Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. 13 Sviðsljós barnamessum DV-myndir S Þótt ótrúlegt megi virðast fer þarna fram messa í Bústaðakirkju þar sem þessi mynd er tekin. eru gjarna „hreyfisöngvar" - þannig fá börnin útrás í stað þess að sitja kyrr allan tímann. Sunnudagspóstur og iðandi barnamessa Það var vel mætt í fóndurtíma og barnamessu á sunnudaginn í safnað- arheimilinu og Bústaðakirkju. Kirkj- an var full af lífi - krakkarnir og nokkrir foreldrar voru á öll á iði við söng og leik. Ólafur Skúlason dómprófastur seg- ir að mikið sé um hreyfisöngva við barnamessur. „Þannig fá börnin út- rás og fá krafta leysta úr læðingi. Böm hafa ekki þohnmæði til að sitja lengi við. Með því að gefa þeim kost á að hreyfa sig þegar sungið er verð- ur allt eðUlegra og þau geta betur einbeitt sér að sögum og boðskap sem fluttur er á milh. Og svo er mynd- varpinn á veggnum þar sem textinn stendur mjög vinsæU.“ Bömin mæta kl. 10.30 á sunnudags- morgnum í safnaðarheimiUnu og taka þá til við að myndskreyta, teikna eða mála sunnudagspóstinn sem þau fá í hvert skipti. Foreldrar koma gjarna með og hjálpa til. Klukkan ellefu er svo farið í kirkjuna tU þessarar ijörugu messu. Guðrún Klukkan 10.30 mæta krakkarnir og fá sunnudagspóstinn i safnaðarheimil- inu. Siðan er tekið til við að teikna eða mála. Hin líflega barnamessa byrj- ar svo klukkan 11 i kirkjunni. Ebba Ólafsdóttir er umsjónarmaður Barnastarf sem þetta er starfrækt barnastarfsins í Bústaðakirkju. víða í kirkjusöfnuðum landsins. Uti í heimi er nú verið að gefa von- ir um ný krem og aðferðir tíl að losna við hrukkur. Einhvern tíma var tal- að um að hrukkur eða markað and- ht gæfi til kynna persónueinkenni eða „karakter". Kannski verður eitt- hvaö lítið um fólk með sterk per- sónueinkenni í framtíðinni? Nýju húökremin, sem nú eru aug- lýst erlendis, gefa meðal annars von- ir um að 90% af hrukkum hverfi. Ein tegund á að fá húðina til að taka á sig nýja mynd og önnur lofar líf- fræðUegri andlitslyftingu. í auglýs- ingum um þessi krem er sagt að tíminn geti í rauninni byrjað að virka aftur á bak. „Húðin á að verða sem ný án þess að nokkuð sjáist.“ Upp- lífgandi skUaboð fyrir marga en er ekki rétt að bíöa og sjá hvað setur? Fyrirtækið Estée Lauder hefur ný- lega sett nýtt „undrakrem" á mark- aðinn. Efniö heitir Future Perfect og á að tryggja hrukkulausa framtíð - allavega hálfhrukkulausa, að hrukk- um fækki eða þær minnki um helm- ing. Kremið eða öllu heldur bláa- -jellýið var rannsakað í nokkra mán- uði í geimrannsóknarstöð NASA í Houston í Texas. Nú er nefnilega byrjað á, að vissu leyti, að sameina snyrtivörur og geimrannsóknir. Dýpt og eiginleiki hrukka er rann- sakað með mælitækjum svipað og yfirborð tunglsins er skoðað. Menn keppast sem sagt hver um annan þveran að finna góða söluvöru sem getur hjálpað þeim sem eru óánægðir með útlit sitt. Aðrir hlusta ekkert á þetta og sætta sig viö að allir aldurshópar hafa sinn sjarma. Eða er tíðarandinn, sem krefst ung- legs útlits, hreysti og fegurðar, að gera alla vitlausa? ■ . ......................... Nýju húðkremin, sem verið er aö auglýsa úti í heimi, gefa vonir um ótrúlegan árangur til að losna við hrukkur - hrukkulausa framtið, já eða allavega hálfhrukkulausa. KENNARA VANTAR NÚ ÞEGAR í 6. til 9. bekk Grunnskólans á Flateyri. Ódýrt húsnæði í boði. Uppl. í síma 94-7789 eða 91-667436. Skólastjóri. handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.