Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 47 Skák Jón L. Árnason er eftir því var gengiö. Lítum á skák sem sögð var dæmigerð fyrir léttleikandi og örugga taflmennsku hans á mótinu. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Sigurður Daði Sigfússon Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6+ exf6 Þetta afbrigði nýtur fremur lítilla vinsælda nú á dögum. Svartur drepur frá miðborðinu og gefur hvitum peðameirihluta á drottn- ingarvæng og miðborði. Mögulegt er 5. - gxfö en traustara þó í fjórða leik 4. - Bf5, eða 4. - Rd7 en það er annar handleggur. 6. Bc4 De7 +! Svíinn Ulf Andersson hafði þetta í vopnabúrinu til skamms tíma. Endatöfl eru hagstæð fyrir hvítan vegna peðastöðunnar en svartur hyggst laga stöðu sína fyrst. 7. De2 Be6 8. Bxe6 Hér er 8. Bb3!? beittari leikmáti. 8. - fxe6? Eftir þetta lendir svartur í erfið- leikum. Betra er 8. - Dxe6 og nú t.d. 9. Bf4 Ra6 10. 0-0-0 0-0-0 11. Dxe6+ fxe6 og svartur hefur náð að laga peðastööu sína og má vel við una. Þannig tefldist m.a. skákin Peters - Andersson frá 1978. 9. Rf3 Ra6 10. 0-0 Dd7 11. c4 0-0-0 12. Hel Rc7 13. Be3 Kb8 14. Habl! Áætlun hvíts er einföld: Peðabyl- ur á drottningarvæng, opna línur og freista þess að ná mátsókn. Svartur reynir að svara í sömu mynt en sókn hans er byggð á veik- ari grunni og er því dæmd til að mistakast. Hvítur á meira rými og sterkari miðborðsstöðu, menn hans standa betur og kóngsstaðan er traustari. 14. - g5 15. b4 h5 16. a4 g4 17. Rh4 Bh6 18. b5 Bxe3 19. fxe3 Þar með dofnar þrýstingur hvíts niður á e6 en miðborðið styrkist og f-línan gæti orðið nytsamleg. 19. - Hhg8 20. Hb2 Ka8 21. Hebl Hb8 22. D£2 De7 23. g3 c5 24. Df4 cxd4 25. exd4 Hd8 26. b6 Ra6 27. bxa7 Kxa7 28. Hb6 e5 * i m i 4 i A && tiíi A A a £i ABCDEFGH 29. De3! Ka8 Ekki 29. - Hxd4 vegna 30. Rf5 með riddaragaffli. Svartur álítur skyn- samlegast að víkja kóngnum úr skotlínu drottningarinnar. 30. De4 Ka7 31. Rf5 Dc7 32. c5 Hd7 33. Rd6! Nú er ekki hægt að valda b-peðið með góðu móti. Svartur er glatað- ur. 33. - Rxc5 34. Rb5+ Kxb6 35. Rxc7+ Kxc7 36. dxc5 Og svartur gafst upp. , Haustmót SA Haustmót Skákfélags Akureyrar er heldur seinna á •'ferðinni en haustmótin fyrir sunnan. Það hefst' nk. sunnúdag, 6. nóvember, kl. 14. Teflt verður í tíu manna flokkum eftir styrkleika. Keppnisdagar eru sunnudagar og miðvikudags- og fóstudagskvöld. Tímamörk 2 klst. á 40 leiki og síðan hálf klukkustund til að ljúka skákinni. Keppni í telpna- og drengjaflokki og unglingaflokki hefst í dag, laug- ardag kl. 14. Teflt er í félagsheimili Skákfélags Akureyrar, við Þing- vallastræti númer 18, og þar geta menn jafnframt skráð sig til keppni. -JLÁ Bridgefélag Hafnarfjarðar Lokið er tveimur kvöldum í að- altvímenningi félagsins. Úrslit síðasta kvöld urðu þessi: A-riðill 1. Jón Sigurðsson- Jens Sigurðss. 120 2. Bjarnar fngimarsson- Þröstur Sveinsson 117 3. Jón Gíslason- Árni Hálfdánarson 114 B-riðiU 1. Árni Þorvaldsson- Sævar Magnússon 124 2. Ari Konráðsson- Kjartan Ingvarsson 122 3. Sverrir Jónsson- Ólafur Ingimundarson 117 Staða efstu manna að loknum tveimur kvöldum er því þessi: 1. Kristján Hauksson- Ingvar Ingvarsson 255 2. Árni Þorvaldsson- Sævár Magnússon 252 3. Ari Konráðsson- Kjartan Ingvarss. 