Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Side 37
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 53 Ushuaia í Argentínu, á suður- strönd Eldlands (Tierra del Fuego), er syðsta borgin í vesturálfu sem hægt er að komast til meö góðu móti. Borgin stendur viö Beagle- sund sem heitir í höfuðið á skipi því er Charles Darwin sigldi þang- að til að kanna dýralíf svæðisins 1832. Þar er enn gnægð mörgæsa, sæljóna og sjaldséðra sjófugla. Á eyðilegri Navarinoeyju, hinum megin við sundið, er Chile með flotastöð í Port Williams. Suður- skautslandið er aðeins rúma ellefu hundruð kílómetra í burtu, handan klakabrynjaðs hafsins. Sem á íslensku sumri íbúar í Ushuaia eru um tuttugu og fimm þúsund og allt umhverfis hana eru Andesfjöllin þótt ekki séu þau jafnhá þar og norðar á megin- landinu. Loftslagið í þessum heimshluta er best frá nóvember og fram í mars sem er þeirra sum- ar. Þá er hitinn að jafnaði milli 15 og 20 gráður og jafnvel hærri, eins og best gerist á íslensku sumri. Sóhn sest ekki fyrr en eftir kl. 10 á kvöldin og þá getur oft snöggkóln- að. Daglegt flug er til Ushuaia frá Buenos Aires, höfuðborg Argent- Perito Moreno er stærsti jökull Argentinu, við bæinn Calafate á syðri mörkum Patagóníu. Heimsendi: hins vegar meö rútu. Flugferðin tekur hálftíma en landleiðin fjórar klukkustundir. Calafate er á mörk- um óbyggðarinnar, með hunda á götunum og hesta í görðunum. Tehús í breskum anda Margir Bretar settust aö á svölum sauðflárræktarsvæðum Patagóníu hér áður fyrr. Áhrif landnáms þeirra koma glögglega fram í bygg- ingarstíl sumra timburhúsanna og garöanna en einkum þó í tehúsun- um. Þar sem kvöldverður í Argent- ínu er ekki snæddur fyrr en milli niu og tíu á kvöldin, svona rétt eins og á Spáni, ætti heimsókn í tehús ekki aö spilla matarhstinni. Tehús- in í Calafate eru tvö, La Loma, skemmtilega skreytt hús uppi á ht- ilh hæð skammt frá miðbænum, og Maktub sem er á aöalgötunni, Avenida del Libertador. Jöklamir eru helsta ástæðan fyr- ir heimsókn til Calafate. Perito Moreno er þeirra stærstur, jafn víðáttumikih og öll Buenos Aires borg. Um miöjan dag myndar upp- gufunin frá jöklinum mikla hvíta skýjabólstra sem hanga yfir nær- hggjandi fjallatindum. Rútuferð upp að jöklinum tekur tvo og hálf- an tíma og býður upp á útsýni yfir Argentino-vatn, jökulsorfna kletta og snæviþakta tinda. Jökulhnn kemur fyrst í Ijós þegar komiö er á þann stað við vatnið sem kahaður er Brazo Rico og er ein- angraður frá meginhluta þess með ísstíflu. Á fjögurra ára fresti hækk- ar vatnsyfirborðið og hækkar þangað til það er orðið rúmlega þijátíu metrum hærra en megin- hluti stöðuvatnsins. Þá ryður inni- byrgt vatnið sér leið yfir ísspöngina og rífur aht með sér, jarðveg, björg og runna. Þessi ósköp ganga yfir á einum sólarhring. Síðast gerðist það 17. febrúar síðasthöinn. Næst ryðst jökulvatniö ekki fram fyrr en árið 1992. (Heimild: N$!) ínu. Ekki er þó víst að þaö sé fyrir aha því aðflugið að borginni er sér- lega glæfralegt yfir há fjallaskörð- in. Þangað til ný flugbraut verður tekin í notkun árið 1990 er líklega best að yfirgefa flugvéhna í