Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 30
46 LAUGARDAGUR 5. NÓvÉmBER 1988. Hannes Hiífar sigraði glæsilega á Haustmóti TR Hannes Hlífar Stefánsson: Tvöfaldur skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, aðeins 16 ára gamall. Haustmót Taílfélags Reykjavíkur hvarf gjörsamlega í skuggann að þessu sinni fyrir öðrum og stærri skákviðburði, heimsbikarmótinu. Önnur ástæða fyrir dræmum frétt- um af mótinu var kannski sú að mótið var ekki sérlega spennandi. Hannes Hlífar Stefánsson náði snemma forystunni í A-flokki og hafði tryggt sér sigurinn er einni umferð var ólokið. Með sigrinum varð Hannes Hlífar skákmeistari TR í annað sinn þótt hann sé aðeins 16 ára gamall. Fyrir tveimur árum náði hann þessum áfanga fyrst er hann varð í 2. sæti á eftir Björgvini Jónssyni frá Njarðvík sem tefldi sem gestur. Árangur Hannesar er sérlega glæsilegur. Hann hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum, leyfði aðeins tvö jafntefli, við Jón Garðar Viðarsson og Björgvin Jónsson, sem varð í 2. sæti með 8,5 v. Þriðji varð Sigurður Daði Sigfússon með 6,5 v„ Ásgeir Þór Árnason og Tómas Björnsson deildu fjórða sæti með 6 v„ Jón Garðar Viðarsson fékk 5,5 v„ Þröst- ur Árnason, Snorri G. Bergsson, Hrafn Loftsson og Róbert Harðar- son fengu 4,5 v„ Halldór G. Einars- son fékk 4 v. og Árni Á. Árnason rak lestina með 1,5 v. Hannes þurfti 7 vinninga á mót- inu til að halda alþjóðlegum Elo- stigum sínum, þannig að hækkun hans er umtalsverð. Kunnugir segja að síðustu mót hafl skilað Hannesi svo mörgum viðbótarstig- um að á næsta lista um áramótin megi búast við að hann veröi með á bihnu 2470-2480 stig. Þar með væri hann kominn fast á hælana á stórmeisturunum. Á síðasta skák- stigahsta hafði Hannes 2395 stig, síðan bætti hann við sig 15 stigum á opna Austfjaröamótinu, svo 25-30 stigum á Skákþingi íslands í Hafn- arborg og nú um 40 stigum fyrir sigurinn á Haustmótinu. Björgvin stóð sig einnig afar vel, enda hefði vinningatala hans í flestum tilvikum átt að nægja til sigurs. Honum fer stöðugt fram og áreiðanlega er skammt að bíða þess aö hann bætist í tölu alþjóðlegra meistara okkar. Litlu munaði reyndar á skákmóti í Englandi síðla sumars að tithlinn væri end- anlega í höfn. Sigurður Daði er ungur skák- meistari á uppleið sem er vel að þriðja sætinu kominn. Ásgeiri tókst ekki að veija titilinn frá í fyrra þrátt fyrir góða byrjun og Tómas stóð einnig vel fyrir sínu. Þeir sem neðar komu hafa ástæðu th að vera óánægðir. Þeir geta gert betur. í B-flokki urðu Erhngur Þor- steinsson og Arinbjörn Gunnars- son efstir og jafnir með 7,5 v. af 11 mögulegum. Erhngur hreppti fyrsta sætið sökum hagstæðari stigatölu. Eiríkur Björnsson varð þriðji með 7 v. Sigurður Páh Guðjónsson, Bjami Magnússon og Einar T. Óskarsson fengu 7,5 v. í C-flokki og urðu í þessari röö samkvæmt stigum. í D-flokki sigraði Ólafur B. Þórs- son með 10 vinninga af 11 möguleg- um, Hrannar Baldursson fékk 9 v. og Helgi Áss Grétarsson fékk 8 v. og þriðja sæti en hann er aðeins 11 ára gamah. Þessir þrír eru raun- ar ahir ungir að árum og munu stíga á stigaskalanum við frammi- stöðu sína. Helgi Áss sigraði einnig í unghngaflokki og vann allar skákir sínar þar, níu að tölu. í 2. sæti þar varð Ingólfur Gíslason með 8 v. en 55 keppendur tóku þátt. í A-D flokki tefldu 12 skákmenn, ahir við aha, en í E-flokki voru þátttakendur 40 og tefldu 11 um- ferðir eftir