Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í sfma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritst|órn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988.
LOKI
Hefði ekki verið nær að
ráða sálfræðing?
Biskupskosningar:
Formaður
Prestafélagsins
gefur kost á sér
„Jú, ég gef kost á mér í biskups-
kosningunum. Ég banna ekki þeim
að kjósa mig sem vilja,“ sagði séra
Sigurður Sigurðarson, prestur á Sel-
fossi og formaður Prestafélags ís-
lands, við DV í morgun.
DV skýröi frá væntanlegum bisk-
upskosningum á næsta ári í gær og
nefndi tvo presta sem þegar var vitað
að gæfu kost á sér, þá Ólaf Skúlason
dómprófast og Heimi Steinsson, prest
á Þingvölium. Var nefndur þriðji
biskupskandídat til sögunnar en
samkvæmt heimildum DV munu enn
fleiri gefa kost á sér í biskupskjörinu.
DV er kunnugt um að Björn Bjöms-
son guðfræðiprófessor hefur títt ver-
ið nefndur í sambandi við biskups-
kjör eri ekki náðist í Björn í morgun
til að fá staðfest hvort hann gæfi
kost á sér í komandi kosningum.
DV spurði Sigurð Sigurðarson
hvort hann væri ekki yngstur þeirra
sem nefndir hafa verið.
„Ég er yngstur þessara manna sem
talaö er um. Það virðast sumir vera
á móti því að kjósa yngri menn sem
biskup og sú röksemdafærsla hefur
heyrst í því sambandi að yngri mað-
ur myndi sitja of lengi í embætti bisk-
ups, eldri menn væru kosnir þar sem
sýnt væri að þeir yrðu ekki of lengi
í embætti. Aldur á ekki að skipta
máli.“
Kosið er í tveim umferðum þar sem
þeir tveir frambjóðendur sem flest
atkvæði fá eru eftir í seinni umferð.
-hlh
Fríkirkjudeilan:
Séra Gunnari
hótað útburði
„í bréfi frá lögfræðingi stjórnar-
brotsins, Skúla Pálssyni, hefur mér
verið skipað að rýma prestsbústað
Fríkirkjuprests 1. nóvember eða
sæta fógetaútburði ella,“ sagði séra
Gunnar Bjömsson við DV.
Stjórn Fríkirkjusafnaðarins hefur,
eins og DV hefur skýrt frá, lýst því
yfir með tilvísun í úrskurð fógeta að
séra Gunnar sé ekki lengur prestur
Fríkirkjunnar og öll hans prestverk
séu söfnuöinum óviðkomandi. Því
vill stjórnin láta rýma prestsbústað-
inn í Garðastræti hið fyrsta.
„Lögfræðingur minn, Siguröur G.
Guðjónsson, hefur svarað þessu bréfi
og sagt að ég færi hvergi og myndi
láta reyna á útburð fógeta. Er vitnað
til starfssamnings frá 1982 þar sem
segir að uppsagnarfrestur sé 6 mán-
uðir. Ég fer því hvergi fyrst um
sinn.“ -hlh
Hengdi rollu
af gáleysi
Sá fáheyrði atburður varð í Dölun-
um, fyrsta sunnudag í vetri, að mað-
ur hengdi rollu af gáleysi. Nokkrir
sveitungar voru aö smala fé þennan
'umrædda dag. Féö lét illa að stjóm
- þó sérstaklega ein rollan. Mikil
reiði rann á einn smalamanna. Hann
tók rolluna, sem erfiðust var, og
tjóöraði hana við rafmagnsstaur.
Maðurinn hafði baggaband í vasa
sínum sem hann notaði sem tjóður.
Þar sem baggabandið var stutt
haföi rollan htla möguleika á að
hreyfa sig og þegar menn komu að
síöar lá rollan steindauð. Hún hafði
ætlað að leggjast en þar sem bagga-
bandið var svo stutt hengdist hún.
