Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 16
16 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. _______________Ólína um Bryndísi:___ Bak við myndina á skjánum leynist allt önnur persóna Síðan lágu leiðir þeirra lítið saman þangað til í fyrravetur að Ólína var ritstjóri Heimsmyndar í nokkra mánuði. Hún tók þá viötal við Bryn- dísi. „Þá rann það upp fyrir mér að hennar margbrotnu sögu yrðu aldrei gerð tæmandi skil í tiu síðna tíma- ritsgrein. Ólafur Ragnarsson útgef- andi hafði geinilega hugsað það sama þegar hann las viðtaliö. Ög þegar hann færði það í tal við mig síðar að skrifa heila bók um Bryndísi tók ég því fagnandi. Við ákváðum að láta Olína Þorvarðardóttir: I lifi þeirra Bryndísar er margt sameiginlegt. DV-mynd GVA Barn efnaðra foreldra, fjórtán ára komin upp á svið Þjóðleikhússins sem sólódansari, nítján ára valin fulltrúi íslands í fegurðarsamkeppni, seinna dáð sjónvarpsstjama og loks ráðherrafrú. Þetta er hin opinbera mynd af Bryndísi Schram. Hefur hún ekki fyrirhafnarlaust fengið of mikið í sinn hlut, hefur líf hennar ekki ver- ið of auövelt? Of sjálfgefið til að vera forvitnilegt fyrir venjulegar konur? Sú er ekki skoðun Ólínu Þorvarð- ardóttur sjónvarpsfréttamanns sem skrifað hefur viðtalsbók við hana. Sú bók kemur bráðlega út hjá Vöku- Helgafelli. „Mér fannst að bak við flóðljósa- gönguna væri önnur ganga ekki eins einfóld. Bryndís er fógur og hæfi- leikarík kona - en einmitt það hefur á vissan hátt verið henni fjötur um fót. Fegurð og hæfileikar í fari einnar konu geta unniö hvort gegn öðru. Þannig hefur útlit Bryndísar og kyn- þokki að mörgu leyti orðiö hennar Akkillesarhæll." í fangelsi eigin fegurðar „Sem kona hefur hún mátt berjast við staðlaða ímynd sem erfitt er að brjótast út úr. Hún hefur vakið bæði aðdáun og öfund. Mér fannst ég fljótt skynja sterkt að þrátt fyrir alla vel- gengni Bryndísar á ytra borði þá hefði líf hennar kannske runnið eftir einhveijum öðrum farvegi en hún sjálf hefði kosið,“ sagði Olína Þor- varðardóttir þegar DV spurði hana hver hefði verið kveikjan að bók hennar um Bryndísi Schram. Bryndís og Ólína kynntust árið 1975 í Menntaskólanum á ísafirði. Bryndís var skólameistari og kenn- ari en Ólína nemandi. til skarar skríða og fengum Bryndísi til að samþykkja hugmyndina,“ segir Ólína. Ung móðir í uppreisn „Sem unglingur og framan af full- orðinsárum átti Bryndís erfiða daga. Sama árið og hún varð fegurðar- drottning varð hún ófrísk. Barns- faðirinn var ári yngri en hún, aðeins átján ára, og þau voru hvorki gift né trúlofuð. Ekki bætti úr skák að DV-mynd GVA vinstriskoðanir hans stönguðust ilii- lega á við viðhorf ættarinnar. Jón Baldvin svaraði ekki fullkomlega væntingunum í foreldrahúsum barnsmóður sinnar í Sörlaskjólinu," segir Óhna. Olína var sjálf aðeins 17 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, hka ógift. Hún og Bryndís eiga sín fjögur börnin hvor. Það er ótrúlegt hvað sumar konur, sem hafa eignast börn mjög ungar, verða óhemju duglegar. Eru þær að bæta sér eitthvað upp? „Kannski fær maður einhvers kon- ar taugaáfall. Mér fannst eins og ör- lögin væru að ráðskast með mig og ég yrði aö sigrast á þeim. Eins og ég væri illþyrmilega minnt á að ég hefði ekki endalausan frest til ráðstöfun- ar.“ Eftir tólf tíma vakt í Sjónvarpinu Bókin er byggð á ýmsum heimild- um, blaðaúrklippum og bréfum mihi Bryndísar og Jóns en þó mest á sam- tölum Ólínu ogBryndísar. „Við erum ekki svo ólíkar þegar allt kemur til ahs; báðar skapmiklar og viðkvæm- ar,“ segir Óhna. Báðar hafa hka mjög mikið að gera. Nýafstaðin stjórnarkreppa jók ann- ríkið heima hjá Bryndísi og í Sjón- varpinu hjá Ólínu. Hún stendur tólf tíma vaktir sem lýkur með fréttaút- sendingunni klukkan átta. Þegar hún kemur heim sest hún við skrift- ir, upprifin af spennu dagsins eins og leikari eftir sýningu. „Það er rétt að ég skrifa oft fram á nótt,“ segir Ólína. „Ég gæti þó alls ekki hafa gert þetta nema af því að mér hefur þótt svo gaman að vinna að þessu verkefni og mér finnst ég hafa lært margt af Bryndísi. Ótal margir þekkja nafn hennar og andht en á skjánum birtist aðeins efsti hluti ísjakans. Undir niðri leyn- ist aht