Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis- tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta. Verkpantanir daglega milli kl. 1 og 6 í síma 985-28152. 1 Hreinsir hf. ) ------- í) FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Framhaldsskólinn á Húsavík auglýsir eftir umsóknum um þrjár nýjar kennarastöður á vorönn 1989. Helstu kennslugreinar eru: stærðfræði, viðskipta- greinar, þýska og enska. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma: 96-42095. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 1 50 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Menntamálaráðuneytið Laus staða Við tannlæknadeild Háskóla íslands er laus til um- sóknar hlutastaða lektors (37%) í almennri hand- læknisfræði. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 16. desember nk. Menntamálaráðuneytið 16. nóvember 1988 Mmnum hverfc annað á - Spennum beltin! aUMFERÐAR RAÐ Útlönd Gagnrýni á útnefningu Steinurm Böðvaisdóttir, DV, Washington: George Bush, tilvonandi Banda- ríkjaforseti, tilkynnti á blaðamanna- fundi í gær að John Sununu, fylkis- stjóri New Hampshire, myndi gegna embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins í ríkisstjóm sinni. Þó að útnefningin kæmi ekki á óvart heyrðust gagnrýnisraddir um ákvörðun Bush í gær. Margir bentu á reynsluleysi Sununus í stjóm- málum og kváðu það geta orðið hin- um nýja starfsmannastjóra fjötur um fót í starfi. Sununu kom fyrst fram á sjónar- svið stjórnmála árið 1982 þegar hann var kosinn fylkisstjóri New Hamp- shire fylkis. Hann hefur setið þrjú tveggja ára kjörtímabil og lætur af embætti í janúar næstkomandi. Gagnrýnendur benda á að fylkis- stjórinn hafi aldrei þurft að kljást við þingmenn löggjafarþingsins né hátt- setta embættismenn ríkisstjórnar- innar. í embætti starfsmannastjóra mun hann verja miklum hluta tíma síns viö að fást við sér reyndari stjórnmálamenn, segja gagnrýnend- ur, og gæti reynsluleysi hans komið honum í koll. Leiðtogar samtaka bandarískra gyðinga eru heldur ekki á eitt sáttir með útnefningu Sununus en segjast ekki ætla að mótmæla henni. Sun- unu, sem er af arabískum ættum, var eini bandaríski fylkisstjórinn sem undirritaði ekki mótmælabréf til Sameinuðu þjóðanna árið 1986 þar sem ályktun SÞ frá árinu 1975, sem líkir síonisma viö kynþáttamismun- un og aðskilnaöarstefnu, var for- dæmd. í gær rétti Sununu fram sátt- arhönd til gyðinga og kvaðst sam- þykkur því að ályktunin skuh for- dæmd. Stuðningsmenn Sununu benda á feril hans í embætti fylkisstjóra New Hampshire og segja hann hafa sýnt og sannað hæfni sína. Sununu eifði gífurleg efnahagsvandkvæði frá for- vera sínum þegar hann tók við emb- ætti og hefur komiö efnahagslífi fylk- isins á réttan kjöl á síðustu sex árum. Sununu er tahnn íhaldssamur í efna- hags- og íjármálum, ákveðinn stjóm- málamaður og dyggur stuðnings- maður hins nýkjörna forseta. Bush þakkar honum sigur sinn í New Hampshire í forkosningunum fyrr á árinu og kvað hann hafa átt mikinn þátt í sigri sínum í forsetakosningun- um. Hvernig Sununu mun reynast í embætti starfsmannastjóra veltur mikið á samvinnu hans og Bush. James Baker, fyrrum starfsmanna- stjóri Reagans, var áhrifamikih í rík- isstjórninni mikið til vegna þess að Reagan veitti honum mikil völd. Bob Haldeman, starfsmannastjóri Ric- hards Nixon, var talinn næst valda- mesti maður ríkisstjórnar Nixon- stjórnarinnar og gegndi hálfpartinn embætti „forsætisráðherra". Starfsmannastjórinn sér um ahan John Sununu, væntanlegur starfs- mannastjóri Hvíta hússins. Símamynd Reuter rekstur Hvíta hússins og getur verið nær einráður um hver fær tækifæri til að ræða við forsetann. Hann get- ur, eins og í tíö Bakers, haft aðgang að svo að segja