Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Page 40
_ _ mr _ _ _ _ FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsíngar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Öli Þ. Guðbjartsson: Skattaáþján „Þetta er skattaáþján sem er þarna í uppsiglingu," sagði Óli Þ. Guð- bjartsson, fulltrúi Borgaraflokksins "" í fjárveitinganefnd, um fjárlagafrum- varpið. Óli sagði að þaö sem honum þætti helst stinga í augu væri að gert væri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur heimila ykjust einungis um 5% á næsta ári en framfærsluvísitalan hækkaði um 12%. Við þessar aðstæð- ur ætti að hækka skatta um 22,5%, þar af beina skatta um 70% og óbeina um 16%. „Það að afgreiða fjárlög með greiðsluafgangi er góðra gjalda vert en viö sáum hvemig fór fyrir Jóni Baldvin í fyrra. Þá fór allt úr böndun- um og mér sýnist þetta frumvarp vera með sömu megineinkennum." Þá benti Óli á að þensluhallinn í , , frumvarpinu væri gífurlegur vegna ~auMns viðskiptahalla. Óli sagði að ráðgerður spamaður ráðuneytanna væri heldur ekki til að auka mönnum bjartsýni því fjár- málaráðuneytið gengi á undan með því að hækka eigiri útgjöld um 63%. -SMJ MálmMöur Sigurðardóttír: Sömu mark- - mið og áður „Þaö er ýmislegt í þessu fjárlaga- fmmvarpi sem við getum afskaplega vel fallist á en þvi er ekki að neita að þaö er afskaplega margt óútfært. Þá sýnist mér að skattheimta muni hækka verulega á fólki og skatt- heimtan verði ansi hörð,“ sagði Málmfríður Siguröardóttir sem situr í fjárveitinganefnd fyrir Kvennalist- ann. Málmfríður sagði að þau efnahags- legu markmið sem fylgdu frumvarp- inu úr hlaði væm mikiö til þau sömu og sést hefðu með hverju frumvarpi. Það ætti að lækka verðbólgu, vexti, viðskiptahalla og minnka erlendar lántökur. Málmfríður sagðist hafa >^éð þetta með hverju fmmvarpi en hún sæi ekki hvernig ætti að fram- kvæma það enda væri lítiö farið út í það í frumvarpinu. Þá sagöist Málmfríður að það væri athyglisvert að um leið og allir töluðu um umhverfisfræðslu væra framlög til landgræðslu og land- verndar stórlega minnkuð. -SMJ Bílstjórarnir aðstoða senDiBíLnsTöÐm LOKI Má ekki keppa í liðhlaupi á ólympíuleikunum? Jeppi valt á hliðina i Engihjalla í morgun. Ökumaður jeppans slasaðist, þó ekki alvarlega, og var fluttur á slysa- deild. Talsverðar skemmdir urðu á bilnum. Mikið var um árekstra ug umferðaróhöpp i Reykjavík i gær - eða 27 árekstrar alls. DV-mynd S Iiðhlaupi úr Vamarliðinu: Ásakaður um brot á reglum hersins - er hjá ættingjum í Reykjavík Sjóliði hefur gerst liðhlaupi úr lið er víst að maðurinn haldi til hjá hafl brotið íslensk lög en liðhlaup Vamarliöinu. Hann hefur verið ættingjum sínum í Reykjavik. varðar viö bandarísk herlög. Varn- ásakaður um brot á reglum hers- Bkki hefur verið tekin ákvöröun arllðiö vonast til aö maðurinn snúi ins. Vitað er að hann er nú í um hvort maðurinn verði ákærður til baka sera fyrst - þvi lengur sem Reykiavík gegn reglum og lögum vegna þeirra brota sem hann hefur hann er fiarverandi þvi alvarlegra Vamarliðsins. Liðhlaupinn er ís- verið ásakaður ura og ekki er unnt er brot hans sem liðjhlaupi. lendingur í aðra ættina en banda- að halda áfram rannsókn málsins Ekki var hægt aö fá uppgefið rískur ríkisborgari, fæddur í að honum fjarstöddum. hvaðarefsingarbíðaraannsinsfyr- Bandaríkjunum. Faðir hans er