Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 19
81 m ■ Islandsmótið í handknattleik hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum: „Burt með þessa dómara úr 1. deildar handboltanum“ - Viggó Sigurðsson óhress þrátt fyrir sigur FH. Aifreð og Páil bytjuðu vel „Burt með þessa dómara úr 1. deildar hand- boltanum,“ var það fyrsta sem Viggó Sigurðs- son, þjálfari FH, sagði eftir að FH hafði sigrað Stjörnuna, 22-23,1 Digranesi i gærkvöldi í mikl- um baráttuleik. Viggó hefur oft sent dómurum tóninn og heldur enn uppteknum hætti. Hann var mjög órólegur á bekknum hjá FH og eftir aðeins tæpar fimm mínútur hafði hann fengið gula spjaldið. íslandsmótið í handknattleik hófst í gærkvöldi með fjórum leikj- um. Leik ÍBV og Gróttu var frest- að. Leikur Stjömunnar og FH var leikur 1. umferðar og fór hann fram íyrir fullu húsi áhorfenda. Nánar er greint frá leiknum hér neðar á síðunni „Þýsku“ vesturbæingarnir byrjuðu mjög vel KR-ingar tóku Framara í kennslu- stund í Laugardalsöll og irnnu með tiu marka mun. Þeir Alfreö Gísla- son og Páll Ólafsson léku sinn fyrsta leik með KR á keppnistíma- bilinu og sýndu það í gærkvöldi að þeir eiga eftir að gerbreyta leik KR til hins betra. Alfreð skoraöi 9 mörk gegn Fram og Páll 6, samtals gerðu þeir því helming marka KR í leiknum. Valdimar skoraöi 10 Homamaðurinn Valdimar Gríms- son var i miklum ham þegar Valur sigraði Breiðablik á Hliðarenda. Valdimar skoraði 10 mörk í leikn- um fyrir Val og er greinilega í góöri æfingu. Víkingar mega muna fífilinn fegurri Víkingar eiga greinilega erfiðan vetur fyrir höndum og i gærkvöldi vom þeir teknir í bakaríið af KA- mönnum að viöstöddum 600 áhorf- endum í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Víkingar sakna margra sterkra leikmanna og aðrir leik- menn munu greinilega ekki fylla skörö þeirra. Handboltinn «fyrirrúmi Sex íþróttasíður em í DV í dag og era þær að mestu tileinkaöar upp- hafi íslandsmótsins í handknatt- leik. Á bls 22,23 og 24 em greinar um íslandsmótið. Þar eru meðal annars viötöl við gamla jaxla sem gerðu garðinn frægan á árum áður. Þá má benda á yfirlit yfir árangur 1. deildar liðanna á síðustu tíu ís- landsmótum. Á næstu síðum er greint frá leikjum Fram gegn KR, Vals gegn UBK og KA gegn Vfltingi. -SK Frétta- stúfar Kjartan efstur Kjartan Briem úr KR sigraði á styrkleikamóti Borðtennis- sambands íslands sem fram fór um síðustu helgi. Hann sigraði Albrecht Ehmann úr Stjörnunni, 21-19 og 22-20, í úrslitaleik. Krisfján Jónasson úr Vfltingi vann Gunnar Vals- son úr Stjörnunni, 21-17 og 21-16, í úrslitum um þriðja sætið. Þátttakendur vora 25 en 32 var boðið til keppni. Kjartan er þar með efstur á styrkleikalista BTÍ en hlið- stæð mót verða notuð í vetur til að finna út röð bestu manna, m.a. til aö hafa til hliðsjónar við landsliðsval. Dunlop-umboðið Austur- bakki gaf öll verðlaun og bar annan kostnað af mótinu. Körfubolti i kvöld Níundu umferð Flugleiða- deildarinnar lýkur í kvöld með tveimur leikjum sem hefjast kl. 20.00. KR og Þór mætast í Hagaskólanum og ÍS og ÍBK1 íþróttahúsi Kennara- háskólans. Aö þessum leikj- um loknum hafa allir mætt öllum einu sinni i deildinni. a