Rio Grande, fimmtán þúsund manna bæ á Atlantshafsströnd Eldlands. Þaðan er 240 kílómetra leiö suður að Beaglesundi. Rio Grande stend- ur á mörkum patagónísku eyöi- merkurinnar til norðurs og túndruskóganna th suðurs. Þar er vinnsla sauöfjárafurða ein helsta atvinnugreinin, ásamt olíu- og ga- svinnslu á landi og undan strönd- inni og öðrum iðnaði sem þangað hefur flust vegna þess að eyjan er fríverslunarsvæði. Medal sæljóna og sjófugla Ökuferðin frá Rio Grande th Us- huaia tekur þrjár th fjórar klukku- stundir eftir þjóðvegi 3 og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Fagn- ano- vatn, sem er 160 khómetra langt, og Escondido-vatn inni á. mihi fjallanna. Lokasþretturinn er síðan meðal jökla, fjallalækja og þéttra furuskóga. Beaglesund er helsta aðdráttar- afhð í Ushuaia. Ferðamenn geta vahð úr tveimur skoðunarferðum á dag um sundið á yfirbyggðum seglbátum. Um morguninn er farið í tveggja og hálfrar klukkustundar siglingu um höfnina th að skoða sæljón og sjófugla. frá Suöur- skautslandinu. Á hádegi er fariö í átta tíma siglingu austur sundið að Harberton búgarðinum. Þeir sem vilja ferðast landleiðina geta fariö í skoðunarferðir í þjóð- garð Eldlands, th vatnanna Fagn- ano og Escondido og th Harberton búgarðsins. Það er elsti búgarður eyjarinnar, stofnaður 1886 af Thomas nokkrum Bridges og son- um hans. Einn af núverandi eig- endum hans er Nathalie Goodah, sjávarlíffæðingur og höfundur ítar- legs leiðsögurits um Eldland. Beaglesund heitir i höfuðið á skipi Charles Darwin sem hann sigldi fyrir suðurodda Suður-Ameríku 1832. Sundið er helsta aðdráttaraflið í smábænum Ushuaia á Eldlandi. Jöklaferðir Ushuaia hefur vaxið mikið síðan á 8. áratugnum þegar þáverandi • herstjórn Argentínu ákvað að koma á fót tollfrjálsu svæði á Eldl- andi th að örva efnahagslíf héraðs- ins. Samsetningarverksmiðjur fyr- ir rafeindatæki og annan vaming fluttu þangað frá öðrum hlutum landsins og verkamenn streymdu suður á bóginn vegna hærri launa. Vöxturinn hefur orðið svo mikill að stjómvöld hafa ekki haft bol- magn th að sjá bæjarbúum fyrir nauðsynlegri þjónustu. Margir há- launamenn í Ushuaia verða því að búa við fremur slælegan húsakost fyrir vikið. Og nú, þegar fjölbýlis- hús em loksins farin að rísa, halda landeigendur áfram að byggja bjálkakofa án vatns og rafmagns. En þaö er fleira sem gleður augað og hefur áhrif á feröamanninn en sjálfur heimsins endi. Þegar aftur er haldið í norður er vel þess virði að taka á sig krók og skoða Perito Ushuaia, lítill uppgangsbær á Eldlandi við rætur Andesfjallanna. Moreno jökul í Jöklaþjóðgarðinum. Fyrir þá heimsókn er gott að hafa viðdvöl í Rio Gahegos, eitt hundrað þúsund manna fiskveiöibæ og mið- stöð olíuvinnslu á Atlantshafs- ströndinni, Patagóníumegin Ma- gellanssundsins. Frá Rio Gahegos er hægt að fara th Calafate, pínulítils bæjar við Argentino-vatn, stærsta vatn Arg- entínu. Ferðamátinn er tvenns konar, annars vegar með gömlum Fokkerum, sem flogið er af flug- mönnum úr flugher landsins, og Ævintýri á Eldlandi - svipast um á suðurodda Argentínu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.