Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 17
LAUGARBAGUR 5. NÓVEMBBR 1988.
lf{
Bríet Bjarnhéðinsdóttir: Nútímakonur eiga henni margt að þakka.
Barðist fyrir
betra lífi kvenna
- af heitu móöurhjarta
Bókin um Bríeti Bjamhéðinsdótt-
ur er ekki ævisaga heldur er uppi-
staða hennar bréf, flest skrifuö af
henni sjálfn en einnig nokkur sem
hún fékk. Á árunum 1910-1917 var
Laufey, dóttir Bríetar, við nám í
Kaupmannahöfn og móðir hennar
skrifaði henni oft í viku, stundum
fleiri en eitt bréf á dag. Hún skrifaði
líka syni sínum, Héðni, „en karl-
menn eru nú eins og þeir eru,“ segir
Bríet dóttir hans, „fæst þeirra bréfa
hafa geymst.“ Bréfin tU Laufeyjar
eru því uppistaða bókariimar.
Við birtum hér stuttan kafla úr
einu bréfanna sem Bríet eldri skrif-
aði dóttur sinni. Um leið og það sýn-
ir ást hennar og umhyggju fyrir dótt-
urinni veitir það innsýn í viðhorf
hennar sjálfrar gagnvart tilverunni.
Það var ekki mulið undir Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur þegar hún fædd-
ist í þennan heim á Haukagili í
Vatnsdal árið 1856. Hún var barn
fátækra ógiftra vinnuhjúa.
Eina skólagangan var vetur á
kvennaskólanum á Laugalandi í
Eyjafirði. Rúmlega þrítug giftist hún
Valdimari Asmundarsyni en missti
hann árið 1902 eftir íjórtán ára far-
sæla sambúð. Þau hjónin voru bæði
ritstjórar, Valdimar fyrir tímaritinu
Fjallkonunni en Bríet fyrir Kvenna-
blaöinu sem hún stofnaði sjálf árið
1895 og hélt úti í aldarfjórðung.
Bríet var fyrsta íslenska konan sem
vogaði sér að halda opinberan fyrir-
lestur. Fjallaði hann um kjör og
stöðu kvenna. Það efni var ávallt
hennar hjartans mál. Hún stofnaði
Kvenréttindafélag íslands árið 1907
og barðist fyrir því að konur fengju
kosningarétt og kjörgengi. En henni
var ljóst aö pólitísk réttindi og jafn-
réttislög eru oft ekki annað en bók-
stafurinn einn. Sem fyrrverandi
vinnukona þekkti hún kjör alþýðu
af eigin raun og ásamt vinkonu sinni,
Jónínu Jónsdóttur, stuðlaði hún að
stofnun verkakvennafélagsins
Framsóknar, Lestrarfélags kvenna,
fyrstu atvinnumiðlun kvenna og fyr-
ir hennar atbeina var fyrsta barna-
leikvelli landsins komið á fót við
Grettisgötu í Reykjavík.
-ihh
Mótlætið gaf
mér víðsÝni
Úr bréfi Bríetar til dóttur sinnar
Reykjavík, snemma árs 1914 Fyrst Væmehjemmet, ásamt styrk
„Og svo kemur nú síðasta bréfið frá Kultusministeríinu danska. Svo
þitt i dag. Þú ert alltof mikill grufl- umsókn um Hagemanns Kollegium
ari, bamiö mitt. Og guö veit að mér og svo hugsaði eg mér að sækja um
þykir vænt um ef hann hefir hjálp- styrk handa þér frá Alþingi.
aö þér til að finna sjálfa þig og þína Allt þetta hefir þú fengið. Svo
eigin ákvöröun. mikla blessun hefir guð lagt yfir
Ákvörðun okkar allra er aö fa þessa ráðagerð og áætlun okkar.
sem mest og best út úr lífinu. Marg- Og auk þess hefir þú fengiö margt
ar óskir og þrár getum við átt í annaö: Áö ferðast og sjá þig um út
innstufylgsnumhjartanssemaldr- um heiminn sem fáir jafiifátækir
ei rætast. En þá er að gera sér gott stúdentar hafa fengiö á þínum
af því sem fyrir hendi er og gefa aldri. Auk þess góöa heilsu aö
því svo mikið efni og innihald sem mestu leyti og eiginlega hamingju
í okkar valdi stendur. Mér finnst i hvívetna. - Mér finnst allt þetta
örlögin .eða öllu heldur guð hafi svo mikil guösgjöf að eg geti aldrei
veriðsvoósegjanlegagóðurviöþig. nógsamlega þakkað hana eins og
Fyrst að gera þig eins vel úr garði vera bæri.
