Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988.
21
Iþróttir
Geir Sveinsson hefur hér þegið knöttinn af Sigurði Sveinssyni og býr sig undir að senda hann í net Breiðabliks. Valur vann Blika í leiknum 27-23.
DV-mynd Brynjar Gauti
X J
íslandsmótið 1 handknattleik sett í húsi Islandsmeistaranna:
Titilvörnin hófst
með sigri á Blikum
Valsmenn sigruðu Breiðablik 1 kaflaskiptum leik, 27-23
Valsmenn, sem ófáir spá íslands-
meistaratitli í handknattleik á þessu
leikári, lögðu Breiðablik að velli í
gærkvöldi, 27r23.
Leikurinn, sem var bráöfjörugur á
köflum, fór fram í íþróttahúsinu aö
Hlíðarenda og voru áhorfendur fjöl-
margir.
Við upphaf viðureignarinnar hélt
Jón Hjaltalín Magnússon, formaður
HSÍ, stutta tölu og setti mótið þannig
fomlega.
Óhætt er að vænta mikils af hand-
knattleiksmönnum okkar nú en
þessi fyrsti leikur á tímabilinu var á
köflum ágætlega spilaður og spenn-
andi þótt lokatölur gefi tilefni tii að
ætla annað.
Framan af var leikurinn í járnum
og skoruðu liðin á víxl. Er leið á fyrri
hálfleikinn náðu Valsmenn sér hins
vegar rækilega á strik og skoruðu
þá af mikilli grimmd eftir vel út-
færðar sóknir, þar sem Sigurður
Sveinsson gaf grunntóninn, eða úr
hraðaupphlaupum þar sem horna-
mennirnir tveir fóru fremstir í
flokki, þeir Jakob Sigurðsson og
Valdimar Grímsson.
Valsmenn ráðlausir og
Blikar gengu á lagið
Staðan í leikhléi var 15-7 Vals-
mönnum í vil en barátta Blika í
seinni hálfleiknum kom Hlíðarenda- -
liðinu gjörsamlega í opna skjöldu.
Leikmenn Valshösins hófu að þá
spila sem einstakhngar, hver pukr-
aði með sitt og urðu sóknir Vals-
manna heldur ráðleysislegar sam-
hliða því sem leikmenn liðsins fuku
af velli hver í kjölfar annars.
Tókst Blikum þvi að minnka bilið
smám saman en Hans Guömundsson
fór hamförum á þessum leikkafla.
Staðan breyttist á skammri stundu
úr 20-15 í 20-19 og fengu Blikar færi
á að jafna en fóru sér of óðslega í
hraöaupphlaupi.
í kjölfar þessa upphlaups tóku
Valsmenn aftur völdin á vehinum.
Réð vörn Blika, sem þó var nokkuð
þétt og kröftug, lítið eða ekki við þá
Valdimar Grímsson og Jón Kristj-
ánsson á endasprettinum.
í liöi Valsmanna voru áðurnefndir
hornamenn mjög frískir og liprir og
Sigurður Sveinsson lék vel í fyrri
hálfleiknum. Þá náði Jón Kristjáns-
son, sem er ipjög vaxandi leikmaður,
sér rækilega á strik í síðari hálfleikn-
um og Einar Þorvarðarson varði vel
á köflum.
í liði Blika var Hans Guðmundsson
atkvæðamikill en skaut stundum úr
vondum færum og missti boltann
fyrir bragðið. Sveinn Bragason átti
einnig ágæta spretti og Þórður Dav-
íðsson var ógnandi en skoraöi of htið
meö hliðsjón af markfærum.
Mörk liðanna tveggja
Mörk Vals: Valdimar Grímsson
10/2, Jakob Sigurðsson 5, Jón Kristj-
ánsson 5, Sigurður Sveinsson 3, Geir
Sveinsson 3, Júlíus Jónasson 1.
Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson 7/5,
Hans Guðmundsson 6, Þórður Daviðs-
son 4, Sveinn Bragason 3, Pétur Arason
2, Kristján Hahdórsson 1. JÖG
Knattspyma:
Mikið skorað
í Austumki
Austurríkismenn og Tyrkir
léku í gærkvöldi í þriöja riðli
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar í knattspymu. Lið-
in leika sem kunnugt er meö
íslenska landshöinu í riðh.
Austurríkismenn sigruðu
meö þremur mörkum gegn
tveimur. Austurríkismenn
komust í 3-0 með mörkum
Polsters (2) og Herzog. Feyyaz
og Colak rainnkuðu muninn
fyrir leikslok og lokatölur urðu
sem sagt 3-2.
Staðan í riðlinum er því þann-
ig að Sovétmenn eru efstir með
3 stig eftir 2 leiki. Austur-Þjóð-
vetjar eru í öðru sæti með 2
stig eftir leikinn gegn íslandi,
Austurríkismenn eru í þriðja
sæti með 2 stig eftir 2 leiki, Is-
lendingar með 2 stig eftir 3 leiki
og neðstir eru Tyrkir með 1 stig
eftir 2 leiki.
• Þá léku Danir einnig í gær-
kvöldi í heimsmeistarakeppn-
inni á heimavelh í Kaupmanna-
höfn og gerðu jafntefli við Búlg-
ari, 1-1. Á sama tíma mættu
Norðmenn hði Kýpurbúa á
heimavelli sínum og höfðu bet-
ur, 3-0. Þá unnu Rúmenar hð
Grikkja með sama mun.
-SK/JÖG