Monrad-kerfl. Þar urðu úrslit þau að 9 ára piltur, Arnar E. Gunnarsson, sigraði með 8,5 vinningum. Hann hlaut 63 Sonne- born-Berger stig en Einar Kristinn Einarsson, sem er 15 ára gamall, og hlaut jafnmarga vinninga og Arnar, hafði 61 stig. í þriðja sæti varð Olgeir Elíasson með 8 v. Þá er ógetið um Hausthraðskák- mót TR sem haldið var sunnudag- inn 23. október. Sigurvegari varð Þröstur Þórhallsson með 14,5 v. af 18 mögulegum en Snorri G. Bergs- son og Elvar Guðmundsson komu næstir með 13,5 v. Keppendur í hraðskákinni voru 60 talsins. Henti skákunum Nýkrýndum skákmeistara TR fannst greinilega lítið th sigurs síns koma og lítið í skákir sínar spunn- ið. Er DV bað hann um að velja eina af skákum sínum í þáttinn kom í ljós að hann hafði hent þeim öllum í ruslakörfuna. „Ég hef ekk- ert með þær að gera,“ sagði hann, spurður hverju þetta sætti. Hins vegar kom í ljós að skákirn- ar voru enn á sínum stað í hirslum hugans. Hannes átti ekki í erfið- leikum með að rifja upp sigra sína REYKJkVÍKURBORG Acutean Stfaáci Seljahlíð Hjallaseli 55 Sjúkraþjálfari óskast í hlutastarf frá 1. janúar 1989. Einnig gefst kostur á að vinna sjálfstætt hluta úr degi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 73633, milli kl. 10.00 og 12.00 alla virka daga. ísAcOr Kaplahrauni 12, 220 Hafnarfirði Sími 54044 VINNUFLOTBÚNINGURINN STEARNS IFS 580 Hentar öllum sjómönnum, rjú skyttum, snjósleðafólki, hestamönnum, verktökum og veitustofnunum. Tvöfalt ytra byrði á hnjám og sitjanda. Rennilásar á skálmum. Uppblásanlegur höfuðpúði. Mikið vasapláss. Hetta sem hindrar ekki sjónsvið. Þyngd aðeins 2,3 kg. Fáanlegur í stærðum frá „XS“ til „XXXL“. Viðurkenndur af Strandgæslu USA til notkunar á heimskautasvæðum. ÓL í Feneyjum: ísland tapaði naumlega fyrir Pakistan Pakistan vann nauman sigur á ís- landi á nýafstöðnu ólympíumóti í Feneyjum. Leikurinn var samt mjög fjörugur og yfir 100 impar skiptu um eigendur áður en upp var staðið. - Guðlaugur og Örn lögðu töluvert á spilin, reyndu fjórar slemmur og unnu tvær. Ein var reyndar fóm gegn töpuðu geimi sem Karl og Sæv- ar fengu að vinna á hinu borðinu. Við skulum skoða það spil betur. A/N-S ♦ D76432 ¥ 103 ♦ 1085 + 82 * K9 ¥ ÁDG7652 '♦ KD32 * - ♦ G V K98 4 QR4 + DG10653 ♦ Á1085 ¥ 4 ♦ ÁG7 + ÁK974 í lokaða salnum sátu n-s Sævar Þorbjömsson og Karl Sigurhjartar- son en a-v Rashid U1 Ghazi og Abdur Rahman Allana. Sagnir gengur þannig: Bridge ísak Sigurðsson Austur Suður Vestur Norður 3 L pass 4 H pass pass dobl pass 4 S pass pass pass Austur spilaði út laufadrottningu og vestur trompaði kónginn. Hann tók síðan hjartaás og spilaöi meira hjarta. Það var síðan auðvelt verk fyrir Sævar að taka einu sinni tromp og gefa einn slag á tígul. Það var fljót- fæmi hjá vestri að spha ekki undan hjartaás, því það er eini raunhæfi möguleikinn á að hnekkja spihnu. Það er hins vegar óskhjanlegt hvers vegna austur segir ekki fimm hjörtu við fjórum spöðum en þau standa á borðinu eins og spihð hggur. Fjórir spaðar unnir og 620 th ís- lands. Við hitt borðið sátu n-s Nisar Ah- med og Nisat Abidi en a-v Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Arnþórsson. Nú gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass 1 L 4 H pass pass dobl pass 4 S 5 H pass pass 5 S pass pass 6 H dobl pass pass pass Guðlaugur slapp einn niður og ís- landi græddi 11 impa á spilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.