Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988.
23
Islandsmót í handknattleik
Viðar Símonarson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, um íslandsmótið:
Menn verða forvitnir að
sjá breytingar á liðunum
- FH verður að bæta vömina ætli liðið sér titílinn í ár
Mér sýnist að deildin komi til með að skiptast í þrjá hluta eins og í
fyrra. Ég held að þau lið sem berjist um toppinn séu Valur, FH og KR. í
miðhluta verða síðan Vestmannaeyingar, Blikar, Víkingar, KA-menn,
Stjörnumenn/og Framarar, sennilega. Grótta getur komið á óvart á móti
þessum liðum sem ég nefni í miðhlutanum. Lið Seltirninga er þó reynslu-
htið og mun eiga erfiðast uppdráttar, alla vega hygg ég að Eyjamenn
spjari sig betur. Það munar um Sigurð Gunnarsson með alla sína reynslu.
Mér sýnist að Vestmannaeyingar forðist falliö.“
Þetta sagði Viðar Símonarson, knattleik, í samtali við DV.
fyrrum landshðsmaður í hand- Viðar spilaði með Hafnarijarðar-
9 Vlðar SimOnarSOn, fyrrum landsliðsmaður i hand-
knattleik, í kunnuglegum stellingum á fjölum Laugardalshallarinnar.
Viðar lék i mörg ár með FH og Haukum og á að baki marga landsleiki
með íslenska landsliðinu. Þessi mynd var tekin í landsleik íslendinga
og Vestur-Þjóðverja árið 1977. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson
veldunum báðum, Haukum og FH,
á sinni tíð og haslaði sér síðan völl
sem þjálfari. Viðar gjörþekkir
handknattleikinn hér heima af
raun eins og dæmin sýna og var
hann því beðinn að spá í spilin fyr-
ir komandi tímabil.
„Hvað liðin í toppbaráttunni
varðar þá skiptir það sköpum hjá
FH-ingum að betrumbæta varnar-
leikinn en sóknarleikurinn er ekki
ýkja mikið vandamál hjá liðinu,“
sagði Viðar. „Það er aha vega ljóst
að FH-ingar þurfa að útfæra varn-
arleikinn enn betur til að sigra í
deildinni.
KR hefur bætt mikið við sig frá
því í fyrra, liðið styrkist mjög við
að fá þá Alfreð og Pál í sínar raðir.
KR-ingar verða Valsmönnum og
FH-ingum erfiðir andstæðingar en
mig grunar að þeir skáki þó ekki
Valsmönnum, sem einnig hafa
eflst, eða FH-ingum. KR-ingar eru
þó með landsliðsmenn í hverri
stöðu. Þeir eru á margan hátt með
ungt lið en leikmenn hafa þó marg-
ir hverjir öðlast vissa reynslu í
gegnum leiki með yngri landslið-
um. Hvort þetta smellur saman hjá
þeim er hlutur sem ekki er hægt
að svara strax," sagði Viðar.
Aðspurður um framgang ís-
lensku liðanna í Evrópukeppni
hafði Viðar þetta að segja:
„Ég hef nú ekki mikla trú á því
að íslensku liðin spjari sig í Evr-
ópukeppni og ég er ekki viss um
að FH og Breiðablik fari í gegnum
fyrstu umferð. Þau tvö síðasttöldu
leika gegn norskum liðum og þótt
Norðmenn hafi ekki teflt fram
sterku landsliði á síðustu árum þá
eru félágslið þeirra allt annars eðl-
is. Ég spái okkur þvi engu sérstöku
gengi í Evrópukeppni," sagði Við-
ar.
Liðin styrkjast, boltinn
verður betri
„Ég held að heimkoma sterkra
leikmanna erlendis frá hafi góð
áhrif á íslandsmótið. Liðin styrkj-
ast, boltinn verður betri og áhorf-
endur fylgja í kjölfariö. Það verður
jafnframt meiri spenna í þessu ef
að líkum lætur. Maður er annars
frekar svartsýnn á að keyrslan sem
verður á mótinu komi til með að
skha sér í áhuga almennings á
mótinu þegar á hður. Ég er hrædd-
ur um aö áhuginn detti niöur vegna
hlésins sem kemur í desember og
nánast fram yfir b-keppni. Að vísu
eru nokkrir leikir í janúar en ég
held að þetta hlé valdi spennufalli.
í fyrra var til að mynda mikil
spenna eftir fyrri hluta íslands-
mótsins en síðan datt þetta talsvert
niður eftir hléið. Það verður að
koma stefnubreyting hjá fyrstu
deildar hðum hvað þetta varðar.