flestu því sem forset- anum viðkemur og tekið þátt í að ákvarða um mörg mikilvæg málefni. Útnefning Sununu batt enda á væntingar Craigs Fuher, starfs- mannastjóra varaforsetaembættis- ins, til starfsins. Fuller, sem sér um aö ríkisstjórnarskiptin gangi snurðulaust fyrir sig, vonaðist til að hljóta starfsmannastjóraembættið, að sögn kunnugra. Hann lýsti því yfir í gær að hann hygðist freista gæfunnar í einkageiranum í janúar þegar Bush tekur formlega við for- setaembættinu. Á blaðamannafundinum í gær lýsti Bush einnig yfir hvern hann styddi til formannsstarfs flokksráðs repú- blikanaflokksins. Lee Apwater, ann- ar kosningastjóra Bush í nýafstöðn- um forsetakosningum, mun því að öllum líkindum gegna því embætti næstu fjögur ár að minnsta kosti því ólíklegt er að flokksráðið rísi gegn vilja Bush í þessu efni. Dollarinn lækkar áfram Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington: Þrátt fyrir að í augum flestra Bandaríkjamanna standi efnahags- lífið traustum fótum eru blikur á lofti. Dollarinn heldur áfram að lækka gagnvart erlendum gjaldmiðl- um þrátt fyrir tilraunir seðlabanka Bandaríkjanna og annarra vest- rænna stofnana til að hefta hrun hans. Verðbréf hafa einnig fallið í verði nær daglega í tæpan hálfan mánuð. Hagvaxtastig í bandarísku efna- hagslífi hefur nú staðið á sjötta ár. Nýlegar tölur um styrk efnahagsins sýna jákvæða þróun. Húsbyggingar jukust um rúmlega 7 prósent í októb- er, innlend framleiðsla jókst um 0,4 prósent í sama mánuði og hefur þar með haldið stöðugri aukningu í átta mánuði og smásala jókst um 0,9 pró- sent í október, sem er mesta aukning síðan í rpars. Þrátt fyrir þessar jákvæðu tölur heldur dollarinn áfram að lækka og var skráður samkvæmt japanska yeninu í gær nálægt því sem hann var í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Verðbréf hríðlækkuðu einnig í verði á verðbréfamörkuðum og Dow Jones vísitalan hefur nú lækkað um rúm- lega 115 stig á tveimur vikum. Ástæðan fyrir þessu er einföld. Kaupsýslumenn láta sér ekki nægja að efnahagurinn virðist traustur í dag. Þeir sjá fram á myrka daga. Þjóðarskuldir Bandaríkjanna eru að sliga efnahagslífið og stjórnin hefur ekki komið með virkar leiðir til að lækka 150 milljarða dollara fjárlaga- halla og snúa við hinum gífurlega óhagstæða viðskiptajöfnuði. Ein- stakhngar, fyrirtæki og síðast en ekki síst ríkisstjórnin hafa öU lifað um efni fram síðustu átta ár. Þetta leiðir til þess að efnahagslífið er ber- skjaldað fyrir hækkun verðbólgu og samdrætti, að sögn hagfræðinga. Þeir óttast að komi næsta ríkisstjórn og löggjafarþing ekki með róttækar leiðir tU að lækka fjárlagahahann muni seðlabankinn láta máhn tíl sín taka og grípa tU vaxtahækkana. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisjns, Skógarhlíð 6,3. hæð, á neðangreindum tíma: Amarbakki 2, hl. 01-02, þingl. eig. Haísteinn Sigmundsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Álftamýri 4, 3. hæð t.h., þingl. eig. BrynhUdur Jensdóttir, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki Islands. ÁsvaUagata 60, þingl. eig. Elín G. Bi- eltvedt, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki íslands hf., Ólaftir Gústafsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Búnað- arbanki íslands. ____t — ...