Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 29 pv_________________________________________LífsstQl Kommúnur endurreistar - af hagkvæmnisástæðum fremur en hugsjón Hipparnir, sem trúðu á ást og friðsælan heim og höfnuðu gildismati samfélagsins, kusu að búa saman í kommún- um af hugsjónaástæðum. Nútíma íslendingar eru knúðir til þess vegna lágra launa og hárrar húsaleigu. DV-mynd Nýtt sambýlisform, nokkurs konar kommúnubúskapur, fer mjög í vöxt um þessar mundir. Tveir aðilar eða fleiri deila þá leiguhúsnæði af hag- kvæmnisástæðum. Dæmi eru um allt upp í fimm aðila, bæði pör og ein- staklinga, sem búa saman. Blömabörn eða bágstatt fólk Flestir sem heyra orðið kommúna sjá í anda hóp af friðelskandi fólki sem deilir húsi og hægindum af hug- sjónaástæðum. Fyrir um 20 árum var þetta sambýlisform mjög dýrkað af þeim sem aðhylltust lífsviðhorf hipp- anna eða blómabamanna sem svo voru kölluð. Þær kommúnur höfðu á sér illt orð fyrir meintan ólifnað og svall. Nú er hins vegar annað uppi á ten- ingnum þar sem eingöngu fjárhags- leg hagkvæmni ræöur ferðinni. Fyrir marga er þessi kostur jafnframt sá eini. Það er einkinn tvennt sem stuðlar að þessari þróun. Húsaleiga hefur hækkað svo á undanfomum áram að mörgum einstakhngum, sem eru í námi eða á lágum launum, er hrein- lega ofviða að taka íbúð á leigu. Meira framboð er á stónun íbúðum sem em hlutfallslega ódýrari í leigu en litlar. Þær henta hins vegar mjög vel fyrir sambýh af þessu tagi. Nokkrar umsóknir á skrá Hjá Leigumiðlun húseigenda feng- ust þær upplýsingar að þar væm 5 eða 6 aðilar á skrá sem óskuðu eftir að leigja með öðrum. Enn sem komið er hefur þó engin íbúð veriö leigö út undir slíkt sambýli á vegum miðlun- arinnar en starfsmaður taldi eftir- spum eftir slíku fara nyög vaxandi. Oft er um að ræða kunningjahópa eða fólk sem eitthvað þekkist áöur en það hefur sambúð, en nokkur dæmi era um fólk sem þekkist ekki fyrir. Sveinn Andri Sveinsson, formaður Stúdentaráðs, sagði í samtali við DV að húsnæðismiðlun stúdenta hefði borist margar óskir frá fólki sem vildi fá inn til sín meðleigjendur. Slíkt hefði hins vegar í fæstum tilfell- um gengið upp. Sveinn sagði aö hjá húsnæðismiðluninni væri nú meira framboð á húsnæði en eftirspum. Húsaleiga hefur, að sögn Sveins Andra, ekki hækkað frá í vor. Sem dæmi um hagnað af samleigu má nefna að 4 herbergja íbúð yrði trúlega leigð út á 35—45 þúsund'krón- ur á mánuði. Þrír einhleypingar eða pör gætu tekið íbúðina á leigu. Við það deilist kostnaðurinn í þrjá staði. Fyrir eitt herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði er algengt að greiða 15 þúsund krónur á mánuði. Hefur kosti og galla Það hefur bæði kosti og galla að leigja með öðrum. Helstu kostimir em, fyrir utan flárhagslegt hagræði, að hægt er að ná fram hagkvæmni í innkaupum kjósi fólk að hafa sam- eiginlegan heimilisrekstur. Hægt er að nefna ótal fleiri hluti sem erfitt er aö meta tíl fjár. Meiri félagsskap við annað fólk, ákveðna fjölskyldutil- finningu sem fljótlega myndast og síðast en ekki síst þá ögun sem fólgin er í því að taka tillit til annarra. Ekki hægt að striplast Helstu ókostimir, að sögn þeirra sem búa við þetta sambýlisform, koma fram í hugsanlegu ósætti vegna umgengni, gestagangs og yfir- leitt ólíkra þarfa. Auk þ'ess nefndi einn viðmælandi skerðingu á persónufrelsi. „Þú getur ekki striplast eins og þú vilt. Þú ferð ekki á nærbuxunum niður að ná í Moggann á morgnana, og fólk elskast ekki í sófanum fyrir framan sjón- varpið." -Pár- Eins og hvert annað hjónaband - gerir kröfur til fólks um sveigjanleika „Ef fólk vill halda einhverri reisn þá er þetta oft á tiðum eini kosturinn," segir Guðrún Halla Jónsdóttir þroskaþjálfi um kosti og galla þessa að leigja meö öörum en það sambúðarform fer mjög vaxandi. „Þegar um er að ræða fólk sem þú þekkir ekki fyrir er þetta auðvitað alltaf happdrætti. En af þvi að ég hef verið mjög heppin með sambýlisfólk eins og er, þá sé ég ekkert nema kosti við þetta sambýlisform,“ sagði Guð- rún Halla Jónsdóttir þroskaþjálfi í samtali við DV um kosti og galla þess að leigja með öðmm. Guðrún sem er einstæð móðir með eitt bam leigir íbúð við Bámgötu í Reykjavík ásamt annarri einstæðri móður. Guðrún hefur óvenjulega mikla reynslu af þessu sambýlisformi vegna þess að á síðustu 12-13 árum hefur hún búiö á 27 mismunandi stöðum í flestum landsfjórðungum. „Þegar ég flutti hingað inn þá hafði ég nánast aldrei séð sambýliskonu mína áður. Ég hef hins vegar unnið stóra vinninginn í þessu happdrætti því sambúðin hefur frá fyrsta degi gengið afar vel. Þetta er svona stórfjölskylda, við emm með tvö böm sem eru á sama aldri og eiga mjög vel saman þannig að þau era í rauninni búin að eign- ast sy stkini. Við höfum eignast félaga hvor í annarri og skiptum öllum kostnaði jafnt með okkur hvort sem um er ræða húsaleigu eða matar- kostnað. Sama gildir um rafmagns- og símareikninga.“ Sambýliskona Guðrúnar hafði, einsog hún, reynslu af meðleigjend- um og Guðrún telur að það hafi á vissan hátt hjálpað þeim aö aðlagast þessu sambýli. En gallamir em líka fyrir hendi. „Viö höfum báðar lent í vandræð- um vegna meðleigjenda,“ segir Guð- rún. „Við höfum báðar lent í því að Tíðarandi taka á okkur greiðslur vegna óskil- visra samleigjenda og setið efdr með skuldasúpu sem viðkomandi stakk af frá eða fannst að hann ætti ekki að borga. Ég hef til dæmis lent í svona kommúnubúskap þar sem ég var eina manneskjan sem kunni að elda mat og setja í þvottavél. Það var orðiö mjög þreytandi. Þaö verður að koma fram að það er mjög erfitt fyrir einhleypa og bamafólk að leigja saman. Böm þurfa tíma og þau þurfa pláss og stundum hafa þau hátt og fer mikið fyrir þeim og verður að leyfa þeim það. Þetta veldur árekstrum oft á tíð- um þrátt fyrir góðan vftja. Fólk getur líka lent í því aö leigja með aðilum sem hreinlega eiga ekki skap saman. Annar aðilinn á kaimski stóran vinahóp og vill hafa mikið samneyti við þá og er að auki ekki sýnt um húsverk. Hinn kýs frekar einveru og ró og er duglegur við húsverk. Þetta getur orðið stór- vandamál." Guðrún þekkir fjölda fólks sem leigir með öðrum og sagði að sam- búðin gengi misvel. „Þetta fer mjög vaxandi. Fyrir nokkrum árum var ég sú eina í mínum kunningjahóp^. sem hafði reynt þetta sambúðarform en það hefur mikið breyst. Stað- reyndin er sú að fyrir einstæðar mæður og fólk með lágar tekjur er þetta oft á tíöum eini kosturinn. Þaö leigir enginn íbúð fyrir 40 þúsund á 60 þúsund króna mánaðarlaunum eða lægri. Auðvitað er hægt að leigja ein- hveija herbergisholu út í bæ, en ef þú vilt halda einhverri reisn þá er þetta oft á tíðum eina leiðin." - Er hægt að segja með einhveijum rétti að þetta hafi þroskandi áhrif á fólk? „Þetta er eins og hvert anna\ hjónaband," segir Guðrún. „Þetta gerir kröfur til fólks um ákveðinn sveigjanleika sem mann- eskjur eiga til í mismiklum mæh. En engu að síður vega kostimir mun þyngra en gallamir. Fólk verður líka að gera sér ljóst að sambýlið á frekar að líkjast flölskyldu en verbúöavist." -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.