og þú ert ger, gefa þér svo mikla Þú talar um að eiga einkavin, þig
hæfileika í allar áttir, láta þig alast hafi fundist þig vanta það þangað
upp undir tiltölulega góðum kring- til augu þín lukust upp og guö lét
umstæöum, láta allar vonir og þig sjá skýran veg framundan þér
óskir þínar um námið heima ræt- og finna sjálfa þig. Björnsson segir:
ast. „Enhver gud sætter ene, / han selv
Og þegar okkur báðar langar til er mere nær.“
aö þú getir fariö utan og lært í Já, eg trúi þvi að margir nái aldr-
Höfn þér til meiri menningar og ei fullum þroska eða „finni sjálfa
frama og kringumstæður okkar sig“ nema þeir hafi ekki aðra en
virðast svo þröngar - þá leggjum sig sjálfa og guð aö byggja upp á.
við okkar áætlun fyrir nám þitt og Eg hefi t.d. oft í seinni tið hugsaö
námsstyrk í Kaupmannahöfn: umhvortegmundihafaorðiðbetri,
meiri eða verri manneskja ef eg
hefði átt hægari iífskjörum að
fagna. Og eg er komin að þeirri
niðurstööu að eg heföi ef tfl vill
ekki orðið jafn þroskuð. Eg hefði
líklega orðið þýðlyndari? Eg átti
svo mikiö tfl af því ef það hefði
ekki veriö bariö og nítt úr mér.
En eg heíði varla átt tfl þá mann-
úö og viðsýni sem eg þó hefi fengið
fyrir margbreytta erfiöa lifs-
reynslu sjálfrar mín. Mér hætti
áður til að dæma svo hart, geri það
ef til vill ennþá.
En hefði eg alltaf verið borin á
höndunum, veriö varinfyrir hverj-
um mótlætisvindblæ af hamingj-
unni, eða - hefði eg verið í hárri
stöðu, varin fyrir öllu aðkasti lífs-
ins utan að af góðum eiginmanni
og mætt því smiaðri og sleikjuskap
sem slíkt fólk verður oft fyrir - þá
er eg óviss um að eg hefði komist
óskemmd út úr því.
Mér finnst guö hafa farið svo dá-
samlega vel með mig. Og ykkur
bömin mín líka það sem af er. Eg
vildi óska að þið fynduð innilega
til þess og þökkuðuð það.“
Því er œtiaö aö fíytja
frœðandl og skemmti-
legar grelnar um hlnar
ýmsu llstgrelnar og gefa
mynd af þvl sem er aö
gerast á llstasvlðlnu
bœðl hér á landl og f
nágrannalöndunum.
• Þegar rikislistin kom til fólksins
• Það var mólað á íslandi fyrir tíma Kjarvals
• Þannig verða listaverk hrömun að bróð
• Nútímatónlist homreka ó íslandi
• Það sem ber hœst í tónlist og leiklist í vetur
• Upphaf nútfmaballetts
• Þórður Hall mólar lika!
Áskriftarsíminn er 32886
hoA or flaira rrvjti ir an faitt l/int ■r'
Það er fleira matur en feitt kjöt
segir máltækið og það bendir til
þessaðfyrrum hafi íslendingar
metið það meira en þeir gera í dag.
En þótt íslendingar sniðgangi
fitu í vaxandi mæli eru þeir ekki
hættir að borða kjöt. Neytenda-
síða DV fór í ellefu verslanir á
höfuðborgarsvæðinu, bæði
stórmarkaði og stórar hverfa-
verslanir, og kannaði verð á 19
tegundúm af kjöti. Allt frá fjalla-
lambi í heilum skrokkum yfir í
reykt folaldakjöt með viðkomu í
svína- og nautakjöti.
Óhætt er að segja að niðurstöð-
urnar urðu ekki alls kostar þær
sem búast hefði mátt við. Gífur-
legur verðmunur er á milli ein-
stakra verslana þegar horft er á
hverjategundfyrirsig. Munur-
inn varalltfrá tæpum 20% yfir
í meira en 100%. Þegar litið var
á heildarverð tegunda, sem
fengust alls staðar, var munurinn
um 18%. Það er því alls ekki
sama hvarsunnudagssteikin eða
hvunndagskjötfarsið er keypt.
Nánari umfjöllun á neytendasíðu
DV á mánudag.