Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 5 Fréttir Hársnyrting: Verðmunur mestur 327 prósent Gífurlegur verömunur er á þjón- ustu hárgreiðslu- og rakarastofa samkvæmt könnun Verðlagsstofn- unar. Munurinn er mestur 327% á hárþvotti en þvotturinn kostar frá 100 krónum upp í 427 krónur. Herraklipping með léttum blæstri kostar frá 650 krónum upp í 1.563 krónur. Munurinn er hér 136%. Munurinn er enn meiri á dömuklipp- ingu með blæstri en þar munar 179% á hæsta og lægsta verði. Fyrir venjulega herraklippingu án blásturs og annarra aukaaðgerða greiða menn á bihnu 650-1.095 krón- ur. Hér er munurinn aðeins 69%. í könnuninni er ekki tekið tillit til gæða þjónustunnar heldur er hér eingöngu um verðsamanburð að ræða. -Pá Leigubílstjóri á Hreyfli: Hann ógnaði mér með hnífi „Farþeginn var með stóran og beittan hníf. Hann ógnaöi mér með hnífnum og tók mig kverkataki. Það er greinilegt að viö getum búist við öllu hér á landi,“ sagði leigubílstjóri á Hreyfli. í fyrrinótt tók hann upp farþega við veitingastaðinn Abracadabra. Farþeginn var allundarlegur, að sögn leigubílstjórans, og greinilega undir áhrifum lyíja. Farþeginn var óákveðinn um hvert hann vildi fara. Leigubílstjórinn ók honum niður Laugaveg og upp Hverfisgötu. Þegar þeir komu aftur á Laugaveg tók far- þeginn bílstjórann kverkataki. „Mér stóð ekki á sama. Ég var ákveðinn í að botngefa bílnum og snögghemla ef hann herti takið. Ég gat talið honum hughvarf áður en til þess kom. Að lokum gat ég kallað á lögreglu sem handtók manninn,“ sagði leigubílstjórinn. -sme Kynfræðingur með Hugsjón Kvikmyndafyrirtækið Hugsjón .er nú aö undirbúa gerö fimm fræðslu- mynda um kynlíf. Fyrirtækið hefur fengið til liðs við sig bandarískan kynfræðing, Mark Schoen að nafni. Hann hefur sérhæft sig í gerð fræðslumynda af þessu tagi og hefur dvalið hér undanfarna daga Hug- sjónarmönnum til halds og trausts. Að sögn Sonju B. Jónsdóttur stend- ur til að reyna aö koma fræðslu- myndunum inn í heilbrigðis-og skólakerfið. Standa yfir viðræður við heilbrigðisyfirvöld í því skyni. Myndirnar íjalla um öruggara kyn- líf, unglinga, fatlaða, eldra fólk og hvemig á aö gera gott kynlíf betra. Sagði Sonja að þær ættu allar erindi inn á heimili landsmanna. Því stæðu yfir viðræður við bókaforlögin um að selja þær i bókaklúbbun. Væri áætlað útsöluverð um 2000 krónur. Starfsmenn Hpgsjónar eru nú að vinna að gerð handritanna. Mynd- irnar munu samanstanda af leiknum atriðum og grafik. Að sögn Sonju er áætlað að sú fyrsta komi á markað í mars, og hinar fljótlega þar á eftir. -JSS Ótrúlega litlar spólur 9,4 cm á breidd og 6cm á hæð Fáanlegar 30 min., 60 min., 120 min. og 180 min. Sex sinnum Zoom linsa. Sjálfvirkur og handvirkur fókus. CCD myndrásir. Þriggja tíma upptökuspólur. Innbyggður hljóðnemi. Tengi fyrir aukahljóðnema. Ljósnæmi 12 lux. Heyrnartólstengi. Sjálfvirk og handvirk hvituviðmiöun. Stafrænt (digital) minni til texta og myndinnsetninga. Hreinar myndklippingar. Hrein myndinnselning. VERÐ 76.850 STGR. JAPISS • BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■ Video-8 videomyndavélakerfið frá Sony fer nú sigurför um heiminn og fjölgar þeim stöðugt framleið- endunum sem veðja á video-8 sem framtiðarmyndavélakerfið, enda skiptir ekki máli hvaða mynd- bandstæki eða sjónvarpstæki þú átt, video-8 passar TÍMfl- 0G TITLAINNSETNING. Hægt er á ein/aldan hátt að setja irin á upptöku daginn, mánuðinn, árið, klukkutimann og minúturnar (t.d. 21.08.88/19:30:00). Eftir að einu sinni er búið að stilla inn dagsetningu og tima er hvenær sem er hægt að kalla upplýs- ingarnar fram aftur því klukkan gengur þótt slökkt sé á vélinni. Einnig er hægt að setja titil inn á mynd, t.d. Sigga 5 ára eða Jólin 1988 og geyma tvo tit/a i minni. Þá er hægt að velja um átta liti i letrið. PflSSflR VIÐ ÖLL TÆKI. Þar sem myndavélin er lika afspilunartæki er hægt að tengja hana við öll sjónvarpstæki og sýna beint af vélinni eða tengja við heimilismyndbandið og ,,klippa", þ.e.a.s. færa á milli þau atriði sem þið viljið varðveita af upptökunni eða búa til eintök til að senda vinum og vandamönnum. INNBYGGÐUR SKJÁR. SJÁLFVIRKUR FÓKUS. Allt sem er tekið upp sést jafnóðum í innbyggðum skjá þannig að það fer aldrei á milli mála hvað er verið að gera. Þá er skjárinn líka notaður í afspilun og skiptir þá ekki máli hvort þú ert uppi á Vatnajökli, í miðri Sahara eða bara niðri við Tjörn. Þú getur hvenær sem er skoðað upptökurnar á staðnum. Einnig gefur innbyggði skjárinn upplýsingar um allar gjörðir vélarinnar ásamt upplýsingum um birtu, rakastig, ástand rafhlöðu og svo tramvegis. Er myndin i fókus eða ekki? Á Sony CCD-F330 þurfum við ekki að hata áhyggjur af svoleiðis hlutum eða þá birtu- og hvitustillingu því hægt er að hafa allar stillingar sjálf- i f'/ir ó i i jm nA nllt f'ó SONY VIDEO-8 NÝ TÆKNI FYRIR OANSSKOiI ASTVAiOSSON AR ALÞJÖÐADANSDAGURINN SUNNUDAGINN 6. NÓVEMBER Við erum með opið hús í dansskólanum, Brautar- holti 4 og Drafnarfelli 4, kl. 13-18. ÓKEYPIS AÐ- GANGUR. Danssýningar á klukkutímafresti, almennur dans og fl. Verksmiðjan Vífilfell kynnir Coca Cola (frítt kók fyrir alla krakka). Kennarar Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.