Suggett með Newcastle Colin Suggett var í gær ráöinn framkvæmdasfjóri enska knattspymufélagsins New- castle en hann tekur við af Willie McFaul sem var sagt upp störfum fyrir þremur vik- um. • Óskar Ármannsson sést hér skora mark fyrir FH gegn Stjörnunni i gærkvöldi en hann var markahæstur FH-inga með 7 mörk. DV-mynd Brynjar Gauti „Attum skilið stig“ - sagði Brynjar Kvaran efdr eins marks sigur FH á Stjömunni í Digranesi „FH-ingar vora ótrúlega heppnir að vinna þennan leik. Við áttum sannarlega skihð annað stigið og það er gifurlega sárt að þurfa að sætta sig við tap eftir svona leik,“ sagði Brynjar Kvaran, þjálfari Stjörnunn- ar, eftir að lið hans hafði tapað fyrir FH-ingum, 22-23, í Digranesi í gær- kvöldi. Leikurinn var æsispennandi og fjörugur allt frá fyrstu mínútu og það var ekki fyrr en á síðustu sek- úndunum sem FH-ingum tókst að tryggja sér sigurinn. Stjaman byriaði af miklum krafti í gærkvöldi og eftir að FH hafði kom- ist í 3-1 náðu Garðbæingar 4 marka forystu, 9-5, þegar 20 mínútur voru hðnar af leiknum. Þá tóku FH-ingar við sér og gerðu 6 mörk í röð og kom- ust yfir, 11-9. Stjörnumenn náðu síð- an að jafna, 11-11, og staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Síðari hálfleikur var hreint ótrú- lega spennandi og jafnt á öllum tölum, FH-ingar ávallt einu marki yfir en Stjömumenn jöfnuðu sífellt metin. Á lokakaflanum var síðan allt á suðupunkti, innan vallar sem utan. Þegar rúmlega 5 mínútur voru eftir komust FH-ingar loks tveimur mörk- um yfir, 22-20, og aftur 23-21 þegar 2 mínútur vora til leiksloka. Þá skor- aði Hafsteinn Bragason fyrir Stjörn- una og munurinn aðeins eitt mark. En leikreynsla FH-inga gerði senni- lega gæfumuninn og hðið náði að hanga á boltanum síðustu mínútuna og fiska síðan vítakast á lokasekúnd- unni. Brypjar Kvaran varði aö vísu vítið en það kom ekki að sök og FH- ingar fógnuöu naumum sigri. Það fauk reyndar heldur betur í leik- menn í lokin og Guðjón Árnason FH-ingur fékk rautt spjald eftir að honum haföi lent saman við einn leikmanna Stjörnunnar. Markverðir hðanna, þeir Brynjar Kvaran hjá Stjörnunni og Magnús Árnason FH-ingur, voru bestu menn leiksins og vörðu báðir mjög vel ahan tímann. Magnús varði þrjú vítaköst Garðbæinga og munar um minna í svo jöfnum leik. Sigurður Bjamason var einnig sterkur í hði Stjörnunnar og þetta unga hð er til alls líklegt í vetur. Hjá FH bar mest á Magnúsi eins og áður sagði en aðrir leikmenn hðs- ins geta gert mun meira en í þessum leik. Óskar Ármannsson op T-.0rgils Óttar Mathiesen áttu ágæta spretti en duttu niður þess á milli. Liðiö á erfiðan leik fyrir höndum á sunnu- dag en þá leikur það gegn Fredriks- borg/SKI í Evrópukeppninni og ljóst er að FH-liðið verður að leika betur þá ef þaö ætlar sér í aöra umferð keppninnar. Dómarar vora þeir Hákon Sigur- jónsson og Guðjón Sigurðsson og dæmdu vægast sagt iha. Hvoragt lið- ið hagnaöist þó sérstaklega á slakri dómgæslu þeirra félaga. Mörk Stjömunnar: Gylfi 6 (2 v.), Sig- uröur 5, Hafsteinn 4, Skúh 4, Valdi- mar 2 og Hilmar 1. Mörk FH: Óskar Á. 7 (3 v.), Guðjón 5, Þorgils 5, Héðinn 4 og Einar 2. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.