Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Side 29
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. 45 Sviðsljós Kim Basinger ástfangin af mótleikara Kim Basinger, sem hefur leikiö aöalhlutverk móti öllum kynþokka- fyllstu mönnunum í Hollywood, lýsti því yfir um daginn aö eiginmaður hennaf væri „góður vinur“ og viður- kenndi aö hún væri ástfangin af ein- um mótleikara sínum. Kim, sem er 34 ára, hefur verið gift Ron Britton, 49 ára, síöasthðin 8 ár. Eiginmaður hennar kemur af fjöllum og kveðst ekki vita til þess að hún hafi haldið fram hjá sér. Hann er eðlilega særður vegna yfirlýsinga eiginkonunnar en gleðst þó yfir því að móðir hans, sem dó fyrir skömmu síðan, þurfti ekki að lesa um þetta leiðindamál. Kim Basinger, sem lék m.a. í um- deildum kynlifsatriðum með Mickey Rourke í 9‘A viku, vill ekki nafn- greina þann sem hún er ástfangin af. Hún kveðst bara elska mann sem hún hafi unnið með og að hún muni alltaf elska hann. Eiginmann sinn segir hún vera góðan vin og félaga en vill ekki tjá sig frekar um stöðu hjónabandsins, ekki fyrr en eftir nokkurn tíma. Það eru því margar hugmyndir á lofti hvaða glæsimenni geti hafa sigrað hjarta Kim enda um marga að velja. Kim Basinger ásamt eiginmanni sinum, Ron Britton, en þau hafa verið i hnappheldunni undanfarin átta ár. Kvennagullið Richard Gere lék á móti Kim í No Mercy: „Þessi tími með Richard er mikilvægastur af öllum. Ég hló meira með honum en ég hef gert með nokkrum öðrum. Kim lék með Robert Redford í The Natural: „Hann er mikill einfari og mjög tilfinningaríkur. Það er mikið í honum og ég vildi gjarnan uppgötva það.“ Um Mickey Rourke segir hún: „Við áttum ótrúleg- an tima saman í 9 'A viku en ég veit ekki hver hann er. Þannig vill hann hafa það.“ Ólyginn sagði... Tom Cruise stórsjarmörinn bandaríski, þeystist inn á eldhús á hóteli nokkru London á dögunum og endaöi þar undir nokkrum pott- um og pönnum. Ástæða þessa er sú að hann var á leið út af hótel- inu þegar hvorki fleiri né færri en 50 sænskar skólastúlkur, sem voru á ferð um London, biðu fyr- ir framan hótehð. Er þær komu auga á goöið trylltust þær allar sem ein og þyrptust að honum eins mý að mykjuskán bara til að snerta hann. Honum rétt tókst í örvæntingu sinni að hörfa und- an stúlkunum í gegnum anddyri hótelsins, inn í eldhús þar sem hann opnaði pottaskápinn og eins og fyrr sagði hrundi fjöldi potta og panna yfir aumingja leikar- ann. Það er erfitt að vera frægur. Don Johnson Martha Artunduaga er aðeins átta ára og komin sjö mánuði á leið. Aðeins og ófrísk Uppáhaldsleikfang Mörthu Artunduaga er heimagerð tuskudúkka en brátt mun hún eignast sína eigin brúöu. Þrátt fyrir að hún sé aðeins átta ára á hún von á bami um jólin. „Barnið mitt fæðist á jólunum eins og Jesús: Það fyrsta sem ég ætla að gera er að gefa barninu jólagjöf," segir Martha litla. Ættingjar og vinir Mörthu í heimaþorpi hennar í Kólumbíu telja að faðir bamsins sé unglingsdrengur þaðan en læknir hennar, dr. Gomez, segir að henni hafi ekki verið nauðgað. „Hún hafði ekki hugmynd um hvemig getnað- ur fer fram fyrr en eftir að hún var orðin ófrísk," sagði dr. Gomez. Martha varð skelfingu lostin er henni var fyrst sagt að hún ætti von á barni en nú hefur hún jafnað sig og hlakkar til að geta farið út að leika sér með litla bamið. Hún er eðlilega svolitið ringluð á því hvaö er að gerast: „Ég veit að ég er bamið hennar mömmu og svo á ég að verða mamma bams bráðlega!" Foreldrar Mörthu, sem em heittrúaðir kaþólikkar, hugleiddu aldrei fóstur- eyðingu en ætla að ala bamið upp eins og yngsta bam sitt. segist hafa veriö upprifinn á dög- unum þegar hann fékk tækifæri til að uppfylla ósk 12 ára gamals dauðvona drengs. Síöasta ósk drengsins var að fá að vera við- staddur upptöku á Miami Vice- þætti. Don gerði sér lítið fyrir og sendi einkaflugvél eftir stráksa, sem á heima í öðru fylki, og leyfði honum að vera viðstöddum einn upptökudag. Drengurinn fékk að sitja í Miami Vice-Ferrarinum en að öðru leyti fylgdi hann kvik- myndatökumönnunum eftir. Eft- ir þennan skemmtilega dag gerði Johnson hann að heiðursfélaga Miami Vice-þáttanna. Robin Givens nei, reyndar er þetta ekki fyrr- verandi eiginkona Mark Tysons, boxarans fræga. Hins vegar hefur oft verið villst á henni og Robin. Stúlkan, sem heitir Helen Makife, er alveg í öngum sínum þessa dagana yfir að líkjast henni. Það er vegna þess að hún fær engan frið fyrir óvildarmönnum hennar þessa stundina því Robin er lík- lega ein hataðasta kona Banda- ríkjamia um þessar mundir vegna skilnaðarins við Tyson. Margir hafa ráðist á Helen greyið og reitt hárið á henni úti á miöri götu. Kona nokkur kallaði á eftir henni um daginn: „Skepnan þín, ég ætla að klóra úr þér augun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.