Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 14
Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYj"ÖLF§SON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Morgunblaðið Morgunblaðið er sjötíu og fimm ára um þessar mund- ir. Ekki er það elsta dagblaðið en vissulega það stærsta og er raunar orðið svo stórt í sniðum að það líkist meira stofnun heldur en útgáfu. Morgunblaðið er stofnun að því leyti að það er ríki í ríkinu, vegna útbreiðslu sinnar og áhrifa. Það hefur þokað öðrum morgunblöðum til hhðar og situr nær eitt að markaðnum fyrir hádegi. Blöð eins og Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn veittu Morgunblaðinu allnokkra samkeppni, einkum Alþýðu- blaðið meðan það var og hét, en sú samkeppni er horfin. Stundum er sagt að veldi Morgunblaðsins stafi af auglýsingunum sem hafi gert því kleift að styrkja útgáf- una í sessi og ná yfirburðastööu á markaðnum. En sú skýring er ekki einhlít. Morgunblaðið er líka stórt af sjálfu sér. Það hefur lengi verið hálfopinbert málgagn Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið stærsti flokkur þjóðarinnar og þegar sagt er að Morgunblaöið hafi orð- ið stórt vegna Sjálfstæðisflokksins þá má einnig spyrja hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki orðið stór vegna stuðnings Morgunblaðsins. Báðir aðilar nutu góðs af því samstarfi meðan það þótti eðlilegt að dagblöð væru flokksmálgögn. Á síðustu árum hafa tengslin milli flokks og blaðs rofnað en það hefur ekki dregið úr vexti blaðsins meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað. Sumir sjálfstæð- ismenn vilja kenna þessari nýju ritstjórnarstefnu Morg- unblaðsins um, en auðvitað er skýringanna að leita. annars staðar. Ekkert blað getur haldið flokki á floti, ef flokkurinn sjálfur er ekki fær um það. Það hefur líka margsannast að áhrif Morgunblaðsins í atkvæðum tahð eru ekki í neinu samræmi vð útbreiðslu blaðsins. Hitt er annað að Morgunblaðið hefur áfram verið baráttutæki borgaralegra afla, það er íhaldssamt í útliti og skrifum og póhtík ræður þar enn ríkjum. Það getur verið grunnt á hlutleysi fréttaskrifanna í Morgunblað- inu og þar rignir ekki alltaf jafnt á réttláta og rangláta. En slíkt er eðli og tilgangur stórblaða að hafa skoðanir og meðan lesendur blaðsins sætta sig við slagsíðuna og kaupa blaðið, þá er tilganginum náð. í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í fjölmiölun á síðari árum, verður það að teljast nokkurt afrek hjá Morgunblaðinu að halda velli. Það hefur DV gert sömu- leiðis og sameiginlega hafa þessi tvö blöð margfalda yfirburði yfir aðra fjölmiðla í lestri og áheyrn þjóðarinn- ar. Þegar þess er gætt að ijölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í valddreifmgu þjóðfélagsins, þá er ánægjulegt th þess að vita að Morgunblaðið stendur undir þeirri ábyrgð, hefur metnað og vhja til að vera málsvari þjóð- legra viðhorfa, menningar og lýðræðis. Þar eru mætir menn við stjórnvölinn sem kunna að fara með vald sitt af nærgætni. Það er vandi að stýra stóru blaði og það er auðvelt að ofmetnast í krafti útbreiðslunnar. Við skulum vona að Morgunblaðsmenn falli aldrei í þá gryfju, ekki aðeins Morgunblaðsins vegna, heldur vegna þjóðarinnar og hlutverksins sem blaðið gegnir. Ritstjórn DV óskar Morgunblaðinu til hamingju með tímamótin. Mihi DV og Morgunblaðsins ríkir sam- keppni en það er heiðarleg og heilbrigð samkeppni, enda væri það slæm þróun og engum til góðs ef Morgun- blaðið yrði einrátt á blaðamarkaðnum. Stærð þess og styrkur er mikill, en alveg eins og ríkisstjórnir og Al- þingi þurfa aðhald frá fjölmiðlum, þá þarf Morgun- blaðið einnig aðhald frá öðrum fjölmiðlum. Ehert B. Schram FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. ÁRéTTR! LEfÐ „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sá flokkur sem þjóðin þekkti hér um langt árbil,“ segir hér m.a. - Frá lands- fundi Sjálfstæðisflokksins á siðasta ári. Spillum ekki því sem vel er gert Stjórnarskiptin hafa verið ofar- lega í hugum manna á undanfórn- um vikum. Eins og gengur um slík stórtíöindi fer ekki hjá því aö sitt sýnist hverjum og einum um þaö hverjar orsakir lágu til grundvallar því aö ný ríkisstjórn er sest aö völd- um - ríkisstjóm sem kennir sig við félagshyggju. Nú skal þaö strax tekið fram hér aö undirritaður var aldrei neinn sérstakur fylgismaöur ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar og kom þar margt til. Oftsinnis hélt ég uppi harðri gagnrýni á stjómarstefnu fráfarandi sljómar og taldi aö hún væri þannig saman- sett aö hún myndi ekki fá miklu áorkað til hagsældar fyrir