- .... Bókhlöðustígur 10, þingl. eig. Gunnar •Gunnarsson og Unnur Úlfarsdóttir, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 11.30. Uppboðs- beiðendur eru Sigurður G. Guðjóns- son hdl., Veðdeild Landsbánka ís- lands, Landsbanki íslands, Bjöm Ól- afúr Hallgrímsson hdl. og Gjaldheimt- an í Reykjavík. Flugvélin TF-SJS 589 Cessna R-172K, talinn eig. Jón Sigurður Ólafsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 11.45. Uppboðs- beiðandi er Ævar Guðmundsson hdl. Flúðasel 74, 1. hæð A, þingl. eig. Eg- ill Vilhjálmur Sigurðsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hagamelur 37, kjallari, þingl. eig. Guðný Björk Richardsdóttir, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðend- ur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Ólafúr Axelsson hrl. Háberg 7, íb. 0203, þrngl. eig. Elínborg M. Vignisdóttir, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. Hjaltabakki 8, 3. hæð t.h., þingl. eig. Birgir Guðmundsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Sigurður Sigurjónsson hdl.. Jón G. Zoega hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnlánasjóður og Skúli Bjamason hdl. Hringbraut 119, íb. 0410, talinn eig. Ásdís Magnúsdóttir, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Jón Ingólfsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafur Gústafsson hrl., Veðdeild Landsbanka íslands, Ásgeir Thoroddsen hdl., Ragnar Aðalsteins- son hrl. og HallgFÍmur B. Geirsson hrl. Hvassaleiti 32, kjallari, þingl. eig. Ól- afúr G. Jónsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Ólaf- ur Gústafsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Hveríisgata 105, 1. hæð, austurhluti, þingl. eig. Stjömustudíó hf., mánud. 21. nóv. ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðend- ur em Steingrímur Eiríksson hdl., Ari ísberg hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðmundur Þórðarson, hdl., Fjár- heimtan hf., Iðnaðarbanki íslands hf. og Ólafúr Gústafsson hrl. Komagarður 2-4, þingl. eig. B.M. Vallá hf., mánud. 21. nóv. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em tollstjórinn í Reykjavík og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Kringlan 8-12, hluti nr. 238, talinn eig. Ásgeir Ebenezersson, mánud. 21. nóv. '88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Helgi V. Jónsson hrl. Laugarásvegur 21, þingl. eig. Ingólfúr Guðbrandsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er tollstjórinn í Reykjavík. Lágaberg 1, þingl. eig. Úlfar Þorláks- son, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Þór Amason hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Logaland 7, þingl. eig. Ámi S. Kristj- ánsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em tollstjórinn í Reykjavík, Hallgrímur B. Geirsson hrL Gjaldheimtan í Reykjavík, Eggert B. Ölafsson hdl., Othar Om Petersen hrl., Elvar Öm Unnsteinsson hdl. og Ævar Guðmundsson hdl. Skeifan 5, nyrðri hluti, þingl. eig. Baldur S. Þorleifsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnlána- sjóður, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Baldur Guðlaugsson hrl. og Gjald- heimtan í Reykjavík. Vesturás 23, þingl. eig. Baldur S. Þor- leifsson, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands og Baldur Guðlaugsson hrl. Vesturberg 6, 4. hæð t.v., þingl. eig. Sigríður Vilhjálmsdóttir, mánud. 21. nóv. ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofiiun ríkisins. Vesturbrún 33, þingl. eig. Helgi Berg- þórsson, mánud. 21. nóv/88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Thor- oddsen hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík, Skúli J. Pálmason hrl., Eggert B. Ólafssop hdl., Guðmundur Jónsson hdl., Ingi H. Sigurðsson hdl., Hall- grímur B. Geirsson hrl., Guðjón Ár- mann Jónsson hdl., Sveinn Sveinsson, hdl., Skúli J. Pálmason hrl. og Lög- fræðiþjónustan hf. Víðimelur 31, hluti, þmgl. eig. Jón . ívarsson, mánud. 21. nóv./88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Thor- oddsen hdl., Sigríður Thorlacius hdl. og Ólafur Axelsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTnÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.