Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Side 23
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 23 Penísillínið að verða gagnslaust Fúkalyfin, sem ollu byltingu í lækningum fyrr á þessari öld, koma nú aö æ minni notum til aö ráöa niö- urlögum sýkla. Svo viröist sem sýkl- ar með hæfileika til að breyta eiföa- efnum sínum séu aö sigra í áratuga löngu stríði viö fúkalyfin. Þetta veldur því aö læknar og lyfja- fræðingar leita ákaft að nýjum lyfj- um til aö vinna á sýkingunum sem fúkalyfin réöu auðveldlega viö áöur. Þetta á jafnvel við um svo sakleysis- lega sjúkdóma sem bólgur í eyrum. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að mótstaða sýkla, sem herja á mannslíkamann, gegn penísillíni vex hrööum skrefum. Þetta á einkum við í ríkjunum á austur- og vesturströnd- inni. Inni á meginlandinu gætir þessa síður án þess að nokkur not- hæf skýring hafi fundist á muninum. Margir sýklar hafa komið sér upp vöm gegn fúkalyfjunum og eru orðn- ir ónæmir fyrir þeim, jafnvel í stór- um skömmtum. Stööugt koma á markaöinn ný afbrigði af fúkalyfiun- um en varnir sýklanna eflast að sama skapi. Nýjar sannanir fyrir skaðsemi kólesteróls Bandarískir hjartasérfræöingar segja aö nú sé æ betur að koma í ljós hvemig kransæöasjúkdómar þróast á frumstigi. Athygli lækna hefur undanfarið einkum beinst aö kólesteróli í blóði og nú em að koma fram nákvæmar vísbending- ar um hvemig það veldur kölkun æða sem er undanfari langflestra hjartasjúkdóma. Niðurstaðan er fengin eftir til- raunir á dýmm. Sagt er aö þetta sé í fyrsta sinn sem fullnægjandi skýringar komi fram á hvemig kolesteról veldur kransæðasjúk- dómum. Sönnunum fyrir því hefur ekki verið til að dreifa þótt vitaö sé að samband er á milli kóleste- róls í blóði og kransæðasj úkdóma. Kólesterólið veldur því að óæski- leg efhi hlaöast innan á krans- æöarnar og takmarka streymi blóðs um hjartað. Menn finna fyrst fyrir þessu sem þyngslum fyrir brjósti og sting fyrir hjartanu viö áreynslu. Losni kölkunin úr æðun- um veldur það hjartaáfalli. Nýju rannsóknirnar sýna að hægt er aö koma í veg fyrir efna- breytingamar, sem valda kölkun- inni, þegar á frumstigi með lyfia- gjöf. Við tilraunirnar kom í ljós að kólesterólið verður aö nýta sér súr- efni til að geta valdið skaða. Nú er verið að gera tilraunir með lyf sem hindrar aðgang kólesterólsins að súrefninu. Lyfiö hefur verið reynt á kanín- um sem fá kransæðasjúkdóma líkt og menn. Það hafði við tilraunirnar tilætluð áhrif á kanínumar. Það heftir enn ekki verið reynt á mönn- um enda segja sérfræðingarnir að tilraunimar séu enn á frumstigi og enn allt óvíst um hvort þær bera á endanum raunhæfan árangur. Þó er viðurkennt að rannsóknir á áhrifum kólesteróls hafi tekið nýja stefnu. Egg fyrir hjartveika? Með því að ala varphænur á sér- stöku fitusnauðu fóðri hefur tekist aö lækka magn kólesteróls í eggjun- um um meira en helming. Það eru bændur í Kalifomíu sem hafa staðiö að þessari tilraun en þeir vonast til að með þessu megi mæta óskum manna um kólesterólsnauð egg. í venjulegum eggjum eru um 280 milligrömm af kólesteróli en staðfest er að egg úr hænum, sem fengu nýja fóðrið, innihalda aðeins um 125 milligrömm. í Bandaríkjunum er ekki talið ráðlegt að fullvaxinn mað- ur neyti meira en 300 milligramma af kólesteróh á dag enda þykir sann- að að mikið kólesteról í blóði valdi hjartasjúkdómum. Þrátt fyrir að tekist hafi að minnka kólesterólið í eggjunum segja hjarta- sérfræðingár að þau innihaldi engu að síður mikið af efninu og hlutfalls- lega meira en flestar aðrar fæðuteg- undir. „Þetta breytir ekki miklu fyrir fólk sem hefur mikið af kólesteróli í blóð- inu fyrir,“ er haft eftir hjartasér- fræðingunum John Kane sem starfar við háskólann í San Francisco. „Þessi egg innihalda vissulega minna af efninu en áður en það þýðir ekki aö þau innihaldi lítið af því,“ segir hann. „Nýju“ eggin eru nú seld á almenn- um markaði í Kalifomíu. Þau eru um 30% dýrari en venjuleg egg. Vísindi Hefðbundin fúkalyf eru nú að verða gagnslaus. FYRIR BAK OG HNAKKA Viðurkennt af Rafmagnseftirliti ríkisins 1 ÁRS ÁBYRGÐ Vegna sérstaks samnings við framleiðanda 'getum við nú boðið á kynningarverði nokkur hundruð hitateppi á aðeins kr. 3.900 ymm ^áður kr. 5.430,- Hitateppi hentar öllum, ungum sem öldnum. Pantið strax. Dregur úr vöðvaspennu með hita. Vinnur sérstaklega gegn verkjum í baki og hnakka og almennri þreytu. Ver úr 100% bómull sem hægt er að þvo. Tvær hitastillingar. Tengi fyrir 60/30 W. 220 volt. Stærð ca 37x55 cm. Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. S VISA ® EUROCARD Fótóhúsið - Príma - ljósmynda- og gjafavöruverslun, Bankastræti, sími 21556. r=-, CEj (JbJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.