Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 13 Sælkerinn Ostrur Fjölmargir íslendingar skreppa nú í helgarferöir til útlanda. Eitt af því sem gerir helgarferðimar svo skemmtilegar er aö geta borðað góð- an mat fyrir sanngjamt verð og kynnst matarhefðum annarra þjóða. íslendingar borða líklegast lítið af fiski á ferðum sínum erlendis enda mikið af góðum fiski hérlendis. En hafið þiö bragðað ostrur? Margir telja að ostrur séu eitt af því besta sem hægt er að fá. Þrátt fyrir tölu- vert úrval af fiski og skelfiski hér á landi em ekki ostmr hér við land - hafið er of kalt. Umsjón Sigmar B. Hauksson Ostrur hafa menn borðað frá því á steinöld. Hinir fomu Rómverjar ræktuðu ostrur og enn í dag er ostm- eldi arðvænleg atvinnugrein. Yfir- leitt em ostrumar borðaðar beint úr skelinni. Þær em bestar til átu á tímabiiinu september til apríl eða á því tímabili þegar bókstafurinn r er í nafni mánaðarins. Frakkar eru sennilega mestu ostruneytendur í heimi. Þeir snæða 55.000 tonn á ári. Af ostrunum er mikið sjávarbragð. Franska skáldið Guy de Maupassant lýsir þeim sem „söltu konfekti“. Þá var tabð að ostrur hefðu mjög góö áhrif á kynhvötina og er það kannski ein ástæðan fyrir vinsældum þeirra á meðal eldri herra. Eins og áður sagði eru ostrur yfirleitt borðaðar ferskar, beint úr skelinni. Sumir úða þó sítrónusafa yfir þær. Yfirleitt drekka menn þurrt hvítvín með ostr- um eða þá dökkan bjór, t.d. Guin- ness. Þau vín, sem passa best með þeim, eru t.d. Sancerre og Muscadet. Svo em það þeir sem helst vilja drekka kampavín með ostrunum. Snjall sælkeri fann upp sérstakan ostrumjöð. Þessi drykkur kaiiast Black Velvet og er blanda af kampa- víni og Guinness bjór og auðvitað er hann mjög góður með ostrum. Já, hvernig væri nú að bragða á nokkr- um ostrum í næstu helgarferð? Ostrur þykja mikið lostæti. Hver Frakki borðar t.d. 1 kg af ostrum á ári. Hvaðerumaðvera - íslendingar drekka minna? Já, það mátti lesa í blöðunum fyrir nokkmm dögum að íslendingar drykkju minna áfengi en áður. Eflaust er um almennan samdrátt í þjóðfélaginu að ræða og fjárhagserf- iðleika. Ef betur er að gáð er þessi skýring þó ekki nægjanleg. Lítið hef- ur dregið úr annarri neyslu.'svo sem ferðalögum, og þá fjölgar vínveit- ingastöðum og áfengisútsölum. Sennilega hefur sjaldan eða aldrei verið eins auðvelt að kaupa áfengi hér á landi og nú. Ólíklegt er að heimabruggun hafi aukist nokkuö að ráði að undanförnu. Hvernig stendur þá á þessum breytingum í neyslumynstrinu? Auðvitað hefur samdrátturinn í þjóðfélaginu sitt að segja en líklegast hefur áfengisneysla íslendinga orðið siðaðri en hún hefur verið frá upphafi. Fólk neytir nú helst áfengis með mat og drekkur minna í einu. Hin ýmsu höft, sem voru ríkjandi hér á landi, Íiöfðu hreint og beint hvetjandi áhrif á áfengisneysluna. Þróunin í áfengis- málum íslendinga er því jákvæð og má þakka það ferðalögum íslendinga til útlanda, opinskárri umftöllun um áfengismál og betri þjónustu