Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. 9 Útlönd Peres gagnrýninn SMmon Peres, utanríkisráðherra ísraels, bauð í gær til sín sendiherr- um erlendra rílqa og hvatt þá til að viðurkenna ekki riki Palestínu- manna. Hingað til eru Tyrkir eina þjóðin, sem er í stjómmáiasam- bandi við ísrael, sem hafa viður- kennt hið nýstofnaða ríki Palest- ínumanna. Tuttugu og átta lönd, flest arabalönd og ríki múhameðs- trúarmanna, hafa viðurkennt ríki Palestínumanna. Á herteknu svæðunum skutu hermenn á og særðu tuttugu og íjóra Palestínumenn i gær. Fimm daga útgöngubanni á Gazasvæðinu var aflétt í gær. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels. Slmamynd Reuter Gorbatsjov h'rttir Ghandi Flugvél Gorbatsjovs Sovétleiðtoga lenti í morgun á flugvellinum í Nýju Delí og hófst þar með þriggja daga heimsókn Gorbatsjovs til Indlands. Ravji Ghandi tók á móti Gorbatsjov og föruneyti hans. Gorbatsjov kom síðast fyrir tveim árum til Indands. Samskipti land- anna tveggja hafa veriö góð um langan tíma. Búist er við að þjóðarleiö- togamir ræði nýjar aöstæður, sem eru að skapast í þessum heimshluta, eftir brotthvarf sovésks herliös úr Afganistan og kosningamar í Pakistan. Einnig verða viðskiptasamningar á milli landanna undirritaðir. Á meöan á Indlandsdvölinni stendur verða Gorbatsjov veitt friöarver- laun sem kennd eru vi Indiru Ghandi, fyrrum forsætisráöherra Indlands og móður Rajivs Ghandi. Reuter Átök í Aþenu Námsmenn með reidda hnefa sungu slagorð gegn Bandarikjamönnum t Aþenu i gær er minnst var stúdentauppreisnarinnar gegn herstjórn- inni fyrir fimmtán árum. Simamynd Reuter Átök urðu í gær milli anarkista og lögreglu í Aþenu þegar þúsundir manna gengu að bandaríska sendiráðinu. Veriö var að minnast þess að fimmtán ár era liðin frá því að stúdentar gerðu uppreisn gegn herstjóm- inni í Grikklandi. Að sögn sjónarvotta beitti lögreglan táragasi til að koma í veg fyrir aö fimm hundruð anarkistar, sem héldu sig aftast í göngunni, kæmust að sendiráðinu. Þeir höfðu brotið rúöur á leiö sinni gegnum borgina og svörðu árás lögreglunnar með gijótkasti. Samiök hvítra bönnuð Suður-afrísk yfirvöld hafa í fyrsta skipti beitt neyöarástandslögum gegn samtökum hvítra öfgamanna og bannað „Frelsishreyfmgu hvítra“. Var það gert f kjölfar moröa nýfasista á sex blökku- mönnum fyrr í vikunni. Leiðtogar blökkumanna saka hins vegar stjómina, sem hefur bannað tugi samtaka gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunni, um lin- kind gegn hvitum. Krefjast þeir frekari aögerða gegn öfgasamtökum hvítra sem Nýfasístinn Barend Strydom sem draga enga dul á andúð sína á myrtl sex blökkumenn á þrlðjudag. blökkumönnum. Slmamynd Reuter Biður um pólrtískt hæli Stemunn Böövaredóöir, DV, Washingtan; Aðstoðarutanríkisráðherra ríkisstjórnar Afganistans, Abdul Ghaffar Lakanwal, hefur sótt um pólitiskt hæli í Bandaríkjunum, að sögn banda- riskra embættismanna. Lakanwal er hæst setti embættismaöur afgönsku stjómarinnar sem leitar hælis í Bandaríkjunum síðan Sovétríkin réðust inn í Afganistan fyrir níu áram. Hann er fyrrum landbúnaðarráöherra og átti sæti í alls- heijarnefnd flokksins. Lakanwal kom til Bandaríkjanna til að taka þátt 1 árlegum fundi alls- heijarþings Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn var i lok október, sem og til aö undirbúa heimsókn afganska forsætisráöherrans. Þess í stað sneri hann sér til bandaríska utanríkisráöuneytisins 7. nóvember og bað um hæli sem pólítískur flóttamaöur. Innflytjendaeflirlitiö hefur enn ekki tek- ið ákvörðun um beiðni Lakanwals. Bhutto heitir á forsetann Benazír Bhutto, formaður Þjóðar- flokksins í Pakistan, hét á forseta landsins, Ghulam Ishaq Kahn, aö til- nefna sig forsætisráðherra. Þjóðar- flokkurinn er stærsti stjórnmála- flokkur Pakistan eftir kosningarnar á miðvikudaginn. Flokkurinn hefur þó ekki meirihluta og þess vegna er ekki sjálfsagt að Bhutto verði forsæt- isráðherra. Forsetinn á að tilnefna þann stjórn- málamann forsætisráöherra sem lík- legastur er til að fá traustsyfirlýs- ingu þingsins. Þjóðarflokkurinn fékk 92 þingsæti af þeim 205 sem kosið var um. Helsti andstæðingur Þjóðarflokksins, Mú- hameðska lýðræðisbandalagið, fékk 54 þingsæti. Smáflokkar af ýmsu tagi fengu 58 sæti. Auk þeirra þingsæta, sem kosið var um, munu þingflokkar kjósa til viðbótar 20 konur til að taka sæti á þinginu. Á næstu dögum reyna stjómmála- menn að trygga sér sem besta stöðu á þinginu. Hvor tveggju, Þjóðarflokk- urinn og Múhameðska lýðræðis- bandalagið, munu biðla til smærri flokka. Fréttaskýrendur telja að þaö verði Múhameöska lýðræðisbanda- laginu mun erfiðara en Þjóðar- flokknum að fá smærri flokka til fylgflagS VÍð SÍg. Reuter Benazír Bhutto þarf að tryggja sér stuðning smáflokka til að ná meirihluta á þingi. Mannrán grefur undan Arafat Svissneskum starfsmanni Alþjóða Rauða krossins var rænt úr þessum bíl I Suður-Líbanon I gær. Simamynd Reuter Mannránið á svissneskum starfs- manni Alþjóða Rauða krossins í Suð- ur-Líbanon í gær veikir stöðu Yassírs Arafats, leiðtoga frelsissamtaka Pal-, estínumanna, PLO. Palestínskir embættismenn segja mannránið sennilega framið til að draga úr pólitískum áhrifum sam- þykktar Þjóðarráðs Palestínu, sem fyrr í vikunni bauð með óbeinum hætti upp á friðarviðræður við ísra- el. Arafat knúði samþykktina í gegn, en ýmsir frammámenn Palestinu- manna stóðu gegn henni. Svisslendingnum Peter Winkler var rænt skammt frá flóttamanna- búðunum Al-Hilweh í Suður-Líban- on, en Arafat nýtur mikils stuönings á þessum slóðum. Getgátur era um að róttæk samtök Palestínumanna undir forystu Abu Nidal standi á bak viö ránið, en talsmaður samtakanna neitaði aðild að ráninu. Reutcr NISSAN MICRA SPARIBAUKUR Á SPES VERÐI Gott tkrval og nú einnig sjálfskíptur. 3 ára ábyrgð og umfram allt ótrúlegt verð. Littu inn. Við erum komin i jólaskap og til alls vis. Sýningarsalurinn V/Rauðagerði. Opinn frá kl. 14-17 laugardag og sunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.