Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. íþróttir • AHi Hilmarsson hefur fallió vei inn í leik Granollers á Spáni. Affli skoraði átta mörk Eins og fram kom í DV á dögun- um gekk upp og ofan hjá íslend- ingaliðunum í spánska handbolt- anum. Atli Hilmarsson og félagar hans hjá Granollers unnu stóran sigur í Arrate, 19-25. Ath, sem virðist falla vel að leikstíl spánska liösins, fór hamfórum og skoraði átta mörk. Var hann lang atkvæðamestur í liði sínu. Teka, félag Kristjáns Arasonar, sýndi hins vegar ekki sinn rétta svip og lá gegn Valencia,23-20. Krisfján skoraði tvö mörk, bæöi með þrumuskotum. JÖG Grosswaldstadt tók forystuna Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskaland; Grosswaldstadt tók forystu í Bundesiigunni í handknattleik um helgina er liðið sigraði Kiel á heimavelli meö 24 mörkum gegn 19. Á sama tíma tapaði Essen fyr- ir Weiche Handewitt á útivelli með 13 mörkum gegn 12 en fyrir leiki helgarinnar voru Gross- waldstadt og Essen jöfn í efsta sæti. Úrslit í öðrum leikjum urðu þessi: Leutershausen-Göppingen..24-18 Lemgo-Gummersbach....24-25 Dormagen-Hofweier....17-11 • Grosswaldstadt er í efsta sæti með 13 stig að loknura átta leikj- um, Essen er í öðru sæti með 11 stig að loknum átta leikjum. Malmö sigraöi 4. árið í röð Gunnar Gunnarsson, DV, Sviþjóð: Sænska úrslitakeppnin er nú á lokastigi í knattspymunni. Ör- gryte mætti Malmö FF annars vegar og fóru leikar 0-1 en viður- eignin fór fram í Gautaborg. Hins vegar spiluðu Djurgarden viö Gautaborg í úrslitunum og unnu Dýrgarðsdrengimir 2-0. Þetta vom tyrri viðureignir liö- anna en þær næstu verða spilaö- ar eftir hálfan mánuö og fara sig- urvegarar í hreinan úrslitaleik. Gautaborgarar eru núverandi landsmeistarar en Malmö vann deildarkeppnina fjóröa árið i röö og fær sæti í meistarakeppni Evr- ópu. Það lið sem sigrar í úrslita- keppninni leikur hins vegar í UEFA-keppninni þótt þaö verki mótsagnakennt. Þess má geta að í lok deildar- keppninnar féll Öster í fyrsta sinn í sögu félagsins en liöiö kom upp í Allsvenskan í október 1968 en fellur nú í október 1988. Liðiö hefur því Jeikiö í sænsku úrvals- deildinni í 20 ár og gerði til aö mynda íslendingurinn Teitur Þórðarson garðinn frægan með félaginu um árabil. íslandsmótið í handknattleik: KA-menn „rúlluðu“ Víkingunum upp! - unnu 30:20 og sigur þeirra hefði hæglega getað orðið stærri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Ég er mjög ánægður með leikinn hjá strákunum, þeir gerðu nákvæm- lega þaö sem ég lagði fyrir þá og það skipti öllu máli. Viö höfðum meiri breidd í leiknum en Víkingar og við eigum hugsanlega eftir að sýna enn meiri breidd. Máhð er það að við höfum ekki getað spilað nógu marga æfmgaleiki og eins hafa sumir leik- manna liðsins ekki getað stundað æfingar af fullum krafti vegna Þess að þeir hafa veriö í Reykjavík,“ sagði Ivan Durinec, þjálfari KA, sem vann yfirburðasigur 30:20 á Víkingi í 1. deildinni á Akureyri í gærkvöldi. Júgóslavinn var ánægður og hann hafði vissulega ástæðu til þess. KA- liðið lék á köílum í þessum leik betur en þaö hefur best gert áður og sér- staklega virðist sem meiri kraftur sé í liðinu og meiri leikgleði en áður. Þá hefur breiddin ekki minnkað og þeir Axel Stefánsson markvörður og Sigurpáll Aðaisteinsson sem KA fékk frá Þór settu mikinn svip á leik liðs- ins. Leikurinn var jafn framan af eða þar til staðan var 4:4. Þá skoraði KA 4 næstu mörk og eftir það virtist aldr- ei spurning um hvort liðið myndi sigra. Staðan í hálfleik var orðin 12:8, og KA skoraði síðan 5 fyrstu mörk síðari hálfleiksins og staðari var orð- in 17:8 og Víkingar skoruðu ekki fyrr en á 7. mínútu síðari hálíleiks. Það sem eftir lifði