önnur persóna. Ég dáist aö því hvað hún er hreinskiptin og opin- ská. En svo er það stóra spurningin hvemig mér hefur tekist að vinna úr efninu," segir Óhna að lokum, svohtið hikandi því þetta er hennar fyrsta en varla síðasta bók. -ihh ____________Sex jólabækur um kjamakonur__ Forsetar, ráðherrarogbæjarstjórar Konur eru veikara kynið, hversu oft hefur það ekki verið sagt? Ja, hver sem ennþá dragnast með gamla fordóma neyðist til aö skipta um skoðun þegar hann hefur lesið þær sex ævisögur eða lýsingar kvenna sem nú eru að koma út. Ein greinir frá starfi og persónu- leika Vigdísar Finnbogadóttur for- seta, önnur er byggð á bréfum Bríet- ar Bjarnhéðinsdóttur, mestu kven- réttindakonu sem ísland hefur alið, þriðja er viðtalsbók við Huldu Finn- bogadóttur, fyrsta kvenbæjarstjóra landsins, íjórða er lokabindi sjálfs- ævisögu Huldu Stefánsdóttur skóla- stjóra, fimmta er viðtalsbók við sjón- varpsstjömuna Bryndísi Schram og loks kemur í íslenskri þýðingu sjálfs- ævisaga Goldu Meir, fyrrum forsæt- isráðherra í ísrael. Pólitisk réttindi Bókin um Vigdísi er eins og fram hefur komið rituö af Steinunni Sig- Hulda Stefánsdóttir: myndarlegasta sjálfsævisaga konu. urðardóttur, skáldi og blaðamanni. í henni verða margar myndir, m.a. eftir Gunnar V. Andrésson, ljós- myndara á DV. Meginefnið er þó texti Steinunnar. Bókin heitir Ein á forsetavaktinni og er gefin út af Iö- unni í samvinnu við franska aðila sem þáttur í bókaröð um merka sam- tíðarmenn víða um veröldina. Bréf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur eru Hulda Jakobsdóttir: fyrsti kven- bæjarstjórinn. valin af sonardóttur hennar, Bríeti Héöinsdóttir leikara, sem jafnframt ritar aðfaraorð og eftirmála. Útgef- andi er Svart á hvítu. Æviminningar Huldu Jakobsdótt- ur eru skráðar af Gylfa Gröndal fyr- ir AB. Gylfi er þaulreyndur í brans- anum, samanber bækur hans um Ástu málara, Helgu Níelsdóttur ljós- móður og verkalýðshetjuna Jóhönnu Egilsdóttur. Bókin um Huldu heitir Við byggðum nýjan bæ og snýst að - konur geta allt Vigdís Finnbogadóttir: fyrsta konan í embætti forseta íslands. mestu um uppbyggingu Kópavogs. Hulda og maður hennar, Finnbogi Rútur Valdimarsson, voru meðal frumbyggja í Kópavogi. Þau höíðu á kreppuárunum hafið þar matjurta- rækt og reist sér skúr til sumardval- ar. Sá.skúr varð eldhús í nýju húsi þeirra. Þetta eldhús varð fyrsta bæj- arskrifstofa Kópavogs. Því árið 1957 varð Hulda, sem fyrr segir, fyrsti kvenbæjarstjóri landsins. Það vant- aði allt, vatnsleiðslur, rafmagn, vegi, verslanir, og í bókinni segir frá þátt- töku Huldu og Finnboga í uppbygg- ingunni Myndarlegar sjálfsævisögur Hulda Stefánsdóttir, fyrrum skóla- stjóri, var komin hátt í nírætt þegar hún fór að skrifa niður það sem hún mundi frá hðnum árum. Á skömm- um tíma hafa komið út þrjú bindi, Bernska, Æska, Húsfreyja í Húna- þingi og nú birtist hið fjórða og síð- asta, Skólastarf og efri ár. Það skipt- Golda Meir: lengi forsætisráöherra israel. ist í tvo hluta: Tveir skólar og Við gluggann minn. Skólarnir tveir eru væntanlega Kvennaskólinn á Blönduósi og Húsmæðraskólinn í Reykjavík, sem Hulda stýrði til skipt- is um árabil. En hún er fjölhæf kona og hefur komið víða við. Þannig var hún um skeið organleikari Þingeyr- arkirkju. Minningar Huldu eru skrif- aðar á mjög fagurri íslensku og hljóta aö vera myndarlegasta sjálfsævisaga íslenskrar konu til þessa. Þær koma út hjá Erni og Örlygi. Frá bókinni um Bryndísi segir nán- ar í viðtali við höfundinn, Ólínu Þor- varðardóttur, og þá er aöeins ógetið um eina bók, ævisögu Goldu Meir. Hún er þýdd af Bryndísi Víglunds- dóttur og gefin út af kvennabókafor- lagi Bjargar Einarsdóttur, Bókrúnu. (Þaðan kemur einnig fyrir jólin greinasafn um jafnréttismál eftir Helgu Siguijónsdóttur og kvenna- dagbók fyrir 1989.) Golda Meir fæddist í Rússlandi en ólst upp í Bandaríkjunum. Knúin af hugsjóninni um stofnun ísraelsríkis fór hun að vinna á samyrkjubúi þar suöur frá, og var um síðir kölluð til æðstu trúnaðarstarfa hjá þjóð sinni. Saga hennar er bæði stórmerkileg og skemmtileg aflestrar. Gylfi Gröndal: hefur skráð ævisögur merkra kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.