þjóð- félagið. Það verður ekki rakið nánar hér en.ekki verður þó undan því vikist aö nefna hér einn afgerandi þátt sem ekki má fara fram hjá neinum - og það er sú staðreynd að Sjálf- stæðisílokkurinn sýndi þaö svo áþreifanlega í fráfarandi ríkis- stjórn að hann er ekki sá flokkur sem þjóðin þekkti hér um langt árabil. Sá flokkur sem Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson mót- uðu. Sjálfstæðisflokkur Þorsteins Pálssonar er af allt annarri gerð. Því fór sem fór og ríkisstjórnin hrökklaðist frá völdum. Samstarf nánast óhugsandi Nú er ekki nema eðlilegt aö menn spyrji hvað hafi gerst varðandi Sjálfstæðisílokkinn. Jú, við skul- um aðeins athuga það nánar. Allir sem eitthvað fylgjast með í stjórn- málum í dag hafa tekið eftir því að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks- ins hefur tekið miklum stakka- skiptum. Þetta viðurkenna allir, jafnt andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins sem og staðfastir fylgis- menn hans og málsvarar eins og Matthías Bjarnason, Sverrir Her- mannsson og Eggert Haukdal. Þessa stefnubreytingu kalla þeir og aðrir frjálshyggju. Það er einmitt þessi stefna sem hefur gjörbreytt Sjálfstæðisflokkn- um svo að samstarf félagshyggju- flokka við hann er nánast óhugs- andi. Og það sem er eitt meginat- riöi þessarar stefnu, fyrir utan pen- ingasjónarmiðið, er að hún er í eðb sínu óvinveitt landsbyggðinni því að í frjálshyggjunni felst sam- þjöppun á einn stað hvað viðkemur fjármagni. Það var hér fyrir nokkrum árum hávær umræða við formannskosn- Kjallariim Karvel Pálmason alþlnglsmaður Hérna dregur þessi aldni íhalds- maður upp einkar skýra mynd af því hvaö býr að baki í stefnumótun hins nýja sjálfstæðisflokks sem ekki var samstarfshæfur í fyrrver- andi ríkisstjóm. „Eign handa öllum“ Slagorð Sjálfstæðisflokksins í dag er m.a.: „Eign handa öllum“. Það þýðir á máli hans að albr þjóðfé- lagsþegnamir eigi að taka þátt í atvinnurekstri. Selja eigi öll þau fyrirtæki sem heyra undir ríkið einstaklingum. Hvort um fjárhags- legt bolmagn í litlu þjóðfélagi sé að ræða virðist vera algjört aukaat- riði. Þessi litli kjarni, sem ræður ferðinni í Sjálfstæðisflokknum í dag, virðist ekki skilja það að mað- „Allir sem eitthvaö fylgjast með í stjórnmálum í dag hafa tekið eftir því að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks- ins hefur tekið miklum stakkaskipt- um.“ ingar hjá ungum sjálfstæðismönn- um um að nauðsynlegt væri að færa alla verslunina til Reykjavík- ur því að svo dýrt væri að flytja vöruna út á landsbyggðina. Hinn nýi Sjálfstæðisflokkur Til þess að menn átti sig á hinum nýja Sjálfstæðisflokki er ekki úr vegi að ganga í smiðju hjá hinum aldna, breska íhaldsmanni, Ed- ward Heath, þar sem hann er að skilgreina stefnu Thatcher-stjórn- arinnar en sú stjórn er sú fyrir- mynd sem ungir, íslenskir frjáls- hyggjumenn hafa að leiðarljósi. Þessi tilvitnun í orð Heaths er tekin upp úr Tímanum laugardaginn 29. okt. sl.: „Núverandi stjórn getur ekki talist íhaldsstjórn, segir hann þurrlega. - Slíkt þýðir í huga mín- um að halda stöðugu jafnvægi ásamt framfórum og gæta þess að spilla engu sem vel hefur verið gert áður. Jafnvægi þýðir að líta eigi til með þeim sem orðið hafa undir í líflnu. Einstaklingar geta ekki séð um það einir og yfirvöld verða að koma til sögunnar. Heath finnst sem mannlegri um- hyggju hafi verið varpað fyrir róða seinni árin. - Nú er öll áhersla lögð á markaðshyggju og ágóða.“ urinn er mismunandi gerðar. Sum- ir eru raunar fæddir til þess að standa í atvinnurekstri og gera það með ágætum en aðrir hafa bara allt aðra hæfileika. Sumir gera sig t.a.m. harðánægða með það að vera hluttakendur í samvinnufélagi og jafnvel „þó nokkuð margir“ að eiga sameiginlegan þátt í því að reka menntastofnanir- og heilsugæslu, svo eitthvað sé nefnt. Það hefur sýnt sig á undaníorn- um árum að þjóðin hefur vUjað með sameiginlegu átaki leysa hin margþættu verkefni, þ.e. á félags- legum grundvelli. Styrkur þeirra sem hafa viljað fara aðrar leiðir er í miklum minnihluta en þeir hafa í raun fengið að ráða allt of miklu og þar með kastað því fyrir róða sem vel hefur verið gert. Því er sú tilraun, sem gerð er með núverandi stjórnarsamstarfi, af hinu góða. Og þó að meirihluti stjórnarinnar sé tæpur á Alþingi skulu menn átta sig á því að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill leysa verkefnin á félagslegum forsendum þar sem hagstjórnar- tækjum blandaðs hagkerfis er beitt þannig að sem mest hugsanleg hag- sæld verði útkoman. Karvel Pálmason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.