leiksins gekk á ýmsu, Víkingar reyndu að taka tvo menn úr umferð og minnkuðu muninn þá í 5 mörk en þegar KA hafði fundið svar við því breikkaði bilið aftur. KA sannfærandi KA-liðið var sannfærandi i leik sín- um. Sóknarleikurinn afar ijölbreytt- ur, Erlingur Kristjánsson, Friðjón og Jakob Jónssynir geta allir skorað fyrir utan, Sigurpáll og Haraldur Haraldsson stóðu sig vel - sérstak- lega Sigurpáll sem styrkir liðið veru- lega, og Pétur Bjarnason stjórnar spili liðsins. Vörn liðsins opnaðist oft illa framan af, en var síðan sannfær- andi og Axel Stefánsson, sem varði 17 skot, þar af 12 í síðari hálfleik, á án efa eftir að gera það gott í vetur í markinu. Hann, Erlingur, Sigurpáll og Guðmundur Guðmundsson voru bestu menn liðsins að þessu sinni. Erfitt hjá Víkingi „Þetta var í samræmi við það sem menn hafa lagt á sig, æfingasókn hjá okkur hefur verið afar léleg. Útkom- an var þó enn verri en ég átti von á, en KA-liðið virkaði mjög sannfær- andi,“ sagði Páll Björgvinsson, þjálf- ari Víkings, eftir leikinn. Hans bíður erfitt hlutverk í vetur, enda hefur Víkingsliðið orðið fyrir blóðtöku síöan í fyrra og við bættist að Guðmundur Guðmundsson var meiddur og lék ekki með í gær. En þeir sem léku voru slakir og gerðu aragrúa mistaka og þeir voru gæða- flokki neðar en KA-menn á öllum sviðum, og á þaö jafnt við um lands- liðsmenn sem aðra. Það var helst að Eiríkur Benónísson, sem lék í horn- inu í stað Guðmundar, sýndi eitthvað af viti. Mörk KA: Sigurpáll Aöalsteinsson 9(6), Erlingur Kristjánsson 5(1), Pét- ur Bjarnason 4, Friöjón Jónsson 4, Jakob Jónsson 4, Guðmundur Guð- mundsson 3, og Svanur Valgeirsson 1(1). Mörk Víkings: Árni Friöleifsson 7(2), Eiríkur Benónísson 4, Bjarki Sigurðsson 3, Sigurður Ragnarsson 2, Karl Þráinsson 2(1), Jóhann Samú- elsson 1 og Siggeir Magnússon 1. Dómarar voru Björn Jóhannsson og Siguröur Baldursson og afgreiddu þeir auðveldan leik af öryggi. Víkingum gekk illa að verjast skyttum KA-manna sem skoruðu mikið í gærkvöldi. DV-mynd GK Alfreð og Páll skoruðu 15 - Þegar KR vann stórsigur á Fram, 18-30 • Alfreð Gfslason sést hér skora eitt af níu mörkum sínum gegn Fram I gærkvöldi. DV-mynd S KR-ingar með þá Alfreð Gíslason og Pál Óiafsson innanborðs virðast vera íirnasterkir úm þessar mundir ef marka má leik þeirra gegn Fram í gærkvöldi. KR-ingar sigruöu með 18 mörkum gegn 30 eftir aö staöan í leikhléi hafði verið 7-15 KR í vil. í síðari hálfleik breyttist gangur leiks- ins lítið sem ekkert. KR-ingar réöu allri framvindu mála og þegar tíu minútur voru Jiönar af síðari hálfleik var staðan 11-21 KR í vil. Reyndar veittu Framarar enga mót- spyrnu í þessum leik ef frá eru taldar fyrstu rainútur hans. Fljótlega í fyrri hálfleik tóku þó KR-ingar öll völd á vell- inum og skoruðu hvert markið á fætur öðru og voru í raun komnir með unna stöðu í leikhléi. Alliog Palli fóru á kostum Það er greinflegt og var reyndar vitað aö þeir Alfreö og Páll styrkja KR-liðið gifúrlega í vetur og liöiö verður án efa í toppbaráttunni. Þó má ekki taka leik liðsins of alvariega gegn afarslöku liði Fram í gærkvöldi. Þeir Alfreð og Páll voru allt í öllu hjá KR og skoruðu 15 mörk í leiknum eöa helming marka KR-inga. • Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 5, Júl- íus Gunnarsson 4, Egill Jóhannsson 4, Ólafur Vilhjálmsson 2, Hermann Bjömsson 1, Sigurður Rúnarsson 1 og Jason Ólafsson 1. • Mörk KR: Alfreð Gíslason 9, Páll Ólafsson 6, Stefán Krisljánsson 5, Sig- urður Sveinsson 3, Konráð Olavsson 3, Þorsteinn Guðjónsson 3 og Guðmundur Albertsson 1. • Leikinn dæmdu þeir Stefán Arn- aldsson og Ólafur Haraldsson aö við- stöddum um 500 áhorfendum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.