Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 21 tif hægri, er sem kunnugt er hættur i Brann ina • Halldór Áskelsson, Þór - hvort Valur eða Fram. annað- • Þorvaldur örlygsson - er að hugsa málið i inni í myndinni“ talldór Askelsson í Fram eða Val. Pétur í uppskurð ir skurðaögerð í vikunni vegna kvið- slits. • Pétur Pétursson KR-ingur hefur verið oröaður viö mörg félög á und- anfömum dögum. í gær spurðist út að Valsmenn væru svo til búnir aö krækja í kappann. Pétur haföi þetta aö segja í gærkvöldi: „Ég hef ekkert hugsaö um félagaskipti. Þaö sem ég hugsa aðallega um þessa dagana er að fá mig góðan af ökklameiðslum sem hafa hrjáð mig síðustu íjóra mánuðina. Ég tel svo til öruggt aö ég fari í uppskurð næsta þriöjudag og þá verð ég frá knattspyrnu í þrjá mánuði. Það er ekkert til í þessu með Val. Ekki heldur að ég sé að hugsa um að ganga til liðs viö Fram og ekki heldur aö ég sé að fara aftur upp á Skaga. Eg get ekki séö annaö en aö ég leiki áfram með KR á næsta tíma- bilí.“ • Hilmar Sighvatsson hefur veriö orðaður við Fylki en hann sagði í gærkvöldi aö það hefði ekki borið á góma. • Þá hefur það borist út að Guð- mundur Baldursson, markvöröur Vals, myndi fara í Fylki ef Bjami Sigurðsson færi í Val. Þetta á ekki viö nein rök að styðjast. • Loks má geta þess að þeir Sævar Jónsson, Guðni Bergsson og Atli Eðvaldsson verða aö öllum líkindum áfram með Val næsta sumar. -SK/HH Islandsmótið í körfuknattleik: Lilja var heiðurs- gestur á Króknum - Grindavík vann Tindastól. 79-83 Þórhallur Asmundsson, DV, Sauöárkróki: Grindvíkingar sigruðu Tindastól í hörkuspennandi leik hér á Sauðár- króki í gærkvöldi í leik liðanna í ís- landsmótinu í körfuknattleik. Loka- tölur urðu 79-83 eftir að staðan hafði verið 46-53 í leikhléi. Lilja María Snorradóttir, sem vann til þrennra verðlauna á ólympíuleikum fatlaðra á dögunum, var heiðursgestur á leiknum og heilsaði leikmönnum fyr- ir leik en hún er frá Sauöárkróki. Leikur liðanna í Flugleiðadeildinni var mjög jafn framan af en fyrir leik- hlé náðu gestirnir að rétta sinn hlut til muna og Grindvíkingar höföu náð sjö stiga forskoti í leikhléi, 46-53. í síðari hálfleik varð mestur munur 12 stig en leikmenn Tindastóls náðu að komast yfir 70-67, eftir að hafa skorað þrjár þriggja stiga körfur í röð þegar átta mínútur voru eftir. En Grindvíkingar voru síðan sterkari á lokasprettinum. • Stig Tindastóls: Eyjólfur Sverr- isson 26, Valur Ingimundarson 25, Kári Marísson 11 (12 varnarfráköst), Haraldur Leifsson 9, Björn Sig- tryggsson 4, Guðbrandur Stefánsson 2 og Sverrir Sverrisson 2. • Stig Grindvíkinga: Rúnar Árna- son 19, Steinþór Helgason 14, Guð- mundur Bragason 12, Eyjólfur Guö- laugsson 10, Sveinbjörn Sigurðsson 6, Guðlaugur Jónsson 6, Ólafur Jó- hannesson 4 og Hjálmar Árnason 3. • Leikinn dæmdu þeir Gunnar Valgeirsson og Sigurður Valur Hall- dórsson og dæmdu þeir mjög erfiðan leik þokkalega. íþróttir Körfuknattleikur: UMFNer ennþá á sigurbraut Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það má segja að úrslit þessa leiks hafi ráðist strax á fyrstu mínútunum en eftir þaö hleyptum við þeim of nálægt okkur,“ sagði Kris Fadness, þjálfari Njarðvíkinga, eftir að lið hans hafði sigrað Hauka með 91 stigi gegn 84 í Njarðvík í gærkvöldi. Njarðvíkingar virðast vera með sterkasta liðið í Flugleiöadeildinni í ár og hefur liö Njarðvíkingá ekki enn tapað leik í deildinni. