Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. 5 Fréttir Forsætisráðherra blæs á tillögur OECD: Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir þær en nú - segir Þorvaldur Gylfason „Hver sem er getur séð það i hendi sér að þessir sérfræðingar OECD, sem eru gersamlega lausir við öll hagsmunatengsl á íslandi, eru ekki að segja neitt annað en það sem óháð- ir hagfræðingar á íslandi hafa haldið fram um árabil. Þeir leggja til að aðhaldi verði beitt á öllum sviðum eins og ég hef margendurtekið á und- anförnum árum,“ sagði Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, um nýútkomna skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefur látið hafa það eftir sér að lítið mark sé á þessari skýrslu takandi. í henni séu þýðingar á skýrslum og tillögum manna úr Seðlabankanum sem séu harðlínu- menn í peningahyggju. Ástandið hér sé hins vegar þannig að stýring í gegnum peningakerfið gangi ekki. Þessi yfirlýsing Steingríms er í anda við inntak stefnuræðu hans á þingi. Þar lýsti hann því yfir að ríkis- stjórn hans mundi ekki beita heíð- bundnum vestrænum hagstjórnar- tækjum. - Er ástandið hér þesslegt að þessi tæki virki ekki? „Þvert á móti. Það hefur aldrei ver- ið meiri þörf fyrir þau en nú,“ svar- aði Þorvaldur Gylfason. í niðurstöðum skýrslu OECD er að finna ýmsar tillögur til úrbóta. Auk aðhalds á fiestum sviðum er lagt til að lán viðskiptabankanna í Seðla- bankunum verði takmörkuð til að draga úr útlánagetu þeirra. Sérfræð- ingar OECD leggja einnig til að af- nema það fyrirkomulag að sumar • atvinnugreinar hafi aðgang að láns- fjármagni á betri kjörum en aðrar. Það sama verði látiö gilda um hús- næðislán. Þá er og lagt til að ríkis- ábyrgð á erlendum lánum fjárfest- „Mér þykir Steingrímur Her- mannsson ríkur af ráðum og viti þegar hann segir þetta um skýrsiu sem hann nennir ekki að lesa,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs. „En þegar skýrslan hefur verið les- in finnst mér Steingrímur óneitan- lega hafa sér ýmislegt til málsbóta, meðal annars að niðurstöður þessara manna byggjast á því að einhver hafl sagt þeim að búið væri að koma útflutningsatvinnuvegunum úr tap- rekstri. Það er á þeirri forsendu sem þeir draga þær ályktanir sem lesa má í niðurstöðum skýrslunnar. En á meðan þessir menn, sem gáfu sér- fræðingum OECD þær forsendur að allt væri í lagi með útflutningsat- vinnuvegina, voru þessi fyrirtæki í miklum erfiðleikum. Það má alveg tala um þær aðgerðir, sem þeir leggja til, eftir að búiö er að skapa skilyrði svo útflutningsatvinnuvegirnir geti starfað eðlilega,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar hér til þess að í skýrslu OECD segir að „þótt afkoma útflutningsgreina hafi verið stórlega bætt með tveimur gengislækkunum krónunnar í febrúar og maí á þessu ári hefur tímabil ört vaxandi gjald- ingarsjóða verði takmörkuð svo einkageirinn hafi ekki aðgang að ódýru fjármagni. Þessar aðgerðir eiga að tryggja áhrif stjórnunar í gegnum peningamál. Sérfræðingar OECD leggja einnig til ýmsar úrbætur til þess að stuðla að langtíma hagvexti og auka fjöl- breytni í atvinnulífinu. Þeir leggja til að haldið verði áfram á braut einka- væðingar og möguleikar erlendra aðila til fjárfestingar hérlendis verði auknir til að stuðla að.bættri ráðstöf- un fjármagns. íslendingum verði að sama skapi geftnn kostur á að fjár- festa erlendis til að auka fjölbreytni í sparnaðarkostum. Síðast en ekki síst leggja sérfræðingar OECD til að komið verði á fót markaði með afla- kvóta. Þeir bætast nú í hóp þeirra sem leggja til þessa umdeildu breyt- ingu. -gse Eldbakaðar pizzur* t|aHeugar eins og pizzur eigaadvera* Opið öll kvöld og nætur frá kl. 18:00. Ókeypis hcimsendingar. Sími 72177 Pizzu-smiðjan Smiðjukaffi • Smiðjuvegi 14d • 200 Kópavogi mmifí fí/iAii rið höfum opnað nýjan bílasal fyrir notaða bíla að Brautarholti 33, undir nafninu: Hagfræðingar gefa ekki mikið fyrir yfirlýsingar Steingrims Hermannssonar forsætisráðherra um skýrslu OECD en Vilhjálmur Egilsson telur hann þó hafa ýmislegt sér til málsbóta. OECD segir aíkomu útflutningsgreina stórlega bætta: Steingrímur hefur sér ýmislegt til málsbóta - segir VOhjálmur Egilsson eyristekna runnið sitt skeið á enda vegna minnkandi fískafla og lækk- andi verðs á erlendum mörkuðum“. Lokið var við skýrsluna þann 8. september síðastliöinn. Á þeim tíma voru rúmar þrjár vikur frá því ráð- gjafarnefnd ríkisstjórnarinnar skil- aði áhti sínu, rúm vika frá því ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar setti á tímabundna verðstöðvun og fryst- ingu launa og um þrjár vikur þangað til ríkisstjórn Þorsteins sprakk. Þeir sem muna á hvaða nótum rætt var um stöðu útflutningsgreinanna hér heima frá því um mitt sumar og fram á þann tíma verða sjálfsagt hissa á að sjá aö afkoma þeirra hafl stórlega batnað. Starfsmanni viöskiptaráðu- neytisins, sem þýddi niðurstöður skýrslunnar, hefur allavega þótt þetta skjóta dálítið skökku við því hann sleppti oröinu „largely" (stór- lega) úr þýöingunni. Sérfræðingar OECD fá upplýsingar sínar að mestu úr Seðlabanka, Þjóð- hagsstofnun og fjármálaráðuneyt- inu. Það hefur því verið mat þessara manna á þeim tíma að afkoma út- flutningsgreinanna hafi verið stór- lega bætt á þessum tíma. -gse Af því tilefni vekjum við athygli á eftirfarandi: Stærsti bílasalur hérlendis — tekur yfir 100 bíla ••• Tölvuvædd birgðaskrá og söluskráning • •• Allir bílar inni — í björtu og hlýju húsnæði • •• Pruíuakstur beint úr bílastæði í salnum • •• Aðeins bílar í góðu ástandi ••• Þjálfaðir sölumenn — hröð og örugg þjónusta ••• Verið velkomin á Bílaþing að Brautarholti 33 HEKLA hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.