Það hlýtur aö vera niðurdrepandi
fyrir leikmenn og þjálfara hðanna
þegar mótið er slitið í sundur með
þessum hætti,“ sagði Viöar.
Fallið getur sett strik
í reikninginn
„Það er mögulegt aö það geti sett
strik í reikninginn, hvað áhuga al-
mennings á mótinu varðar, að ís-
land féll um styrkleikahóp í Seoul.
Ég hef þó þann grun að heimkoma
leikmanna erlendis frá vegi á fullu
á móti. Menn verða forvitnir að sjá
hvernig liðin hafa tekið breyting-
um og ef spenna verður i mótinu,
eins og flest bendir til, þá verður
töluverð aðsókn áfram. Áhugi
manna ræðst þó vitanlega fyrst og
síðast af gæðum handboltans,"
sagði Viðar í samtahnu við DV.
-JÖG
Rósmundur Jónsson, fyrrum leikmaður Víkings og landsliðsins:
Fleiri einstaklingar leika
betri handbolta en áður f yrr
„Mér hst nokkuö þokkalega á
mína menn í deildinni í vetur. Þó
er hægt að segja með nokkurri
vissu að þeir koma ekki til með
blanda sér í toppbaráttuna. Liöiö
hefur horft á eftir mjög góöum leik-
mönnum á borð við Kristján Sig-
mundsson, Sigurö Gunnarsson og
Hilmar Sigurgíslason. Brotthvarf
þeirra veikir aö sjálfsögðu hðið en
nú fá yngri leikmenn tækifæri til
að sýna hvað í þeim býrsagöi
Rósmundur Jónsson, fyrrum leik-
maöur með Vflongi og landsliðinu,
en DV fékk Rósmund í spjah th aö
ræöa um íslandsmótið sem hófst í
gærkvöldi.
Rósmundur Jónsson lék meö
Víkingi í 19 ár, fyrst sem útispilari
í tíu ár en 1969 gerðist hann mark*
vörður og varðl markið af stakri
prýöi th ársins 1977 þegar hann
lagði skóna á hhluna fyrir fihlt og
allt Rósmundur lék þrjá landsleiki
í handknattleik.
„Þrátt fyrir að Vfkingar hafa
misst sterka ieikmenn megum viö
ekki gleyma því aö fyrir i líðinu eru
mjög sterkír einstaklingar. Liöiö á
tvo homamenn sem ieika einnig í
landshðinu, þá Bjarka Sigurðsson
og Karl Þráinsson. Ehinig em í hð-
inu bráðefnhegir strákar á borð við
Áma Friöleifsson og Siggeir Magn-
ússon sem þegar hefur áskotnast
töluverö reynsla. Ef vel tekst th
með þjálfunina á höiö að geta leikið
góðan handknattleik í vetur,“ sagöi
Rósmundur.
„Gæði handknatheiksins eru
mun meiri nú en í gamla daga.
Handboltinn er mun útbreiddari,
fleiri félög iöka hann í öllum ald-
ursflokkum. Einnig byrja ungling-
ar mun fyrr aö æfa þessa íþrótt.
Þessir þæthr gera það að verkum
að mun fleiri einstakhngar leika
handbolta raeð þokkalegum ár-
angri en áður fyrr.
íslandsmótið í vetur á örugglega
eftir að veröa gott. Hins vegar er
mjög erfitt að segja th um getu ein-
stakra hða Landsliösmenn hafa
fariö í gegnum mjög erfltt verkefiú
og þar af leiðandi var erfiöara um
vik fýrir félagshöin aö komast i
forra. Ef ég á að nefna einhver félög
sem koma th meö að blanda sér i
baráttuna um thhinn finnst mérlík-
legt að þaö verði Valur og FH eins
og raunar einnig í fyrra. KR-ingai' að spá um hvaöa hð veröa í basli,
gætu einnig blandað sér í topp- mörghöeruþaðjöfnaðgetu,“sagði
baráttuna. Mér finnst ógerningur RósmundurJónsson. -JKS
• Þessl mynd var tekln af Rósmundi Jónssynl i Laugardalshöillnni er
hann lék alnn siöasta leik fyrlr melstaraflokk Vikings 1977.
Spurningin
Hverjir veröa
íslandsmeistarar
í handknattleik?
Sjöfn Kolbeins: Ekki spurning
um að Vaiur er meö besta liöið.
Torfhildur Sigurðardóttir: Ég tel
aö Víkingur hreppi titilinn.
María Rún: Fram er mitt félag og
það vinnur deildina.
Sveinbjöm Ottesen: Ekki nein
spuming aö Valur vimiur.
Birgir Hauksson: Eg vona að Val-
ur vinni mótið enda mikhl stuön-
ingsmaður þess.
hugsa
að það verði Valur.