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og þegar 14 mínútur voru af leik var staðan orðin 37-19 UMFN í vil og úrslit hans nánast ráðin. Haukar náðu aðeins að minnka mun- inn fyrir leikhlé en þá var staðan 51-40. Haukar tóku sig verulega á í síðari hálfleik og unnu hann með fjórum stigum. Minnstur varð munurinn hins vegar sjö stig. Einar Bollason þjálfari Hauka sagði eftir leikinn: „Það hefur ekkert lið efni á því að gefa Njarðvíkingum 18 stiga forskot í byrjun leiks eins og við gerðum að þessu sinni.“ • Stig UMFN: Helgi Rafnsson 21, Friðrik Rúnarsson 16, ísak Tómas- son 13, Hreiðar Hreiðarsson 11, Kristinn Einarsson 11, Teitur Ör- lygsson 11 og Friðrik Ragnarsson 8. • Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 26, Jón Arnar Ingvarsson 19, Eyþór Árnason 12, ívar Ásgrímsson 11, Henning Henningsson 6, Ingimar Jónsson 5, Reynir Kristjánsson 3 og Ólafur Rafnsson 2. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ólafs- son og Kristinn Álbertsson og tókst þeim vel upp. • Helgi Rafnsson var bestur Njarð- vikinga gegn Haukum i gærkvöldi og skoraði 21 stig. loltasnillinga ssta haust? tð koma til Islands. Úrvalslið Evrópu lika? leg auglýsing fyrir ísland. Um kostnað- inn vil ég segja að þetta er vitanlega mikil fjárhagsleg áhætta og kostnaður- inn við að fá tvö stórlið er gríðarlega hár. Við erum í samningaviðræðum við Flugleiðir um að þeir styðji þetta mál en við erum mjög spenntir fyrir þessu. Sérstaklega ef við fáum Evrópu- úrvalslið því þá erum viö meö gott mál í höndum, fjárhagslega séð. Það yrði því mikilvægari leikur fyrir okkur," sagði Kolbeinn. „Við höfum enn ekki rætt þetta mál við einstök körfuknattleikssambönd Evrópuþjóða," hélt Kolbeinn áfram. „Við væntum svars frá San Antonio Spurs varðandi leik gegn Evrópuúr- vali áður en við ræðum málið við for- vígismenn einstakra körfuknattleiks- sambanda í Evrópu," sagði Kolbeinn Pálsson í samtalinu. Það þarf ekki að fjölyrða um þá þýð- ingu sem leikur af þessu tagi hefði fyr- ir körfuknattleikinn hér á landi. Er óhætt að reikna með aö áhugi manna á íþróttinni muni aukast til muna ef af honum veröur. -JÖG/VS Átakaskjur Vals - á ÍR í gærkvöldi 83-74 • Björn Zoega Valsmaöur illur yfir þvi að hafa misst knöttinn i leiknum gegn ÍR í gærkvöldi. Valsmenn lögðu ÍR-inga aö velli í gærkvöldi á islandsmótinu í körfuknattleik, 83-74. Leikurinn var fremur farsakenndur á köflum þótt gamanið væri stundum grárra en gott getur talist. Lá viö átökum í síðari hálfleiknum en þá máttu dómarar stilla til friöar og áhorf- endur líta Jón Örn Guðmundsson skeyta skapi sínu á eigin vara- mannabekk. Valsmenn höföu ráðin í leiknum frá upphafi en barátta Breiðhylt- inga í lokin kom þeim þó nokkuð í opna skjöldu. Varð bilið lítiö á allra síðustu mínútmn, þó aldrei það naumt að sigri Vals væri ógn- að. Tómas Holton og Hreinn Þorkels- son. í liði Breiðhyltinga var Jó- hannes Sveinsson hins vegar at- kvæðamestur en nýtti þó nokkur færi illa. Karl Guðlaugsson var einnig skæður á köflum. Stig Vals: Hreinn Þorkelsson 25, Tómas Holton 21, Einar Ólafsson 12, Matthias Matthíasson 12, Ragn- ar Þ. Jónsson 5, Þorvaldur Geirs- son 4, Bjöm Zoega 2, Hannes Har- aldsson 2. Stig ÍR: Jóhannes Sveinsson 31, Karl Guðlaugsson 15, Jón Örn Guð- mundsson 10, Björn Steffens 8, Ragnar Torfason 7, Sturla Örlygs- son 3. -JÖG DV-mynd Brynjar Gauti Bestir í liði heimamanna vom

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.