Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. Lesendur Pólýfónkórinn ásamt Ingólfi Guðbrandssyni i Landakotskirkju. Styrkjum Pólýfónkórinn Hrafnhildur Þorleifsdóttir skrifar: Ég fór á tónleika Pólýfónkórsins hinn 12. nóv. sl. Þetta voru einstak- lega skemmtilegir tónleikar. Mér fannst samt Carmina Burana bera af. Mér fmnst alveg fráleitt ef þessi stórgóði og þekkti kór þarf að hætta starfsemi vegna þess að hann er íjár- vana. Mér finnst að ráðherrar ættu aö kanna hvort ekki sé ástæða til að veita þessari starfsemi fjárhagslega aðstoö. Ingólfur Guðbrandsson hefur vissulega unnið mjög gott starf og það á ekki að fara í manngreinarálit þegar um styrki til svona starfsemi . VarafLugvöllur og flugstöö: Sömu menn á móti Flugáhugamaður skrifar: Það hefur nú komið í ljós að það eru sömu aðilar sem eru á móti nýj- um varaflugvelli í Aðaldal og áður voru á móti byggingu hinnar nýju flugstöðvar á Kefiavíkurflugvelli. Varaflugvöllur er þó geysimikiö ör- yggisatriði fyrir farþegaflug okkar, bæði innlent og erlent. Áætlaður kostnaður, um 10 eða 11 milljarðar króna, yrði greiddur af Atlantshafsbandalaginu. Þessi fram- kvæmd væri eins og vítamínsprauta fyrir þjóðfélagið og vissulega yrði það þjóðarhagur ef framkvæmdin yrði að veruleika og það vona vissu- lega flestir. Furðulegt er að enn skuli vera til menn sem eru á móti öryggi í far- þegaflugi. Við vitum hins vegar að hér er um sama ofstækið að ræða og fram kom þegar flugstööin var byggð. Menn spyrja því hver annan: Eiga þessir menn að ráða ferðinni? - Hve lengi á það að líðast að fámenn vinstriklíka ráði ferðinni í svona málum, til óbætanlegs tjóns fyrir ís- land? - Ég skora á utanríkisráðherra að sýna fulla hörku í þessu máli og taka það algjörlega í sínar hendur. er öallaö. Ég vona að hið opinbera sjái sér fært aö styrkja Pólýfónkór- inn myndarlega í framtíðinni. Það verður ekki bara til framdráttar þessum eina kór heldur líka sönglíf- inu í landinu yfirleitt. Fordómar á S.Á.Á.-pEötu? Lesandi skrifar: Ég hefði haldið að íslendingar væru lausir við fordóma, eða því sem næst, alla vega fordóma á borð vð þá sem hér um ræðir. En ég komst að öðru nu nýlega er ég keypti plötuna sem SÁÁ var að gefa út með Rúnari Þór og fleirum. Ég hlustaði á þessa plötu og mér fannst hún alveg þrælgóð og því fannst mér það furðulegt að ég skyldi ekki hafa heyrt neitt af lögunum i útvarpi, og hlusta ég þó mikið á útvarp. Þar sem mér fannst platan góð, eins og áður sagði, ákvaö ég að hringja til Stjörnunnar og biðja um óskalag af þessari plötu. - Jú, jú, ekkert mál og alveg sjálfsagt að leika lagið fyrir mig. En það kom bara aldrei! Þá hringdi ég á Bylgjuna og Rásina en viti menn, alveg sama sagan! Ég hringdi átta sinnum á hverja stöö á einum degi en aldr- ei var lagiö leikiö. Ég átti bara ekki til orö. Að leika góða ís- lenska tónlist og um leið að. styrkja gott málefni virðist vera fyrir ofan þeirra hyggjuvit. Þetta kalla ég fordóma og ekk- ert annaö. Um hvað verður samið við ASÍ og BSRB? „Launþegi“ skrifar: Vitað er að samdráttur verður bæði i flskveiðum og öðrum at- vinnugreinum og hugsanlegt er að atvinnuleysi sé á næstu grösum. Vinna mun dragast saman og þeir sem hafa flotið á aukavinnu mega búast við skerðingu og lægri tekj- um. Ríkið mun auka skattheimtu og að venju fá launþegar að borga brúsann. Einn ræðumaður á nýaf- stöönu fiskiþingi sagði að launa- hækkanir á næsta ári væru útilok- aðar. - Þá vitum við það! Ég skora á fjármálaráðherra og forystu BSRB að leggja drög að nýjum samningum, án launahækk- unar, og legg ég til að skattleysis- mörkin verði notuð í .samningum þannig að það kæmi ekki út í verð- lagi og hefði ekki áhrif á verðbólgu þótt skattleysismörkin yrðu hækk- uð, t.d. í 70 þúsund krónur, og að ellilífeyrir væri greiddur út þegar fólk er 65 ára gamalt (þótt takmark- iö í þeim efnum hljóti að vera 60 ár). Aðrir hópar, sem voru með það lág laun að hækkun persónufrá- dráttar kæmi þeim ekki til góða, fengju í staðinn félagspakka sem innihéldi kjarabætur á einn eða annan hátt. Ég tel líka að 10-20% hækkun launa færi strax út í verð- lagið og verðbólga er versti óvinur launafólks eins og alhr ættu að vita. - Einnig ætti að semja um taf- arlausa lækkun nafnvaxta og ann- arra vaxta. Ég vona sannarlega að einhver eða einhverjir hjá ASÍ, BSRB og ríkisvaldinu hugleiði þessi mál. 13 Sparisjóður Reykjavíkurog nágrennis í BREIÐHOLTINU ÁLFABAKKA 14 • SÍMI 670500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.