Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 31 Lífsstfll Eldhúsinnréttingar eru á misjöfnu verði, allt frá innan við eitt hundrað þúsund kr. og upp í hálfa milljón, jafnvel meira. En það má kannski semja við smið og fá hann til að smíða ódýra innréttingu, t.d. úr álimdum spónaplötum. íbúðir, sem eru tilbúnar undir tré- verk, eru oftast afhentar með vinnu- lýsingu. Þá á eftir að bæta kostnaði við rafmagnstöflu, rofa og annan ídrátt auk vinnu. Hér er gert ráð fyr- ir aö rafmagn og vinna kosti 65 þús- und kr. Viðbótarkostnaður: Hreinlætistæki þurfa að koma til ef flytja skal inn. Hurðum sleppa þó margir fyrst um sinn á meöan hækk- ar í .... Algengt er að ein hurð ásamt öllu tilheyrandi kosti frá 10-15 þús. krónur. „Málningarpakkinn“ kostar um 38 þúsund krónur - gert er ráð fyrir þrem- ur umferðum á béran stein á 80 mJ íbúð. DV-myndir Brynjar Gauti Þegar keypt er tilbúið undir tréverk DV gerir kostnaöaráætlun Kostnaður, sem þarf að bæta við íbúð sem tilbúin er undir tréverk, getur verið ærið mismunandi eins og gefur að skilja. Þetta fer aUt eftir fjárhag og smekk fólks - hvemig efni er valið og af hvaða stærð íbúðin er. Hér á heimilissíðunni er reynt til glöggvunar að gera grófa áætlun um þá þætti sem til koma eftir að búiö er að afhenda íbúöina. Val á efni og kostnaöi er stillt í hóf og gert ráð fyrir að íbúar hafi nóg með að borga af sjálfri íbúðinni - og reyni að leggja eins mikla vinnu til og mögulegt er. Miðað er við 3ja her- bergja íbúð, um 80 fermetra að stærð. Hér getur hver og einn tekið mið, reiknað með og sleppt o.s.frv. Yfirleitt vinnulýsing Þegar íbúðir eru afhentar tilbúnar undir tréverk eru yfirleitt vinnuljós fyrir hendi. Þá er aðeins búið að draga í fyrir þau en ídrátt vantar fyrir rofa. Auk þess er búið að koma fyrir bráðabirgðatöflu. En þá er eftir að ganga frá öðrum ídrætti fyrir rofa, setja varanlega rafmagnstöflu og .einnig á eftir að kaupa rofana sjálfa fyrir. innstungur o.s.frv. Eftir þvi sem við komumst næst má reikna með að fyrir 3-4 herbergja íbúð séu eftir um 60-70 þúsund krón- ur fyrir rafmagnsefni og vinnu. Dýr- ara er að fá kassa fyrir innfelld ljós, tengi fyrir sjónvarp eða vinnu við loftnetskerfi og fleiri síma. Auk þess geta nokkrir ljósdeyfar hleypt þessu verði töluvert upp. Við reiknum með 65.000 kr. Að mála sjálfur Næst á eftir rafmagnsframkvæmd- um kemur málningarvinnan vafa- laust í flestum tilfellum. Svo hægt sé að hafast við í íbúðinni er reynt að rykbinda sem fyrst. Hjá íbúðarkaup- endum eru oftast ekki til peningar til þess að kaupa vinnu málara til að' „gefa íbúðinni lit“. Við reynum því að hafa málningarkostnað í lægri kantinum (enginn vinnukostnaður). Gert er ráð fyrir þremur umferðum á loft og veggi og reiknað með íbúð sem er 80 m2 að stærð. Við tökum einnig gólfmálningu með og fúavörn á glugga. Við reiknum með 90 lítrum af óblandaðri vatnsmálningu fyrir loft og veggi - ódýrasta kostinum. 10 litra fótu er hægt að fá fyrir tæpar þrjú þúsund krónur. Þegar þarf að blanda málningu hækkar verðið nefnilega töluvert (um 50%). Síðan má reikna með að fjórar 4 lítra dósir þurfi á gólfin (um 2.000 kr. hver) og 3 litra af fúavörn (550 kr. lítrinn) fyr- ir glugga. Við þetta bætum við um 2 þús. kr. fyrir verkfæri. Hér er því kostnaðurinn um 38.000 kr. fyrir málningu og verkfæri - nokkuð vel sloppið. Mismunandi verð eldhúsinnréttinga Eldhús eru ákaflega mismunandi að lögun og stærð. Hér er kostnaðar- liður sem er verulega mismunandi á milli íbúða. Eldhúsinnréttingar er hægt að kaupa fyrir innan við eitt hundrað þúsund krónur og upp í hálfa milljón - jafnvel meira. Algengt verð fyrir innréttingu í íbúð, sem hér er miðað við, getur legið á bilinu frá 100-150 þúsund. