Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Fréttir_____________________________________ Hugur Alþingis í hvalamálinu engan veginn ljós: Beðið eftir frum- kvæði ríkisstjórnar Þvi hefur verið haldið fram nýverið að hirgur Alþingis í hvalamálinu hafi breyst og nú sé meirihluti fyrir þvi að hætta hvalveiöum. Erfitt er að sjá hvemig þetta kemur heim og saman því hvalamáliö er furðu flókið og hugur alþingismanna engan veg- inn ljós. Þetta er eitt af þeim málum sem ekki fer eftir flokkslínum og svipar að því leyti til bjórmálsins sem hvað mest hjó á flokkslínur á síðasta vetri. Fyrir þingi liggur nú lagafrumvarp og þingsályktunartillaga sem kveða á um aö hvalveiöunum skuli hætt. Þótt þama sé verið að krefja Alþingi um afstöðu í málinu viröast flestir þingmanna telja að hvorugt þessara mála muni hafa áhrif á endanlega niðurstöðu málsins - í besta falli kalli það á athygli fjölmiða bæði inn- an- og utanlands. Málin verði síðan svæfð í nefnd. Flestir telja að ákvörð- un í málinu verði að koma frá ríkis- stjóminni og þá jafnvel í gegnum utanríkismálanefnd. Þegar má sjá titring innan vissra flokka vegna þingmálanna tveggja og á hann enn eftir að aukast þegar umræða um tillögu Áma kemur á dagskrá. Þingflokkamir hafa ekki tekið sameiginlega afstöðu til hval- veiða nú á þessuþfngi þannig að það eitt gefur þingmönnum frjálsar hendur. Kemur mönnum saman um að óskynsamlegt sé að binda hendur þingmanna með samþykktum þing- flokka enda gerist breytingar hratt í málinu. Óvissa eftir Tengelmannmálið Þá verður að segjast eins og er að þingmenn, frekar en aðrir, hafa ekki fyllilega áttað sig á því hvert stefnir í málinu. Nokkrum óhug sló á þá fyrst eftir að Tengelmann-samning- arnir duttu upp fyrir og mátti þá greinilega heyra aö fylgi þeirra, sem vildu endurskoðun vísindaveiðanna, jókst. Þá sagði meðal annars einn þingmaður aö engin styddi hvalveið- amar nema Eiður Guðnason og nokkrir framsóknarmenn. Eftir að Aldi fyrirtækið „tók rökum“ varð andrúmsloftið hins vegar afslapp- aöra og menn urðu hugrakkari. Margrét Frímannsdóttir sagði fyrir stuttu í Þjóðviljanum aö afstaöa þingmanna hefði breyst í þessu máli og segir í sömu frétt að viðhorfs- breyting hafi orðið á Alþingi. Þeir Hugur þingmanna til óframhaldandi hvalveiða er óljós. Afstaða manna fer ekki eftlr flokkslínum. alþingismenn sem DV hefur talað við viíja ekki taka svo djúpt í árinni. Eiður Guönason sagði t.d. að það væri rangt að þaö hefði orðið einhver viöhorfsbreyting í afstöðu þing- manna til þessa máls. Óvissa í Borgaraflokknum Innan Borgarflokksins er engan veginn samstaöa um lagafrumvarp Hreggviðs Jónssonar og Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Þingmaður Vest- urlands, Ingi Bjöm Albertsson, seg- ist hvorki styðja þetta mál né tillögu Árna. Þess ber þó að geta að þing- menn Vesturlands njóta sérstöðu í þessu máli vegna hv£ústöðvarinnar í Hvalfirði. Afstaða formannsins, Alberts Guð- mundssonar, hefur ávallt verið á þá leið að það beri að veiða hval. Vegna drottnunarstöðu Alberts innan flokksins hefur þaö að sjálfsögðu mikiö vægi. Varamaður Alberts, Ás- geir Hannes Eiríksson, situr nú á þingi og hefur sagst styðja frumvarp samflokksmanna sinna. Júlíus Sól- nes og Óli Þ. Guðbjartsson munu vera fylgjandi áframhaldandi veið- um. SJÓNVARPIÐ INNLEND DAG- SKRÁRDEILD ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM í GERÐ KV/KMYNDAR ÆTLAÐA YNGSTUÁHORFENDUM. MYND/N ER HLUTI AF SAMNORRÆNUM MYNDAFLOKKL ÞAR SEM HVER KVIKMYND ER SJÁLFSTÆTT VERK OG VERÐUR SÝND Á ÖLLUM NORÐURL ÖNDUNUM. LENGD MYNDARINNAR ÞARFAÐ VERA UM 20 MÍNÚTUR. í ÚTBOÐ/NU FEÍST ENDANLEGUR KOSTNAÐUR V/Ð GERÐ MYNDAR/NNAR ÁSAMT HANDR/T1SEM VERKTAK! VELUR SJÁLFUR. T/LBOÐUM ÞARFAÐ SK/LA T/L SJÓNVARPS/NS FYR/R 15. DESEMBER1988. KVIKMYNDIN AFHEND/ST FULIBÚIN E/G/ SÍEIAR EN1. DESEMBER 1989. NÁNAR/ UPPLÝSINGAR VEITIR DAG- SKRÁRFULL TRÚ/ BARNAEFN/S. S/GRÍÐUR RAGNA SIGURDARDÓTTIR SJÓNVARP/NU LAUGA VEG1176 106 REYKJAVÍK SlM! 38800. Jf RÍKISÚTVARPIÐ Eiður og Arni takast á Innan Alþýðuflokksins takast á þeir Eiður Guönason (annar Vestur- landsþinpnaöur) og Arni Gunnars- son. Ámi hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um endurskoðun hval- veiðistefnu íslendinga. í