Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 19 Sviðsljós Ólyginn sagði. . . EddieMurphy Beverly Hills grínistinn mikli, hefur lengi haft augastaö á söng- fuglinuxn Whitney Houston. En söngkonan hefur hins vegar ekki virt svarta sjarmörinn Eddie viö- Uts. En nú ætti aö fara að létta til hjá Eddie karlinum því Whit- ney hefur fjárfest í húsi aðeins fimm kílómetra frá sloti Eddie Murphy - og getið hver var fyrst- ur manna til aö mæta í heimsókn til hennar með innflutningsgjöfl Jú, jú, það var enginn annar en Eddie, svona rétt til að gefa í skyn hver byggi innan seilingar, eða þannig! SylvesterRambo Stallone hefur allar sínar klær úti þessa dagana til að hafa uppi á leikkonunni Lindu Kozlowski. En hún er sem kunnugt er þekkt sem mótleikari og kærasta Paul Hogans, sem flestir kannast við sem Krókódíla Dundee. Sylvester er þegar búinn að láta alla sína vini vita af því að hann sé mjög spenntur fyrir stúlkukindinni. Um leið og hún verður laus og hðug allra mála og komin á hinn almenna markað ætlar hann sér að verða fyrstur manna aö negla dömuna. MickeyRourke segist hafa mest gaman af að ögra fólki, þess vegna lék hann í myndinni 9 og 'A vika, sem mörg- um finnst yfirmáta klúr en öðr- um bara erótísk, og í myndinni Barfly, þar sem hann lék róna á móti Fay Dunaway. Báðar þessar myndir er tilvaldar til að hneyksla gamlar frænkur. í frí- stundum gerir hann mest af því að ögra sjálfum sér með því að gefa hraðskreiðum bílum inn mikiö magn af bensíni. Hann er htið fyrir að nota sér stjömu- sjarmann sem hann hefiu- skapað sér, því hann hefur verið giftur sömu konunni í heil 8 ár og er ekkert að hugsa um að skilja. Hann segist vera tryggur kon- unni sinni vegna þess að hún sé eina manneskjan sem skilur þessar kenndir hans. Bréf frá Önnu Frank komið í leitímar Anna Frank byrjaði að skrifa dagbókina árið 1942, hun lést 1945, þá 16 ára gömul. Bréfið frá önnu Frank til Juanitu var skrifað 29 apríl árið 1940, rétt áður en Þjóðverjar marséruðu inn í Hol- land, og er nýlega komið í leitirnar. Árið 1940 skrifuðu þær systur Anna og Margot Frank bréf og póst- kort til pennavinkonu sinnar sem búsett var í litlum bæ í Bandaríkjun- um. Nú er bréfið komið fram í sviðs- ljósið eftir að hafa legið hjá móttak- andanum í 50 ár. í bréfinu gefur Anna henni upplýsingar um sína hagi, foreldrana, systur og fleira, og vonast til að hún sendi henni mynd af sér og hvenær hún eigi afmæh. Fáeinum vikum síðar innhmuðu Þjóðverjamir Hohand og Frank-fjöl- skyldan neyddist tíl að flytja í bakhús í miðborg Amsterdam. Bandaríska stúlkan heyrði aldrei framar frá Önnu Frank. Þetta bréf er mjög dýrmætt og hafa því sérfræðingar samkvæmt venju rannsakað hvort bréfið sé ófalsað og komist að raun um að svo sé. Eig- andi þess, Juanita Wagner, seldi bréfið í síðustu viku og fékk sem svarar um mhljón fyrir bréfið sem hún hefur ákveðið að renni beint til góðgerðarstarfsemi. - Það er það sem Anna Frank hefði sjálf vhjað, sagði Juanita. Bréfið tíl Juanitu var skrifað 29. aprh 1940 er Anna Frank var 11 ára gömul. 12. maí marsémðu Þjóðverjar inn í Hohand. Sem kunnugt er dó Anna 16 ára gömul í Bergen-Belsen, tveimur mánuðum áður en Hohand var frelsað. Reyklausar sígarettur á markaðínn Óbeina reykingafólkið ætti að geta horft björtum augum th firamtíðar- innar því fyrirtækið R.J. Reynolds Tobacco Co., einn stærsti tóbaks- framleiðandi í heimi, dreifði í Banda- rílcjunum í síðustu viku reyklausum sígarettum sem hafa fengið nafnið Premier. Þær eiga að hafa sömu áhrif og venjulegar sígarettur nema að það kemur hvorki af þeim aska né reyk- ur. Stærsti munurinn á Premier og venjulegum sígarettum er að þær brenna ekki tóbakið. Það er ekkert óvenjulegt við lagið á þeim, stærðina né litinn en innvolsið í þeim er eins og hth geimferja í fjórum hlutum. í fremsta hluta sígarettimnar er viðar- kolabútur. í næsta hluta er tóbakið Þaö verður vafalaust skrýtin tilfinning hjá reykingafólki að taka ofan í sig og þegar kveikt er í sígarettunni gu- „smók“ án þess að blása nokkrum reyk út úr sér. Hins vegar mælist það far nikótínið upp en önnur efni fara örugglega betur fyrir hjá hinu svokallaða óbeina reykingafólki. innan í einhvers konar álpappírsbelg sem er í miðjunni. Og þegar sígarett- an er reykt fara efnin, sem eru í ál- pappímum, í gegnum tvö munn- stykki. Þar sem það eina sem brenn- ur er viðarkolsbúturinn minnka aðr- ir hlutar sígarettunnar ekki. Það eina sem gerist er að það slokknar sjálfkrafa í sígaretfimni þegar hún er búin. Þeir segja sem th þekkja að enginn bragðmunur sé á reyklausum síga- rettum og sígarettum með reyk. Hins vegar em þær alveg janfnhættulegar og venjulegar sígarettur. Þeir sem þurfa endhega að reykja verða eflaust vinsæhi meðal reyklausra með reyklausu sígarettunum. En læknar og aðrir baráttumenn fyrir hehbrigðu lífemi munu áfram láta í sér heyra. Guörún Smáradóttir danskennari ásamt ungum nemendum sínum á Fá- skrúðsfirði. Danskennsla á Fáskrúðsfirði Ægir Kristinssan, DV, Fáskiúðsfirði Nú stendur yfir danskennsla með- al bama og unglinga á Fáskrúðs- firði. Um danskennsluna sjá Guðrún Smáradóttir og Pálína Margeirsdótt- ir frá Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar en þær sjá einnig um kennslu i nágrannabyggðunum. Mikih áhugi er meðal bama fyrir danskennsl- unni. Hvíta húsið: Þau eiga að hanga uppi Nú á að mála forsetahjónin um það leyti sem þau eru að yfirgefa Hvita húsið. Þangaö th 20. janúar munu Reagan forseti og frúin Nan- cy sitja fyrir hjá hstamanninum Aaron Shikler. Málverkið á að fá sögulegt ghdi. Forsetinn valdi Shikler th að gera verkið. Hann málaöi áður andhtsmynd af Jaqu- ehne Kennedy sem nú hangir uppi í Hvíta húsinu. Málverkið á að kosta um 5 mihjónir. Hluta kostn- aðarins greiða samtök sem stuðla að sögu menningar en meirihlu- tann greiðir aðhi sem lætur nafns síns ekki getið. Ronald og Nancy eiga bráðlega aö sitja fyrir hjá málara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.