238 4. Bjarnar Ingimarsson- Þröstur Sveinsson 234 5. Björn Arnarson- Guðlaugur Ellertsson 226 Næsta kvöld verður raðaö í riðla eftir stigafjölda og spilað til úrslita um verðláun í báðum riðlum. Bridgefélag Breidfirðinga Nú er lokið 6 umferðum af 17 í aðalsveitakeppni félagsins og hefur sveit Páls Valdimarssonar náð umtalsverðri forystu en baráttan er hörð milli næstu sveita. Staða efstu sveita er þannig: 1. Páll Valdimarsson 139 2. Guðmundur Kr. Sigurðssonll2 3. Hans Nielsen 110 4. Jónas Elíasson • 105 5. Albert Þorsteinsson 104 6. -7. Guðlaugur Karlsson 102 6.-7. Guðlaugur Sveinsson 102 8. Romex 100 Katarina Witt i æfingasalnum. Hún hefur nú lagt inn á nýja braut. Katarina Witt snýr sér að leiklistinni „Þegar ég gríp eitthvað í mig er ég á áttatíu dögum eftir Jules Vernes. Heine valdi sér reyndar leiklistina að stafsvettvangi þegar keppnis- ferlinum lauk. Fyrsta afrek Katar- inu Witt var að verða í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum árið 1982. Þá var hún 17 ára gömul og hreif áhorfendur með glæsileik sínum. Á þessu móti varð mönnum ljóst að ný skautadrottn- ing var að leggja heiminn að fótum sér. Og þetta var aðeins upphaflð. Árið eftir varð hún Evrópumeistari og hefur ekki látið þann titil af hendi síðan. Árið 1984 varð hún bæði ólympíumeistari og heims- meistari. Frá þeim degi hefur lítið þýtt að etja kappi við Katarinu Witt. Hún varð enn á ný heimsmeistari árið 1985 og aftur áriö 1987. Árið 1986 varð hún að sætta sig við ann- að sætið en í ár sannaði hún enn yfirburði sína með því að verða bæði ólympíu- og heimsmeistari í annað sinn á ferlinum. Aðrar skautadrottningar hafa ekki leikið það eftir. Katarina Witt er mjög dáð í heimalandi sínum, sem og í öðrum löndum þar sem íþróttir njóta hylli. Engar hömlur eru settar á ferðir hennar til annarra landa. Skauta- ballettinn, sem hún tekur nú þátt í, var frumsýndur í Vestur-Þýska- landi. Kærasti Witt heitir Ingo Politz og leikur á trommur með austur-þýsku rokkhljómsveitinni Dazu. ekki rónni fyrr en hugmyndin er orðin að veruleika," segir austur- þýska skautadrottningin Katarina Witt. Á þessum áratug hefur hún verið fremst meðal íþróttakvenna á ísnum en nú hefur hún fengið nýja hugmynd. Draumur Witt var að snúa sér að leiklist og sá draum- ur varö að veruleika í lok síöasta mánaðar þegar hún kom í fyrsta skipti fram á sviði. Hún hefur því um tíma gert hlé á keppnisferlin- um. Hún ætlar þó ekki að yfirgefa ís- inn því hún kemur nú fram í skautaballett sem hefur fengið nafnið „Holiday on ice“. Þetta er mikil skrautsýning sem byggð er á gamansögunni Umhverfis jöröina I sýningunni fer Witt með hlutverk indversku prinsessunnar Aoudu sem aðalpersónan Filias Fogg hittir fyrir á hnattferð sinni. Sextán ár á ísnum Þetta eru vissulega tímamót á ferli Katarinu Witt sem hefur tekið þátt í skautaíþróttum frá því hún var sjö ára. Þaö var árið 1972 og allar götur síðan hafa skautarnir átt hug hennar allan. Fyrir skömmu hóf hún nám í leiklist og þá þóttust menn sjá hvert hún stefndi á ferli sínum. Ferill Katarinu Witt í skauta- íþróttinni er óvenju glæsilegur og jafnast fyllilega á við afrek skauta- drottninga á borð við Sonju Heine. Kærasti Katarinu Witt, trommuleikarinn Ingo Politz.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.