Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988.
Viðskipti
Óverðtryggð skuldabréf:
Raunvextir banka 15 prósent
- búist við lækkun vaxta eftir helgi
Búist er við nokkurri vaxtalækkun
bankanna eftir helgi, á mánudaginn.
Raunvextir á óverötryggðum skulda-
bréfum bankanna eru núna í kring-
um 15 prósent. Ástæðan er lítil verð-
bólga þessa mánuðina.
Þann 1. október hækkaði láns-
kjaravísitalan um 5,5 prósent um-
reiknað til eins árs, 1. nóvember var
hækkunin 4,3 prósent og spáin fyrir
1. desember er hækkun upp á 1,1
prósent og loks í janúar er spáin 2,1
prósent umreiknaö til eins árs.
Þetta þýðir að verðbólgan þessa
fjóra mánuði er að meðaltali um 3,25
prósent umreiknuð til eins árs. Á
sama tíma eru nafnvextir óverð-
tryggðra skuldabréfa núna um 18,8
prósent að jafnaði.
Um 18,8 prósent nafnvextir á tím-
um 3,25 prósenta verðbólgu gerir
raunvexti upp á um 15 prósent. Á
sama tíma eru raunvextir ríkis-
skuldabréfa um 7,3 prósent og verð-
tryggða skuldabréfa bankanna á bil-
inu 8 til 8,5 prósent.
Ætli bankarnir sér að lækka raun-
vextina úr 15 prósentum niður í um
7 prósent af óverðtryggðum skulda-
bréfum þurfa nafnvextirnir að lækka
niður í um 10,5 prósent núna eftir
helgina.
Það verður fróðlegt að sjá hvort það
verður sú tala sem bankarnir stilla
sig inn á.
-JGH
Búist er við nokkurri vaxtalækkun á mánudag.
Heinz Durr, forstjóri AEG:
Fáðu peninga frá viðskipta-
vinunum en ekki bönkunum
Heinz Durr, forstjóri AEG. Hann er tortrygginn á margt varðandi Evrópu-
markaðinn. DV-mynd Brynjar
Sveinn Egilsson:
Hluti af hlutabréfum
er til sölu
an.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 5-7 Bb
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 5-8 Sb.Sp
6mán. uppsogn 5-9 Vb.Sb,- Sp
12 mán. uppsögn 6-10 Ab
18mán. uppsogn 15 Ib
Tékkareikningar. alm. 1-2 Vb.Sb,- Ab
Sértékkareikningar 5-7 Ab.Bb,- Vb
Innlánverðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Bb.Vb.- Sp
6 mán. uppsogn 2-3,75 Vb.Sp
Innlánmeðsérkjörum 5-12 Lb.Bb,- Sb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb
Sterlingspund 10,50- 11,25 Vb
Vestur-þýsk mörk 4-4,25 Ab,V- b.S- b.Ob
Danskarkrónur 7-8 Vb.Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 15,5-18 Sp
Viðskiptavixlar(forv-) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 16,5-21 Vb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(vfirdr.) 19-22 ' Lb.Úb
Utlán verötryggö
. Skuldabréf 8-8.75 Vb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 17-20 Lb.Bb
SDR 9-9,75 Lb.Ob,- Sp
Bandarikjadalir 10,25 Alltr
Sterlingspund 13,50- 14,50 Lb.Ob
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Allir nema Vb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 27,6 2,3 á mán.
MEÐALVEXTIR
överötr. nóv. 88 20,5
Verðtr. nóv. 88 8.7
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala nóv. 2272 stig
Byggingavisitala nóv. 399,2 stig
Byggingavisitala nóv. 124,8stig
Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1. okt. Veröstoövun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,364
Einingabréf 2 1,915
Einingabréf 3 2,181
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,565
Kjarabréf 3,359
Lifeyrisbréf 1.691
Markbréf 1,775
Skyndibréf 1,030
Sjóðsbréf 1 1,618
Sjóósbréf 2 1.405
Sjóðsbréf 3 1,154
Tekjubréf 1,565
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 118 kr.
Eimskip 346 kr.
Flugleiðir 273 kr.
Hampiöjan 130 kr.
Iðnaðarbankinn 172 kr.
Skagstrendingur hf. 160 kr.
Verslunarbankinn 134 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Hluti af hlutabréfum Sveins Egils-
sonar hf. eru til sölu. Bréfrn eru ekki
á almennum markaði. Þórir Jónsson,
forstjóri og einn aðalhluthafi fyrir-
tækisins, er ekki á meðal þeirra sem
eru að selja heldur er um hluthafa
að ræða sem ekki vinna hjá fyrirtæk-
inu.
„Þetta er auðvitað fyrst og fremst
Þórir Jónsson, forstjóri og aðaleig-
andi Sveins Egilssonar hf.
mál viðkomandi hluthafa sjálfra,"
segir Þórir. „En ég get sagt að við
erum að leita að góðu fólki, fólki sem
okkur líst vel á og vill koma inn í
fyrirtækið og starfa með okkur.“
Að sögn Þóris eru sex hluthafar í
Sveini Egilssyni hf. Fyrirtækið er
eitt þekktasta fyrirtæki landsins. Það
hefur umboð fyrir Ford, Suzuki og
Fíat bíla.
