Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 12
pr ; - . - 12 .aaei nanMHVöM .b auoAflHAouAJ - LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Uppáhaldsmatur DV Það er von að Sigurður sé ánægður á svip þvi að konan hans, Sigriður Héðinsdóttir, á afmæli í dag. DV-mynd GVA Skotfastur pastaréttur aðhætti Sigga Sveins Sigurður Sveinsson, landsliðsmað- ur í handbolta, er mikill áhugamaður um mat og góður kokkur. Hann gefur lesendum hér uppskrift að skinkup- astarétti sem lítur mjög vel út. Siggi Sveins hefur nýverið gengið til hðs við Valsmenn og er auk þess nýbyrj- aður á auglýsingadeild Stöðvar 2. Nóg er að gera hjá stráksa þessa dag- ana en hann gaf sér þó tíma til að setja saman uppskrift fyrir okkur. Pastaréttir hafa náð miklum vin- sældum hér á landi með svokölluðu Ítalíuæði sem mikið var rætt um í vor. Hér kemur skotfastur réttur fyr- ir hina mörgu aðdáendur. Skinkupasta 200 g grænar bandnúðlur 300 g skinka eða tvö bréf skinku- strimlar 1/4 1 (peli) rjómi 200 g rifinn ostur 2 púrrulaukar 2 tsk. múskat Núðlurnar eru soðnar í saltvatni í fimm mínútur. Skinkan og púrru- laukurinn skorin smátt og steikt á pönnu. Rjóminn settur í pott. Sósu- jafnara hrært saman með. Suðan er látin koma upp. Þá er múskati og rifnum osti bætt úti. Þegar osturinn er bráönaður er sósan tilbúin. Núðlurnar eru settar í ofnfast mót, skinkunni og lauknum dreift yfir. Síðan er sósunni hellt yfir allt sam- an. Rifnum osti stráð yhr og mótinu stungið í ofn sem er búið aö hita í 250°. Rétturinn er tilbúinn þegar ostur- inn er bráðnaður. Með honum er boriö fram heitt grillbrauð (smá- brauð) sem smurt er með smjöri og hvítlaukssalti stráð yfir. -ELA Sérlega öflug, næm og góð útvarpstæki í þremur litum með FM - LW - MW og stuttbylgju - tæki sem ekki bregðast í vinnunni, ferða- laginu, eldhúsinu, eða hvar sem er. Þýsk völundarsmíð. Verð aðeins 3.568.- Umboðsmenn um land allt. SVART 02,1 - 90,1 - 92,4 - 93,5 lílúer útvarp I tísku RAUTT SJONVARPSMIÐSTOÐIN HF. NÚ Á TVEIM STÖÐUM - SÍÐUMÚLA 2, SÍMI 68 90 90, OG LAUGAVEGI 80, SÍMI 62 19 90.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.