Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988.
Lífsstm
íslenskir áhorfendur greiöa 600
krónur fyrir aðgöngumiöa aö kvik-
myndinni í skugga hrafnsins eftir
Hrafn Gunnlaugsson sem nú er
verið aö sýna í Laugarásbíói. Þetta
er um helmingi hærra verð en
greitt er fyrir miöa á erlendar kvik-
myndir almennt.
I skugga hrafnsins er sýnd um
þessar mundir á Norðurlöndum. í
Noregi og í Svíþjóö greiða kvik-
myndahúsagestir sama verö fyrir
aögöngumiöa á myndina og á aðrar
kvikmyndir. Veröiö er um 440
krónur íslenskar í Svíþjóð en 275 í
Noregi.
Samkvæmt reglum um verð-
stöövun er óheimilt aö hækka verö
á aðgöngumiðum aö kvikmyndum
án þess aö sérstaklega sé sótt um
þaö. Engin umsókn hefur borist til
Verölagsstofnunar vegna verös á
aðgöngumiðum að í skugga hrafns-
ins. Samkvæmt ströngustu túlkun
laganna er því miöaveröið ólöglegt.
Sú hefö hefur hins vegar ávallt ríkt
aö miöaverð á íslenskar kvikmynd-
ir hefur aö jafnaði verið tvöfalt
liærra en á aðrar myndir.
Miöaveröið hefur verið rökstutt
þannig aö verið sé aö styrkja ís-
lenska kvikmyndagerð sem vegna
smæöar markaðarins á allt sitt
undir góöri aösókn íslendinga. Að
sögn Guðbrands Gíslasonar hjá
Neytendur
Kvikmyndasjóöi hefur markaðurinn
tekiö viö þessari hækkun og hefðin
því haldist.
Grétar Hjaltason, forstjóri Laugar-
ásbíós, sagöi aö Hrafn Gunnlaugsson
réði aifariö verðlagi aðgöngumiða á
myndina. Ekki náðist samband við
Hrafn eöa aðra af aðstandendum
myndarinnar.
-Pá
Norskir og sænskir áhorfendur greióa sama verð og venjuiega fyrir að sjá í skugga hrafnsins. Öðru máli
gegnir um íslenska áhorfendur sem greiða helmingi hærra verð en venjulega.
Um það bil tuttugu atriði eru athuguð í vetrarskoðun sem umboðin bjóða
á föstu verði.
Ýmis tilboð í gangi
Mótorþvottur, skipt um kerti og
platínur ef þarf. Skipt um bensín-,
olíu- og loftsíu. Blöndungur athugað-
ur og stilltur, vifturéim athuguö og
skipt um ef meö þarf. Rafgeymir
mældur, settur frostlögur á kæli-
kerfi, litiö á stýrisbúnað, fjaörir og
hemla. ljósin athuguö og stillt. Kúpl-
ing stillt og borið silikon á alla
gúmmí- og þéttilista.
Þetta hljómar eins og allsherjar
yfirhalning á fjölskyldubílnum. Þetta
eru atriði sem nokkur bílaumboð
bjóöa upp á í svokallaðri vetrarskoð-
un sem er seld á föstu verði.
Mazda umboöiö Bílaborg býöur
svona skoðun á 5.680 meö söluskatti.
Innifalin eru 19 atriði. Verð vara-
hluta og þess sem þarf að skipta um
er ekki innifaliö.
Toyota umboöið býöur svona vetr-
arskoðun á 6.082 krónur meö sölu-
skatti. Innifaliö í því veröi er eftirlit
meö 22 atriðum og varahlutir eins
og platínur, loftsía og frostlögur.
Hjá Ingvari Helgasyni er boöiö upp
á vetrarskoðun sem innifelur eftirlit
meö 20 atriöum. Veröiö er 5.200 meö
söluskatti og innfalin eru kerti, plat-
ínur, frostlögur og ísvari.
Þegar veturinn gengur í garð með
frosti og snjó er betra að vera vel
undirbúinn meö bíhnn í lagi. Það
getur borgað sig aö hyggja að þessum
hlutum í tíma áður en hitinn fellur
undir frostmark, bíllinn neitar aö
fara í gang og hurðirnar frjósa fastar.
-Pá
Ekki bíða eftir snjónum
- skiptið strax um dekk
„Þaö kom smákippur í þetta fyrir
helgina en um leið og sólin fór að
skína datt þaö niður,“ sagði starfs-
maður á Gúmmívinnustofunni í
samtali viö DV.
Hann sagði aö þaö væri fóst regla
aö í fyrstu snjóum á haustin yröi
örtröð á öllum hjólbarðaverkstæð-
um. Til þess að losna viö biö eftir
dekkjaskiptingu er hægt að panta
tíma á verkstæðum.
Full ástæöa er til þess að hvetja
fólk til þess aö láta skipta um dekk
í tíma áöur en snjór og hálka mynd-
ast til þess aö forðast örtröö og síðast
en ekki síst til þess að tryggja öryggi
sitt í umferðinni.
í byrjun október birti DV lauslega
verökönnun á dekkjum og þjónustu
hjólbarðaverkstæða. Verð á umfelg-
un, skiptingu og jafnvægisstillingu á
fjórum dekkjum var á bilinu frá 2.180
hjá Bandag og upp í 3.040 hjá Gúmmí-
körlunum. Algengasta veröiö var í
kringum 2.800.
-Pá
Þegar snjórinn kemur er betra að vera tilbúinn í slaginn á vetrardekkjum til þess að forðast aðstæður eins og þessar.
verðstöðvun
„Síðan breyting var gerö á regl-
um um verðstöðvun í bytjun okt-
óber er ekki rétt aö kalla þetta
verðstöövun. Nær væri að tala um
strangt verðlagseftirlit,“ sagði Jó-
hannes Gunnarsson, blaðafulltrúi
Verðlagsstofnunar og formaður
Neytendasamtakanna, i samtali við
DV.
Mikillar óánægju gætir meðal
fólks með þær veröhækkanir sem
leyfðar hafa verið að undanfornu.
Það á sérstaklega við um nýlega
hækkun á eggjum og kjúklingum
sem fólki finnst koma hart niður á
matarinnkaupum heimilanna.
Einnig ber við að fólk sé ekki á-
nægt með þau svör sem það fær
hjá kvörtunarþjónustu Verðlags-
stofnunar. „Mér var sagt að stofn-
unin skipti sér ekki lengur af svona
málum,“ sagöi kona sem hringt
haföi og kvartað undan hækkun á
skólagjöldum tónlistarskóla meðal
annars.
„Þegar um er að ræða árstíða-
bundnar hækkanir verðum við að
taka tillit til kostnaðarhækkana
sem orðið hafa á tímabilinu,“ sagði
Jóhannes. Hann benti á að verð-
skrá tónlistarskóla hefði ekki
breyst frá síðústu áramótum.
Þær tilslakanir og undanþágur
sem gerðar voru á reglum um verð-
stöðvun hafa gert almenningi mun
erfiðara fyrir að fylgjast með verð-
þróun en var á meöan algjör verö-
stöðvun gilti í september.
-Pá