tillögunni er lagt til að rikisstjómin láti stöðva visindaveiöarnar um þriggja ára skeið. Hefur Eiður sagt að tillaga Árna væri ein af þeim tillögum sem aldrei hefðu átt að vera fluttar. Eiður hefur reyndar sýnt mikla hörku í þessu máli og á flokksstjórn- arfundi Alþýðuflokksins um síðustu helgi reyndi hann að fá samþykkta tillögu um stuðning við hvalveiðar sem hefði verið áfall fyrir Árna. Nið- urstaðan varð sú að tiUagan var milduð en í henni má þó sjá ákvæði sem telja má sigur fyrir Eið eins og: y... rannsóknir á lífríki sjávar við Island era á forræði íslendinga sjálfra í samræmi við alþjóölegar samþykktir." Yfirlýsingin tekur aðallega á af- skiptum Bandaríkjamanna sem vom þá aðalmáUð. Var þar að sjálfsögðu lýst yflr stuðningi við viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar. Aðrir í flokknum hafa ekki eins ákveðið lýst hug sínum en Sighvatur Björgvinsson hefur þó í umræðu um frumvarp Hreggviðs og Aðalheiðar sagst styðja sjávarútvegsráðherra í máUnu. Um leið sagðist hann vera aifarið á móti frumvarpinu. Jónarnir og Jóhanna munu heldur vera fylgj- andi veiðum en það er þó engin frá- gangssök fyrir þau þó að þær verði lagðar til hUðar um tíma. Þau, ásamt Kjartani Jóhannssyni og Karli Stein- ari Guðnasyni, munu því fylgja þeirri stefnu að bíða og sjá til. Hvalskurðarmenn í Sjálfstæðisflokknum Sjálfstæðisflokkurinn er kloflnn í þessu máU sem og mörgum öðrum. Innan flokksins eru menn sem setja máUð upp sem sjálfstæðismál og segja að ekki komi til greina að hætta vísindaveiðunum. HaUdór Blöndal mun vera einna harðastur í því að fylgja áfram hvalveiðum, enda gam- aU hvalskurðarmaður. Þá hefur Matthías Bjarnason tekið þátt í um- ræðunni og sagst fylgja veiðum. Hann sagðist telja að málið snerist um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar. Á hinn bóginn eru menn eins og Guðmundur H. Garðarsson sem telja að vernda verði hagsmuni fisk- vinnslunnar með því að hætta veið- unum tU að stefna ekki mörkuðum okkar erlendis í hættu. Stærstur hluti sjálfstæðismanna fylgir hins vegar þeirri stefnu aö bíða og sjá tU. Með öðmm orðum: Þaö verði aö meta stöðuna eftir þróun mála á næstu vikum. Kvennaiistinn samhljóma Þingkonur KvennaUstans munu vera nokkum veginn sammála í því að vera gegn hvalveiðum. Kristin HaUdórsdóttir hefur þegar komið í pontu og sagt að hún teldi rétt að hætta veiöunum. Það er helst að aðra skoöun megi finna hjá Kristínu Ein- arsdóttur sem er helsti málsvari KvennaUstans í umhverflsmálum. Hún er sem kunnugt er líffræðingur aö mennt og hefur UtUlega tengst skipulagi vísindaveiðanna. Framsóknarmenn aö baki Halldóri Framsóknarmenn þyrpast að baki HaUdóri Ásgrímssyni í þessu máh og styðja veiðarnar. HaUdór sjáfur þreytist ekki á að útskýra að hann hafl verið á móti áframhaldandi veið- um þegar Alþingi greiddi atkvæði um þær á sínum tíma. Yflrlýsingar Steingríms Her- mannssonar fyrir stuttu, um það að vel gæti komiö til greina að stöðva veiðar í einhvem tíma, orsökuðu aö sjálfsögði titring innan ríkissljómar og Framsóknar. Steingrímur hefur lægt þær öldur en eigi að síður má lesa út úr þessum viöbrögðum Stein- Fréttaljós Sigurður M. Jónsson gríms aö hann er líklegur tU að hafa frumkvæði að stefnubreytingu, enda hefur ríkisstjómin ekki tekið neina bindandi ákvörðun að undanförnu, Alþýðubandalagið er á móti Það virðist ríkja nokkurn veginn full samstaða innan Alþýðubanda- lagsins í þessu máU en þar fer Guð- rún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, fremst í flokki. Hún hefur lengi verið harður andstæðingur hvalveiðanna og jafnvel haft fyrir því að vera með mótmælastööu á hvala- ráðstefnum Halldórs. Sérfræðingur Alþýðubandalagsins í umhverfismálum, Hjörleifur Gutt- ormsson, hefur gagnrýnt meðferð hvalamálsins hjá stjómvöldum og tekið undir með Gurúnu Helgadótt- ur. Margrét Frímannsdóttir er and- snúin hvalveiðum en ráöherrar flokksins hafa ekki úttalaö sig svo mjög í málinu en ljóst er að þeim þykir ekki tiltökumál þó vísindaveið- unum yrði frestað. Stefán Valgeirsson hjá Samtökum um jafnrétti og félagshyggjú er hlynntur veiðum og hefur sagt að ófært sé fyrir okkur íslendinga að láta beygja okkur í þessu máli. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.