Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 55 Ferðamál í Rio, hafa úr miklu að moða því í borginni er fjöldinn allur af söfnum helgaður þessu viðfangsefni. Saga Rio er rakin á Sögusafni borgarinnar og í Leikhúsasafninu, hinu eina sinnar tegundar í Brasilíu, er hægt að fræðast mn leik- og sönghst, ball- ett og fleiri hstgreinar. Tveir þekktir brasihskir tónhstarmenn eiga einnig sín minningarsöfn, söngkonan Carmen Miranda og tónskáldið Villa Lobos. Svartamarkaðsbrask Kjötkveðjuhátíðin hefur orðið til þess að hróður sömbutónlistarinnar hefur horist út um ahan heim, og um leið hefur verið settur samnefnari milli h§nnar og borgarinnar. Rio hefur hins vegar lönginn verið ein helsta miðstöð dægurtónhstarinnar í Brasilíu, jafnvel áður en samban öðlaðist núverandi vinsældir á fjórða áratugnum. Afleiðingin er sú að mjög auðvelt er að finna þar góða tónlist th að hlýða á, hvort sem er á hótel- börum eða skemmtistöðum. Áhuga- menn um sömbuna ættu að bregða sér í einn sömbuskólanna og fylgjast með æfingum sem haldnar eru um hveija helgi frá því í september og fram að kjötkveðjuhátíðinni. Ferðamenn í verslunarhugleiðing- um geta gert góð kaup í ýmsum munum í Rio, þar sem verðghdi gjaldmiðils landsmanna, cruzado, hefur lækkað um 80% gagnvart Bandaríkjadal síðastliðin tvö ár. Og th að gjaideyririnn dugi sem best er algengara en hitt að útlendingar skipti aurunum sínum á svarta markaðinum, þar sem þeir fá að jafn- aði 25% fleiri cruzados en í bönkun- um. Svartamarkaðsgengið er meira að segja skráð á forsíðum flestra dag- blaðanna og viðskiptin fara fram í því sem heimamenn kalla „cases de gambio“. Narrað á Hippamarkaði Sá varningur, sem flestir ferða- menn með einhver auraráð festa kaup á, er eðalsteinar af ýmsum teg- undum, en af þeim er Brasiha auðugt land. Annaö sem ferðamaðurinn girnist eru leirmunir margs konar og annað handverk, svo og minja- gripir á borð við knattspymutreyjur, bíkini frá Ipanema og leðurvörur. Á sunnudögum eru haldnir í borg- inni tveir markaðir sem vert að skoða. Annar þeirra er svokallaður Hippamarkaður í Praca General Os- ório. Alla jafna er þessi markaður aðeins th að narra peninga út úr ferðamönnum en innan um má þó finna ýmsa skemmthega hluti. Hinn er Norðausturmarkaðurinn í Campo do Sao Cristovao í Zona Norte hverf- inu. Þar kemur hinn almenni Riobúi th að versla. Ferðamönnum er ráð- lagt að vera ekkert að klæða sig upp fyrir ferð þangað og áhs ekki veifa seölabúntunum í kringum sig. Ef þeim ráðleggingum er fylgt ætti öh- um að vera óhætt, og skemmtunin er ósvikin. Á markaði þessum er hægt að kaupa allt frá ódýrum hengi- rúmum og knipplingum og yfir í furðulegan súrsaðan mat í glerkrukkum. Gúmmíæði í Manaus Amazonfrumskógurinn þekur meira en helming ahrar Brashíu og þar er að finna þúsundir dýra- og plöntutegunda. Um fimmtungur ahs súrefnis á jörðinni á uppruna sinn á þessu svæði. Árnar á Amazonsvæðinu eru líf- æðar fólksins sem þar hýr. Þær hafa um langan aldur verið helsta sam- gönguleiðin þar sem vegalengdir mihi þorpa og bæja eru svo miklar. Gnægð fiskjar er og í ánum og þang- að hafa íbúarair sótt fæðu sína að töluverðu leyti. Heimsókn th Amazonsvæðisins er nauðsyn öllum Brasihuförum og flestir hefia hana í Manaus, höfuð- borg Amazonfylkisins. Borgin, sem stendur við bakka Negroárinnar, var gerð að fríverslunarsvæði árið 1967 th að hressa upp á efnahagslíf hér- aðsins með sölu á innfluttum vörum. Manaus er því draumastaður þeirra sem eru í verslunarhugleiðingum: Manaus var stofnsett árið 1669 og aUt fram yfir miðja 19. öldina var þar aðeins sofandalegur hitabeltisbær. Þá varö hærinn helsti framleiðandi gúmmís sem hið nýiðnvædda norð- urhvel jarðar sóttist mjög eftir. Margar byggingar í borgarinnar eru frá tímum gúmmíæðisins, eins og óperuhúsið, tollheimtan og markaðs- torgið, sem hafði hinn fræga markað Les Halles í París að fyrirmynd. Frá Manaus er farið í siglingu um ár Amazonsvæðisins. Flogið yfir fossana Annað náttúrufyrirbæri er það sem margir ferðalangar til Brashíu skoða. Það eru Iguassu fossamir, 275 stykki, í krikanum þar sem landa- mæri BrasiUu, Argentínu og Paragu- ay mætast. Fossarnir eru hluti af Iguassu þjóðgarðiniun, sem er sá stærsti í Suður-Ameríku, stofnaður árið 1930. Dýralíf í þjóðgarðinum er fiölskrúðugt með afbrigðum. Þar eru kynstrin öh af því sem íslendingar nefna einu nafni páfagauka, auk krókódha, jagúara og beltisdýra, svo fáein séu nefnd. Fossana má skoða frá ýmsum sjón- arhomum. Mörg gistihúsanna við þá bjóða upp á gott útsýni, þyrlur fljúga með ferðamenn yfir beljandi vatnið, og þeir sem það kjósa geta farið í sigl- ingu að „Djöfulsins hálsi“, þaðan sem góö heildarsýn er yfir vatnsfóll- in. Afsprengi draumanna Loks skal getið sjálfs höfuðstaðar landsins, Brashíu, splunkunýrrar borgar sem „tekin var í notkun“ árið 1960. Borgin er í mið-vesturhluta landsins, þar sem áður voru frum- skógar einir. Hún er afsprengi stórra drauma Juscelino Kubitschek, for- seta landsins, arkitektsins Oscars Niemeyer og borgarskipuleggjand- ans Lucio Costa. Svo fagrar og vel heppnaðar þykja byggingar þessarar nýju höfuðborgar að menningar- og framfarastofnun Sameinuðu þjóð- anna, UNESCO, hefur lýst hana hluta af menningararfleifð mann- kynsins og nýtur hún þar af leiðandi sérstakrar verndar. Brasilía er í laginu eins og flugvél. Vængir hennar hggja frá noröri th suðurs og þar eru íbúöahverfi borg- arinnar. Stjórnarráðsbyggingar eru í stað flugstjómarklefans og í sæti flugstjórans situr hin glæshega Itam- arati höh þar sem utanríkisráðu- neyti landsins er th húsa. Og eins og íslendingar stæra íbúar Brasihuborgar sig svo af hreinu lofti og heitu uppsprettuvatni í hótel- sundlaugunum. -gb Baðstrendur vlð Rio eru samtals 90 km langar, sjórinn blár og sandurinn hvitur. jmm ::s. - V. ■sífSssö ■ ■saíASr’i'S Flamengogarðurinn i Rio de Janeiro. í baksýn er viöskiptahverfi borgarinnar. rMiðuní^ hraða ávallt við aðstæður IFERÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.