ÁTVR og veitingamanna við neytendur. Hvítlauksneysla íslendinga hefur stóraukist að undanförnu. Hvítlauk- ur, eða „alhum sativum“ eins og hann heitir á latínu, er bæði hollur og góður. Hvítlauk hefur mannkynið notað í þúsundir ára. Upphaflega mun hann hafa komið frá sléttum Síberíu þar sem hann vex villtur. Sumir vísindamenn halda því fram að það sé ekki jógúrtin sem geri það að kósakkarnir verði svo gamhr heldur hvítlaukurinn. Asíubúar fóru snemma að rækta hvítlauk og þaðan barst hann th Egyptalands. Þar varð hann heilagur og hefur hann fundist í gröfum frá því 3000 árum fyrir Krist. Þrælarnir, sem byggðu pýramídana, átu einhver ósköp af hvítlauk sem bæði þótti góð- ur og svo varði hann þá fyrir sjúk- dómum. Sagt er að fyrsta verkfalhð í sögunni hafi brotist út vegna þess að við byggingu eins pýramídans hafi hvítlaukurinn klárast. Grikkir kölluðu hvítlaukinn lyktarrósina. Þar var það alþýðan sem fyrst og fremnst snæddi hvítlauk. Hann þótti þó frábært lyf og hinn frægi Hippokr- ates taldi að hann væri gott magalyf. í hinni frægu bók gyðinga, Talmud, segir svo um hvítlaukinn: Hann er mettandi, veitir líkamanum yl, lífgar upp á andlitsdrættina, drepur sníkjudýr í líkamanum, útrýmir öf- und og gerir manninn hæfari til að elska náunga sinn. Á miðöldum var hvítlaukurinn mjög vinsæll í Evrópu. Árið 1633 kom út í Englandi bókin The Use of Garhc eftir John Parkinson. í bókinni stendur meðal annars þetta: „Það er sannað að þetta meðal fátæka mannsins, en svo var hvítlaukurinn kallaður í mörgum löndum, læknar nær aha sjúkdóma." Nú er sannað að hvítlaukurinn er mjög hohur og er hann sem kunnugt er mikið notaður í matargerð. Hvít- laukur passar sérlega vel með lambakjöti. Hér kemur aö lokum uppskrift að góðum lambakjötsrétti. í hann þarf: 1 stk. lambalæri, um það bil 2 kg 6 hvítlauksrif, skorin í þunna strimla 1 dl heitt vatn 750 g flysjaðar kartöflur, skornar í geira salt og pipar safi úr einni sítrónu Stingið hvítlauksstrimlunum í kjötið. Nuddið salti og pipar í það. Leggið lærið í eldfast fat og raöið kartöflunum í kring. Hellið sítrónu- safanum yfir og vatninu. Kjötið er svo steikt í 175 gráða heitum ofni í einn og hálfan th tvo tíma. Þessi rétt- ur heitir „lambalæri á la Greka" og er einfaldur en góður. Hvítlaukur - allra meina bót Þrekhjól í miklu úrvali, verð frá kr. 9.480,- stgr. Æfingabekkir og lóð • Æfingabekkir, verð frá kr. 5.680,- • Lóðasett, 50 kg, verð frá kr. 5.247,- FJÖLNOTATÆKI -16 ÆFINGAR 0 Handlóð, 0,5 kg, 1,5 kg, 3 kg og 5 Róður, bekkpressa, armréttur, armbeygjur, kg, einnig 8 kg og 10,4 kg raðsett hnébevoiur o f|- Verð frá kr. 16.578 stgr. 0 Fót- + handlóð, 1,2 kg og 2,3 kg n Armúla 40 Sími 35320 l/érslunin Heimsþekkt “55 æfingatæki póstkröfu - kreditkortaþjónusta Æfingastoðvar margar verð frá kr. 20.615 stgr. Fit for ufe Sendum æfingu komau þér Gættu heilsunnar Landsins mesta úrval æfingatækja V-þýsk gæðatæki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.