Um það hvort staða Sveins Egils-
sonar hf. sé slæm um þessar mund-
ir, segir Þórir: „Þá þýddi nú vart að
bjóða hlutabréf til sölu í því. En fyrir-
tækiö stendur eignalega mjög vel og
eiginíjárstaöan er traust. En lausa-
fjárstaðan er líklega eins og hjá flest-
um öörum fyrirtækjum á íslandi í
dag. Við höfum lagt peninga í bygg-
ingu nýs húss og það segir sig sjálft
að fyrirtæki safna peningum ekki í
sjóði á rneðan." -JGH
Heinz Durr, forstjóri AEG, sagði á
morgunfundi Verslunarráðsins á
Sögu í gærmorgun að þegar hann
hefði tekið árið 1980 við AEG, sem
þá var stórskuldugt fyrirtæki, heíði
hann hitt einn vin sinn sem hefði
gefið honum gott ráð. „Hann sagði
við mig: Durr, þú ættir að fá peninga
frá viðskiptavinum fyrirtækisins
frekar en bönkunum. Þetta kom vel
á vondan þar sem ég var einmitt að
fara á hádegisverðarfund með við-
skiptabanka fyrirtækisins. Banka-
fundunum fækkaði eftir þetta hjá
mér.“
Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um þaö frekar að Heinz Durr
rétti svo hag AEG við á næstu árum
að um er talað sem töfra. Hann
grynnkaði ævintýralega á skuldun-
um og náði upp meiri sölu. Hjólin
fóru að snúast í rétta átt.
Durr sagði á Sögu í gær að ótrúleg-
ar breytingar hefðu orðið í alþjóðleg-
um viðskiptum á síðustu 20 árum.
„Fyrir tuttugu árum var Japan eitt-
hvert land langt í burtu. Nú er Japan
firnasterkt og efnahagslegur risi eins
og allir vita. Kína er líka að verða
sífellt mikilvægara."
Durr minntist á mikilvægi þess fyr-
ir Evrópulöndin og Bandaríkin að
verja fjárhæðum í tæknivæðingu til
að standast samkeppni við Japani.
„Aðalsamkeppnin kemur frá Jap-
Hann kom ennfremur inn á það að
þjóðir yrðu að vera sér meðvitandi
um mikilvægi þess að vinna vel sam-
an sem ein heild. Minntist hann á
ríkisstjóm, atvinnurekendur og
verkalýðsfélög í þessu sambandi.
Durr sagðist vera frekar tortrygg-
inn vegna Evrópumarkaöarins árið
1992. „Mér sýnist valdið flytjast of
mikið til Bmssel. Þar veröur mikið
skrifstofuvelch og forstjórar með
mikið vald. Ég hef á tilfinningunni
aö í Brussel eigi eftir að ríkja of
tæknilegur hugsunarháttur."
Áfram um Evrópumarkaðinn.
Durr sagði að ekki mætti samt sem
áður gleyma því að í uppsiglingu
væri viðbótarfrelsi og tækifæri.
Um Þýskaland og Evrópumarkað-
inn óttaðist Durr að Þýskaland væri
ekki nægilega samkeppnisfært á
Evrópumarkaðnum þar sem fram-
leiðslukostnaður væri hár í landinu.
„Þetta getur orðið erfitt fyrir lönd
eins og Þýskaland."
Durr hafði einnig orð á mikilvægi
þess fyrir stjórnendur fyrirtækja að
hugsa til lengri tíma í viðskiptum þar
sem stöðugleiki væri mikilvægur og
að þetta ættir raunar við um þjóð-
félagið allt. Efnahagslegt umhverfi
fyrirtækja yrði að vera stöðugt.
-JGH
Sveinn Egilsson og
Þ. Jónsson selja hlut
sinn í Bílaryðvörn
Félagamir Jón Ragnarsson og
Björn Jóhannesson keyptu siðast-
liöinn mánudag hlut fyrirtækjanna
Sveins Egilssonar og Þ. Jónssonar
í Bílaryðvörn. Jón og Bjöm áttu
fyrir helming í Bílaryðvörn á móti
fyrirtækjunum tveimur. -
„Ég og Björn stofnuðura Bílaryð-
vöm árið 1970 ásamt þessum fyrir-
tækjura. Þessi kaup okkar era nú
ekki stórt dæmi en við töldum samt
eðlilegt að við tækjum einir við fyr-
irtækinu,“ segir Jón Ragnarsson.
Bílaryðvöm er með í smíðum
húsnæði í Ártúnshöfða, fyrir ofan
byggingu Ingvars Helgasonar.
Framkvæmdum á að vera lokið um
áramótin 1989-1990. „Þar verðum
við bæði með ryðvöm og bílaleig-
una okkar,“ segir Jón. -JGH
Jón Ragnarsson, rallkappi og ann-
ar eigenda Bílaryðvarnar, keypti
ásamt Birnl Jóhannessyni hlut
Sveins Egilssonar og Þ. Jónssonar
siðastllðlnn mánudag.