefur sést. Auk þess sem hún hefur nú lítið af- rekað enn, hvað sem síðar veröur, þá er eins og sumir ráðherranna hafi á sér yfirbragð oflátunga, jafnvel stertimennsku og tala eins og þeir séu þegar komnir á toppinn á vin- sældalista stjómmálanna. - Þeir láta sem mikið sé í bígerð, beija sér á brjóst og ýmist setja fram hótanir eöa loforð sem allir \dta að ekki er hægt að standa viö. Það sem stendur þó upp úr umræð- unni þessa dagana er fjárlagahallinn hjá ríkissjóði og um hann deila ráð- herrar innbyrðis. Þegar þeir eru orðnir þreyttir á þrefinu sín á milli Dýrir hljómleikar: Mismunun við miðasölu Danskur áhugamaður hringdi: Nú era framundan hljómleikar með Kim Larsen á Hótel íslandi og verða þeir haldnir bráölega. Hafin er sala aðgöngumiöa eða pantanir á þeim teknar. Það sem mér finnst vera ósanngjamt er aö eingöngu þeir sem ætla að borða fá frátekna miöa símleiðis. - Hinir sem ekki ætla að borða verða aö koma á staðinn og kaupa síná miða við innganginn. Svona tónleika ætti bara að halda í stóram sal þar sem fólk kemur nú aðallega til að hlusta á tónlistina en vill ekki endilega borða í leiðinni. Verðið er líka það hátt fyrir aögang að tónleik- unum einum, 2.200 krónur, að þaö er ekki á allra færi að sækja nema tónleikana sjálfa. Að kaupa miöa á hvort tveggja, tónleikana og kvöldveröinn, og greiða 4.500 krónur er mér t.d. algjörlega of- viða og því finnst mér að allir ættu aö sitja við sama borð að því er varðar miöapantanir á þessa tónleika. skella þeir skuldinni á fyrrverandi ríkisstjóm, „ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar" eins og slagorðið hljómar dag eftir dag. Vita þó sem er að innan ríkisstjórnarinnar situr sá er öllu getur svarað, sjálfur fiármálaráð- herra fyrri stjórnar! En auðvitað er fyrri ríkisstjórn ekki alsaklaus af hallaaukningu, en það á bara einnig við um allar aðrar ríkisstjórnir, allt frá „nýsköpunar- stjórn" íhalds og komma, rétt eftir stríðslok. Sú stjóm byrjaöi og gaf fordæmi um sóun gjaldeyris (eyddi öllum gjaldeyrisvarasjóði og Mars- hall-aðstoð á skömmum tíma). Síðan hefur það verið venja allra íslenskra ríkissfiórna að eyða, ekki afla fiár. Og nú fara ráðherrar mikinn og Ámundi Loftsson hringdi: Stendur umboðsmaður Alþingis vörð um hagsmuni alþýöunnar - eða stjórnsýslunnar? Hver voru tildrög þessa embættis og hver átti hugmyndina og fram- kvæmdi hana? Hvers vegna heitir embættið „Um- boðsmaður Alþingis“ en ekki t.d. „fólksins" eða eitthvað í þá veru? Aö hve miklu leyti eru niðurstöður umboðsmanns Alþingis bindandi? Er ekki embættið of tengt sfiórnsýsl- unni til þess að hægt sé að bera til þess fullkomið traust? I bók sem kom út í fyrra eftir þekkt- an lögfræðing er hlutleysi Hæstarétt- ar dregið í efa þegar ríkisvald á í hlut. - Er ekki enn auðveldara fyrir segja tíma til kominn að „taka á“. Einn vill gera átak í samgöngumál- um. Hans verk er nú enn sem komið er aðeins fólgið í því að minnka ör- yggi í samgöngum meö því að leyfa ekki þyggingu varaflugvallar hér. Annar ætlar að gera átak i mennta- málum með því að ryðja öllu af sínu borði, eins og hann kemst að orði, og láta málin út til fólksins, kennar- anna og barnanna. Þar telur hann málunum best komið! - Sá þriðji vill vera allt í öllu og ætlar aö kenna fólk- inu sparsemi með því að taka allt af því. Það er einfold aðgerð og fljót- virk. - Já það er ýmislegt sem vantar hér, en þó ekki stertimennskuna hjá sumum ráöherrunum. ríkisvaldið að ráða við eitt svona lítið embætti og fá þær niðurstöður sem því era hagstæðar? Hvernig væri að koma á fót eins kon- ar „réttargæslu alþýðu" gagnvart stjórnsýslunni og að helstu samtök alþýðunnar svo sem ASÍ, BSRB, Stéttarsamband bænda o.fl., o.fl. hefðu þar frumkvæðið og veittu fólki aðstoð við að leggja mál í hendur slíkra aðila? - Niðurstaða þess jafn- gildi þá dómi. Er til sá maður sem trúir því að stjórnsýslan yrði hrifin af slíku fyrir- komulagi? Þekkir þú, lesandi góður, marga sem hafa náö fram rétti sínum gagn- vart kerfinu? - Viö skulum hugleiða þetta. Góð sunnu- dagsdagskrá sjónvarps Pétur Jónsson hringdi: f gærkvöldi brá svo við að dag- skrá ríkissjónvarpsins var með þeim ágætum aö forsvarsmenn þess eiga þakkir skildar. Sann- leikurinn er nefnilega sá að sunnudagsdagskrár að kvöldi til hafa ekki verið upp á marga fiska. Stundum hefur þó veriö þar þátt- ur og þáttur sem horfandi hefur verið á. Nú bregður svo viö að á sunnu- dagskvöldum verða, a.m.k. um nokkurt skeið, tveir þættir sem fullyrða má að höföi til margra áhorfenda, jafnt yngri sem eldri. Annars vegar þátturinn Matador, sem er nýr framhaldsmynda- flokkur í mörgum þáttum og lýsir ýmsum atburðum i lífi fiöl- skyldna í litlu þorpi í Danmörku, allt frá árinu 1928. Hins vegar eru þættimir Feður og synir, þýski myndaflokkurinn sem gerður er fyrir enskumælandi markaö með úrvalsleikurunum Burt Lancast- er og Julie Christie og frábærum þýskum leikurum. Vonandi auðnast sjónvarpinu að halda áhorfendum fóngnum með svona frábæra sjónvarpsefni á meðan Stöð 2 sýnir á sama tíma vandamálamyndir um klám og ofbeldi sem eiga ekki erindi við þorra landsmanna sem sjón- varps- og afþreyingarefni á sunnudagskvöldi. Ingvi Hrafii í DV: Svar frá Stefáni Stefán Valgeirsson skrifar: í tilefni af viðtali sem DV birti við Ingva Hrafn, fyrrum frétta- sfióra, um síðustu helgi vil ég svara með þessum línum: Ingvi Hrafn er íhaldsmaður auðhyggjunnar strengjabrúða. Uppspuni er allt hans þvaður. Ætli hann bæti Davíðs skrúöa? Hringiö í síma 27022 milli kl. 13 og 15 eða skrifið. Til umhugsunar fyrir ASÍ og fleiri: Er hægt að treysta umboðsmanni Alþingis?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.