Vamariiðið vildi ekki gefa upp ir aö hlaupast á brott frá her- bandariskur en móðir hans íslensk. hvort maöurinn hefði verið kærður mennsku en þær eru mjög misjafn- Ekki er vitað með vissu hvort hann fyrir almennt afbrot eða hernaöar- ar eftir eðli brotanna. hefur einnig íslenskt ríkisfang. Ta- legt Ekki er vitað til þess aö hann -sme Veðrið á morgun: Rignir fyrir austan Sunnan- og suðvestanátt verður á landinu á morgun og víðast hvar kaldi. Rigning á Austfjörðum og á Suðausturlandi en skúrir eöa slydduél á Suðvestur- og Vestur- landi. Á Norðurlandi verður þurrt að mestu. Hitinn veröur 2-6 stig. Pálmi Jónsson: Skatta- frumvarp „Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar verulega aukningu skatt- heimtu eða að raungildi 3,5 til 4 millj- arðar króna,“ sagði Pálmi Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjár- veitinganefnd, um íjárlagafrumvarp- ið. Pálmi sagöi að þó aö boðaður væri veralegur tekjuafgangur, en hann sæi ekki hvernig ætti að ná því markmiði, væri gert ráð fyrir að rík- isútgjöld hækki. Pálmi sagði að það væri alvarlegt að þegar að kreppir í þjóðfélaginu og boðaður er samdráttur í kaupmætti almennings þá skuli enn vera vöxtur í ríkisútgjöldum og þau taki verulega meira til sín af ráðstöfunartekjum þjóðarinnar. Um gjaldaliö frumvarpsins sagði Pálmi að þó að gert væri ráð fyrir að ríkisútgjöld vaxi þá væri eigi að síður um að ræða verulegan niður- skurð á íjármagni til verklegra fram- kvæmda. Þannig væri gert ráð fyrir að Byggðasjóður og Framkvæmda- sjóður aldraðra fái sömu upphæðir og í fyrra um leið og fjármálaráðu- neytið fái 63% hækkun. -SMJ Fjárlagafriimvarp: Bjórinn hefur lítil áhrif á aðra drykkju í frumvarpi aö fjárlögum er gert ráð fyrir því að sala á bjór muni skila um 900 til 950 milljónum króna í rík- issjóð á næsta ári. Á móti þessari aukningu kemur einhver samdrátt- ur í sölu á öðmm víntegundum en þó ekki mikill. í ár er búist við að tekju ríkissjóös af Áfengis- og tóbaksversluninni verði um 4,3 milljarðar. Á næsta ári eiga þessar tekjur að verða um 5,6 milljarðar. Miðað við forsendur íjár- laga er raunaukning tekna ríkissjóðs því um 800 milljónir. Fjármálaráðu- neytið gerir því ráð fyrir að lands- menn drekki bjór sem skili um 900 til 950 milljónum í ríkissjóð en dragi ekki saman drykkju á öörum tegund- um nema sem nemur um 100 til 150 milljónum i ríkiskassann. -gse Óðinn tók togara í gær: Ákæran of Irtlir möskvar í poka Emil Thorarensen, DV, Eskifiröi: Varpskipið Óðinn kom um miðjan dag í gær tfl Eskifjarðar með skuttog- arann Kambaröst SU 200 frá Stöðvar- firði en togarinn var tekinn að meint- um ólöglegum veiðum í Berufjarðar- dýpi kl. sex í gærmorgun. Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra á Óðni, lagði fram skýrslur í gærkvöldi í málinu. Skipstjórinn er fyrst og fremst ákæröur fyrir að nota of litla möskva í poka og að búnaður væri ekki í fyllsta máta samkvæmt reglu- gerð. Togarinn var ekki ólöglega staðsettur. Réttarhöld byrjuðu hér kl. 21 í gærkvöldi og lauk kl. 22.30. Þeim stjórnaði Inger L. Jónsdóttir. Teknar voru skýrslur af yfirmönnum togar- ans en í dag verður réttarhöldum haldiö áfram þegar lögmaður skip- stjórans á Kambaröst kemur á stað- inn frá Reykjavík. Varðskipið hélt aftur frá Eskifirði um miðnætti í nótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.