„Ég trúi því ekki að maðurinn hafi
ætlað aö drepa rolluna ,“ sagði við-
mælandi DV. -sme
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
í gær tókst að ná upp trillunni Lí-
ney, 5,7 lesta plastbáti sem sökk í
Reyðarfirði í fyrradag en mannbjörg
varð. Einn maður var um borð og
mátti ekki tæpara standa. Trillan var
piregin til Eskifjarðar, hálfmarandi í
kafi, en sökk áður en tókst að koma
henni að bryggju. En í gær tókst að
ná henni upp.
Liðhlaupinn:
Engin ákvörðun
um framsal
Varnarliðið hefur ekki tekið
ákvörðun um hvort óskað verði eftir
framsali á hðhlaupanum úr Banda-
ríska hemum. Eins og kom fram í
DV í gær þá strauk sjóliði, sem á ís-
lenska móður, úr Varnarhðinu fyrir
fáum dögum. Hann er ásakaður um
•*j»að hafa gerst brotlegur við herlög.
Rannsókn á máh mannsins hggur
niðri þar til til hans næst.
Vitað er aö hann er hjá ættingjum
sínum í Reykjavík. Friðþór Eydal,
blaðafuhtrúi Varnarhðsins, segir að
engin ákvörðun um framhald máls-
ins hggi fyrir. -sme
Veðrið á morgun:
Bílstjórarnir
aðstoða
2 $05®
S£nDIBiLHSTÖDin
Hitinn
nálægt
frostmarki
Á morgun verður vestlæg átt um
sunnanvert landið en norðvestlæg
eða breytileg átt norðanlands.
Snjór eða slydduél á Suðvestur- og
Vesturlandi og smáél á annesjum
á Norður- og Norðausturlandi en
bjart veður austanlands. Hitinn
verður 0-4 stig.
Trillan Líney við bryggju á Eskifirði
I g®r. DV-mynd Emil.
Eskiíjörður:
Trillan
náðist upp
Trúnaðarlækni Alþingis sagt upp:
Ráðning fyrrver-
andi forséta þings
afturkölluð
Um síðustu mánaðamót tók til
starfa læknir á vegum Alþingis
sem átti að sinna alþingismönnum
og starfsmönnum þings. Ráðning
læknisins fór mjög hljótt og vissu
ekki margir af þessu en þaö munu
hafa vériö forsetar síðasta þings
sem beittu sér fýrir þessu fram-
taki. Sagði Karl Steinar Guönason,
sem var forseti neðri deUdar, að
þetta hefði orðið að samkomulagi
við starfsfólk þings á síðasta vetri.
Þegar síðan ljóst varð að tölu-
veröur kostnaður fylgdi uppsetn-
ingu stofunnar gerðu núverandi
forsetar þings athugasemdir við
það. Var enda greinUegt að stofn-
kostnaður var orðinn verulegur
vegna innréttingar læknastofunn-
ar sem er á þriðju hæð í Þórs-
hamri. Mun stofan hafa verið fuU-
búin og hóf læknirinn störf um sið-
ustu mánaöamót, flestum tíi undr-
unar.
„Ég vissi ekkert um tilvist þess-
arar stofu enda hafði ég aldrei
heyrt um þetta áður,“ sagöi Guð-
rún Helgadóttir en forsetar þings-
ins hafa nú sagt lækninum upp og
tekið ákvöröun um að selja öll þau
tæki sem keypt hafa verið tU stof-
unnar. Sagöi Guðrún aö þeim hefði
þótt þetta of dýr lausn og önnur
leið hefði verið fundin tU að upp-
fyha þessar kröfur um læknisskoð-
un.
Þorvaldur Garðar Kristjáns'son,
fyrrverandi forseti Sameinaðs
þings, sagöi aö það hefði verið
ákveðið aö ráða trúnaöarlækni tU
Alþingis en honum hefði ekki verið
kunnugt um aö hann heföi aðstöðu
í húsnæði Alþingis.
-SMJ
hla
Það urðu ekki margir til að nýta sér aðstoð trúnaðarlæknis Alþingls sem tók til starfa um siðustu mánaöamót
i þessu herbergi i Þórshamri enda 50 þrep upp til hans. Þar biður nýr hjartariti. Læknirinn hefur nú látið
af störfum og tæki sem keypt hafa verið fnn verða seld.
DV-mynd GVA