Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. 17 Lesendur Nokkurra ára gömul IJósmynd af likani fyrirhugaðrar ferðamannamiðstöðvar viö Gullfoss. - Þessi hugmynd varö ekki að veruleika á sínum tíma. Aðstöðuleysi við Gullfoss Kristín hringdi: Ég var að hlusta á útvarpsþátt núna efdr hádegið. Þar var m.a. ver- ið að raeða ferðamannastrauminn hingað til lands, eftirlit með þeim sem fara inn á hálendið og ýmislegt annað sem viðkemur ferðamálum. í þættinum var rætt við ferðamála- stjóra sem gaf greinargóð svör við ýmsum spumingum sem lagðar voru fýrir hann. Hann kom með athygli- verða hugmynd um hvemig mætti fræða íslendinga um umhverfi sitt sem þeir sannarlega em ekki of vak- andi um. Hann taldi að þessi mál mætti taka inn sem kennslugrein í skólum landsins og það strax á barnaskólastigi. - Ég er honum fylii- lcga sammála í þessu efni. Það er ekki spuming að við vitum miklu minna en aðrar þjóðir um eig- ið land, hvemig land okkar er í raun, hvemig og hvar viðkvæmustu staðir þess em með tiliiti til áníðslu og ásóknar, bæði af innlendum og er- lendum ferðamönnum. Annað sem ferðamálastjóri minnt- ist á var hið áberandi aðstöðuleysi á þeim stöðum þar sem ferðamenn drífur að til að sjá markveröa hluti og staði. Nefndi hann sem dæmi að ekki væri enn komin salemisaðstaða við hinn viðkvmna Gullfoss, þangað sem allflestir erlendir ferðamenn fara þegar þeir em hér. Ég hélt satt að segja að það væri löngu liðin tíö að fólki væri meinað að ganga þarfa sinna við þennan fræga stað. Þetta hlýtur nú að flokk- ast undir hinn landlæga molbúahátt sem stundum tengist friðuðum sögu- frægum stöðum hér á landi. Ég get ekki séð annað en gera verði mikið átak í umhverfismálum, kynningu og uppbyggingu þjónustumiðstöðva við þekkta feröamannastaði lands- ins. Lesendasíða náði tali af Birgi Þor- gilssyni ferðamálastjóra og innti hann eftir hvað gerst hefði í málum Gullfoss-aðstöðu hin seinni ár. - Hann upplýsti að nú væri ef til vill von um einhveijar úrbætur þama því á síðasta alþingi hefðu verið veitt- ar 200 þús. krónur vegna tillögugerð- ar um þjónustumiðstöð við þennan víðfræga stað. Þama væri um verkefni að ræða sem ætti ekki aö taka nema um tvö ár ef vel væri að verki staðið og væri áætlun fyrir hendi um að byggja þjónustumiðstöð og kostnaöur áætl- aður milli 10 og 15 milljónir króna. Reikna mætti með aö ráöist yrði í framkvæmdir fljótlega og ef til vill mætti sjá árangur af því verki aö hluta til næsta sumar. Ruglukollar í ríkisstjórn? Húsmóðir skrifar: Er ríkisstjómin, og þar með ráð- herrar hennar, eintómir mglukoll- ar? - Vinur fiölskyldunnar númer 1, Jón Baldvin, vinur launafólks númer 1, Ólafur Ragnar, og mannvinurinn mikli, Steingrímur Hermannsson, hafa tekið höndum saman og ákveðið að „ganga frá“ flölskyldunni endan- lega, launþegahreyfingunni, svo og öðm fólki í landinu. Eftir að Jón Baldvin hafði þjappað fiölskyldunni svo kyrfilega saman að hún sat í hnapp í kringum eina graut- arskál þá bætir Ólafur Ragnar um betur og ætlar nú að greiða fjölskyld- unni „náðarhöggið“ með því að kippa skálinni af matarborðinu! Hvað halda þessir menn eiginlega að fiölskyldan þoli margar álögur enn þegar fyrirvinnan (eða fyrir- vinnumar) fær engu ráðið lengur um eigin laun? Fyrir síðustu kosningar lofaði Jón Baldvin að standa vörð um fjölskyld- ima. Hvaða fiölskyldu ætlar hann að standa vörð um fyrir næstu kosning- ar? Á sama tíma hundskammaði Ólaf- ur Ragnar Jón Baldvin fyrir matar- skattinn og Steingrím fyrir að af- nema samningsréttinn árið 1983. - Hvem ætlar varaþingmaðurinn Ól- afur Ragnar að skamma næst - og fýrir hvað? Steingrímur þarf engu að lofa fyrir næstu kosningar. Hann er búinn að afnema samningsréttinn tvívegis og myndi eflaust afnema kosningarétt- inn líka ef svo bæri undir. Þannig verða kannski engar næstu kosning- ar - og þar með engar áhyggjur af sviknum loforðum? áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins Til sölu lítil en góð tískuverslun á besta stað við Laugaveg. Mjög gott verð og kjör. Einnig kemur til greina leiga með eða án lagers. Tilboð sendist auglýsingadeild DV, merkt „Tískuverslun", fyrir 10. nóv. Myndbandagerð (video) - innritun 6 vikna námskeið i myndbandagerð hefst 8. nóvemb- er nk. Kennt verður 2 sinnum í viku, þriðjud. og fimmtud. 4 klst. hvert kvöld. Megináhersla er lögð á: kvikmyndasögu, mynduppbyggingu, eðli og notk- un myndmáls í kvikmyndum, handritsgerð auk æf- inga í meðferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klipp- ingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda. Kennari: Ólafur Angantýsson, kennslustaður Mið- bæjarskóli. Kennslugjald er kr. 6000,- sem greiðist í fyrsta tíma. Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 13-19, 3-7 nóv. Dömur og herrar: Nú drífið þið ykkur í leikfimi! Tímar við allra hæfi Ný námskeið hefjast 7. nóvember Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megr- andi æfingum. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Karlmenn! Hinir vinsælu herratímar í hádeginu Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinn- réttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjón- varp í heimilislegri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma ‘ 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. ÍX 'rwö'l&vtw Um helgina mun sá danski söngvari, sem nú er vinsælasturá íslandi, Kim Larsen, skemmta íslendingum á Hótel íslandi. Hann mun troða upp sex sinnum og þar að auki halda tvenna skólatónleika og er þegar orðið uppselt á flesta tónleikana. Vinsæjdir Kims Larsen hafa aukist verulega með útkomu nýrrar plötu sem hefur trónað í efstu sætum vinsældalista hérlendis. Fjallað er um Kim Larsen í helgarkálfinum. Einnig verður sagt frá sýningum Gríniðjunnar á N.Ö.R.D en þeim hefur verið geysivel tekið af áhorfendum. í næstu viku verða báðar sjónvarpsstöðvarnar með beina útsendingu frá forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Verðursagt frá fyrirkomulagi útsendinganna. Þá ergetið þess sem verður um að vera í menningu höfuðborgarinnar um helgina, sagtfrá myndlistarsýningum, leiklistarsýningum og hinum ýmsu uppákomum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.