Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 38
54 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Ferðamál_____________________ Brasilía: Samba uppi r ■ a Sykurtoppi --------------------------------:---------------------------------------------------------------— Iguassu fossarnir i samnefndum þjóðgarði eru eitt af náttúruundrum Brasilíu, 275 saman, og fjölsóttir af ferðamönnum. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ARMULA 10—12, 105 R. SIMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Umsóknarfrestur fyrir vorönn 1989 rennur út mánu- daginn 21. nóvember. Hafið í huga að afrit prófskír- teina þurfa að fylgja umsóknum. Skrifstofa skólans er opin kl. 8-16.00 og þar eru veittar allar nánari upplýsingar. Skólameistari. Brasilía er aðeins ein borg í augum flestra útlendinga: Rio de Janeiro. Þangað fara líka flestir sem heim- sækja landið. íslendingamir, sem halda suður til Brasilíu í febrúar, eru þar engin undantekning. Dvölin hefst í Rio og þar endar hún einnig eftir ferðalag vítt og breitt um landið. Rio de Janeiro, Janúaráin. Reynd- ar heitir horgin fullu nafni Sao Se- bastiao do Rio de Janeiro. Sagan seg- ir að hinn 1. janúar 1502 hafi tveir sæfarar og landafundamenn, André Goncalves og Amerigo Vespucci, sá sem Ameríkumar era kenndar við, siglt inn á flóa nokkurn og geflð hon- um nafnið „Janúaráin“. Líklegra er þó taliö aö staðurinn hafi ekki veriö uppgötvaöur fyrr en 1504 af Goncalo nokkrum Coelho. Nafnið komst þó Sykurtoppurinn er frægasta fjallið í Rio og eins konar tákn borgarinnar. Um milljón manns fer árlega upp á topp þess til að njóta útsýnisins. ekki á landakort fyrr en um 1515. Og fyrstir til að taka sér bólfestu á þessum nýja stað voru franskir húgenottar undir forystu Nicolas Durand de Viliegaignon. Rio á sjöunda degi Gömul hrasilísk sögusögn segir aö guð hafi skapað heiminn á sex dög- um, en hinn sjöunda dag hafi hann notað til að skapa Rio de Janeiro. Rio var höfuðborg landsins fram tfl 1960 þegar nýsköpunarborgin Brasilia tók við því hlutverki. En Rio hefur alltaf verið höfuðborg skemmt- analífsins í gervallri Brasilíu, og jafnvel þótt víðar væri leitað. Þar ber aö sjálfsögðu hæst kjötkveðjuhátíð- ina, eða karnivalið. Kjötkveðjuhátíðin stendur yfir í fjóra sólarhringa áður en fjörutíu daga páskafastan byijar. Hún hefst á fóstudegi með því að borgarstjórinn afhendir konungi hátíðarinnar, Rei Momo, lyklavöldin að borginni. Frá því augnabliki er allt leyfilegt í Rio og borgarbúar og gestir þeirra skemmta sér meira og betur en á nokkmm öðrum stað á byggðu bóh. Hápunktur kjötkveöjuhátíðarinnar er síðan hópganga sömubskólanna í borginni, þar sem þátttakendur syngja og dansa fyrir áhorfendur. Sömbuskólarnir eru í heilt ár að undirbúa gönguna, semja tónhst, sauma búninga, smíða skrautvagna o.s.frv. Það er hka tfl mikfls að vinna því vegleg verðlaun eru veitt þeim skóla sem er með bestu sýninguna. Fæðingarstaður bíkinisins Kjötkveðjuhátíðin er þó ekki hið eina sem dregur ferðamanninn til Rio, enda fýsir ekki alla að taka þátt í þeim hasarleik. Borgin er ekki síður þekkt fyrir faflegar baðstrendur sín- ar. Þær era alls um 90 kílómetrar að lengd og frægastar þeirra eru Copacabana og Ipanema, líklega þekktustu baðstrendur í heimi. Um þær hafa hka verið samin mörg vin- sæl dægurlög. En Copacabana er miklu meira en fræg strönd. Þar var bíkini fundið upp á sínum tíma, og þar komst á sá siöur að drekka bjórinn beint úr tunnunni á börunum við gangstétt- arbrúnina. í Ipanema var hin svo- kallaða „tanga“-tíska kynnt um- heiminum, og á þeirri strönd var hljómsveitafárið innleitt í Rio. Það þarf ekki mikið til aö reka hljóm- sveitimar frá Ipanema út á götu tfl að spila. Ipanema einkennist af kók- ostrjám, fínlegur sandur og stórar öldur sem skella á land, og þar þykja stúlkurnar fahegastar. Jesú á fjallinu Fjallahringurinn í kringum Rio er ákaflega tflkomumikill. Þar er Syk- urtoppurinn fremstur meðal jafn- ingja, tæplega 400 metra hár, sér- kennflegur drangur og einkennis- merki borgarinnar. Fjall þetta er einn vinsælasti ferðamannastaður- inn í Rio og upp á tind þess fer um ein mflljón ferðamanna á hveiju ári tfl að dást að útsýninu yfír borgina og flóann fyrir neðan. í fyrra héldu íbúar Rio upp á 75 ára afmæli svif- brautarinnar sem flytur ferðamenn- ina á Sykurtoppinn. Leiðin upp er farin í tveimur áfóngum. Fyrsti áfanginn er íjallið Urca, þar sem unga fólkið í borginni kemur saman um helgar til að skemmta sér við tónhst og aðrar uppákomur. Og á hveiju mánudagskvöldi leikur trumbudefldin úr Beija-Flor samba- skólanum kjötkveðjuhátíðarmúsík. Á Urca fjahi eru líka haldnar bama- skemmtanir í náttúrulegu útileik- húsi sem kallað er Græna skelin. En þau eru fleiri, íjöllin sem sér- hver gestur í Rio verður „klífa“. Corcovado íjall, 710 metra hátt, er eitt þeirra, og merkilegt fyrir þær sakir aö á tindi þess er styttan fræga af Kristi með útbreiddan faðminn. Styttan er 38 metrar að hæð og henni var komið fyrir þarna yfír borginni árið 1931. Lítfl lest, sem gengur frá Cosme Velho torgi, skríður upp skógi vaxnar fjallshhðamar og ber far- þegana að fótstalh styttunnar. Og þeim fer sífeht fjölgandi sem leggja leið sína á fjallið því þaðan er útsýni gott yfír borgina. Vel á minnst-Villa Lobos Mörg dæmi um byggingarhst fyrri alda er aö fínna í miöborg Rio. Eink- um eru byggingar þessar frá 16. og 17. öld og flestar eru þær kirkjur. Kirkjumar eru látlausar að ytra út- hti, en þegar inn er komið eru þær ríkulega skreyttar. Meðal þeirra bygginga sem vert er að skoða eru Nossa Senhora do Carmo kirkjan, þjóðskjalasafnið og Santo Antonio klaustrið. Þeir sem vilja kynna sér sögu bras- flískrar menningar betur en með því að virða fyrir sér gamlar byggingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.