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að fá smið í lið með sér til að hanna og smíða t.d. innréttingu úr álímdum spónaplötum - „reyna að sleppa bil- lega“. En það er ekki óraunhæft að reikna með 120 þúsund krónum í eld- húsinnréttingu. Við bætist svo elda- vél fyrir 40-50 þúsund kr. auk viftu, blöndunartækja og vasks fyrir sam- tals um 20-25 þúsund krónur. Meðal- kostnaður í þessu dæmi er því orðinn 187.500 kr. fyrir eldhúsið án gólfefnis. Ýmsir möguleikar við baðherbergi Sumir láta sér nægja að koma fyrir helstu hreinlætistækjum á baði og láta þar við sitja þar til hagurinn vænkast. Eins og með margs konar áhöld varðandi húsbúnað er hægt að kaupa aUt í samræmi við smekk og pyngju. En við reynum hér að halda okkur í lægri kantinum. Samkvæmt könnun DV er hægt aö kaupa baðkar, salemi, handlaug, öll blöndunartæki og fylgihluti fyrir um 40-50 þúsund krónur. Sé ætlunin að hafa sturtuklefa breytist dæmið verulega því þannig hlutir kosta jafn- vel hátt í sömu upphæð. Raunhæft verð fyrir baðherbergisinnréttingu getur svo legið á bilinu 20-50 þúsund kr. Bætum svo við 30 þúsund króna kostnaði við flísar þó þeim megi að sjálfsögðu sleppa. Þá er meðalkostn- aður við baðherbergið orðin 110 þús- und krónur. Hurðir og gólfefni Það síðasta af innréttingarefni, sem sett er inn í íbúðir, eru hurðir og þar á eftir gólfefni. Þegar hér er komið sögu er búið að reikna kostnað við gólfmálningu sem hægt er að draga frá sé ætlunin að setja eitthvað ann- að. Hurðir í dag eru gjarna seldar í einum pakka - hurð, karmur, ger- etti, skrár og lamir. Algengt verð fyr- ir slíkan pakka er frá 10-15 þúsund krónum. í 80 m2 íbúðina, sem við erúm að miða við, reiknum við að þurfi fjórar hurðir: í baðherbergi, tvö herbergi og stofu. Meðalverð er sam- tals 50 þús. krónur fyrir hurðir. Að síðustu tökum við fyrir gólf- efni. Kostnaðinn má auðvitað draga frá en við gefum dæmi engu að síð- ur. Gólfefni koma fyrr eða síðar. Margar tegundir eru til af gólfefnum á mismunandi verði. Hér verður hver og einn að ráða hvernig hann reiknar. En hér verður einfaldlega stuðst við að setja dúk á baðherbergi og eldhús og parket á hina 60 m2 íbúðarinnar til að gefa grófa viðmiö- un. Algengt verð á parketi, t.d. svoköll- uðu plank-wood parketlíki, er um 1.600 kr. Verð á fljótandi parketi er algengt að sé upp að 2.500 kr. Tökum af þessu meðaltal og fáum út 2.050 kr. Síðan tökum við gólfdúk úr góðu efni á 670 kr/m2 og margfóldum með 20 (m2) fyrir baðherbergi og eldhús. Dúkurinn kostar því án vinnu og aukahluta 13.400 kr. og leggjum við parketefnið, 123.000 kr. Gólfefnið í þessa íbúð kostar því án vinnu 136.400 krónur. Niðurstaðan Niðurstaðan úr þessu grófa reikn- ingsdæmi verður að það þarf að verja 586.900 krónum í að fullgera þessa 80 m2 íbúð - miðað við ofangreindar forsendur. Reyndar skal bent á að eftir er að reikna með töluverðri vinnu, s.s. vegna tengingar á baði og í eldhúsi (pípulagningamaður), upp- setningar baðinnréttingar og vegna lagningar gólfefnis. -ÓTT Flísar Það erum við KÁRSNESBRAUT 106 - KÓPAVOGI - SÍMI 46044 OPIÐ ALLA DAGA KL. 10-18, LAUGARD. 10-13.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.