Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. PBPI Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Svart ár framundan Viö megum gera ráð fyrir, aö hart veröi í ári. Forsæt- isráðherra segir, að viö stöndum nær þjóðargjaldþroti en nokkru sinni fyrr. Tekjur þjóðarinnar munu að lík- indum hríðlækka. Framleiðslan mun þá minnka. Launastöðvun er í gildi nokkuð fram á næsta ár. Stjórn- endur fyrirtækja ræða, að ekki verði grundvöllur fyrir launahækkanir á næsta ári. Góðærið er sannarlega lið- ið. Við kunnum ekki að nýta það. Eftir stendur, að jafn- vel menn, sem lengi hafa verið ráðherrar, þykjast koma af fjöllum um, hversu slæmt ástandið sé. Sérfræðingar hafa ekki reiknað dæmið til fulls en telja í fljótu bragði, að ástandinu á næsta ári muni mega líkja við hrunið 1967-69. Flest munum við vel eftir árunum 1967-69. Þá hafði síldin horfið. Jafnvel þau okkar, sem minnast vel þeirra erfiðleikaára, munum ekki vera vel undir búin að mæta slíku nú. Þau ár blossaði hér upp tiltölulega mikið at- vinnuleysi. Fjölmargir áttu við mikinn íjárhagsvanda að etja. Við komumst úr þeim vanda hægt og bítandi fyrir það, að við höfðum nokkuð sæmilega ríkisstjórn, viðreisnarstjórnina. Nú er að sjá, hvort stjórn landsins muni ráða eitthvað við vandann. Sem stendur situr hér að völdum veik ríkisstjórn, sem fæstir munu telja hk- lega til stórræða. Þessa dagana er vandinn ræddur á hverj^m stórfund- inum af öðrum. Frystingin er í miklu tapi. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar duga þar skammt. Við höfum ekki brugðist nægilega við lækkun dollars. Það setur okkur í enn meiri vanda en ella væri. Við höfum síðan lifað um efni fram. Þar hefur ríkið verið meðal verstu sökudólganna. Hallarekstur á ríkisbúskapnum er mikið böl, sem meðal annars hefur verið ein aðalorsök verð- bólgu og skuldasöfnunar. Við gjöldum þess nú. Reynd er verðstöðvun, sem er skammgóður vermir. Lands- feðurnir heimta gífurlegar skattahækkanir. Fólki þykir skattpíningin sér í lagi óréttlát, einkum vegna þess, að ábyrgðin er fyrst og fremst óráðsía stjórnvalda, að svona er komið. Vandinn við framleiðslu verður einkum mikill, vegna þess að nú á að verða tíu prósent minnkun þorskafla. Þetta mun mörgum þykja sárt. En minnkunin er hvergi nærri jafnmikil og fiskifræðingar lögðu til. Slík minnk- un hefði átt að koma til miklu fyrr. Landsmenn eiga ekki að fara í grafgötur með, hversu ofveiði hefnir sín. Við byggjum einkum á fiskveiðum. Hinir færustu fiskifræðingar hafa varað við. Gengið hefur verið á stofnana, og í því efni er ekki bjart fram- undan. Telja verður rétt að grípa til minnkunar þorsk- veiði, og það þrátt fyrir, hversu almennt horfir illa í efnahagsmálum. Við mundum gjalda þess enn meira á næstu árum, héldi ofveiðin áfram. Meginhættan er, að aflaminnkunin sé of lítil og komi of seint. Freisting stjórnvalda er einmitt einkum sú að halda áfram að lifa um efni fram. Þetta hefur verið gert, og sumir mundu vilja viðhalda því, nú þegar syrtir í álinn. Því verður að leggja áherzluna á, að við komum búi okkar í lag. Umtal um þjóðargjaldþrot er vafalaust ástæðulaust, ef stjórnvöld kunna fótum sínum forráð. Hættumerkin hafa verið mörg og skýr. Því er harla kyndugt, þegar landsfeðurnir þykjast koma af fjöllum í þessum efnum. Við eigum að geta mætt svörtu ári 1989. Haukur Helgason Georges Habash, talsmaöur frelsis Palestínu, og Yasser Arafat, leiötogi frelsishreyfingar Palestíiiu, mynda sigurmerki eftir yfirlýsingu hins síðarnefnda um sjálfstæði þjóðarinnar. Að viðurkenna eða viðurkenna ekki Yfirlýsingin í Algeirsborg um stofnun sérstaks ríkis Palestínu- mcrnna er vitaskuld ekki nema orð- in tóm en hún getur orðið fyrirboði mikilla tíðinda síðar. Til að stofna ríki þurfa íbúar að eiga sér land en land hins nýja ríkis er hersetið af ísraelsmönnum. En nú er ríki Palestínumanna orðin pólitísk staðreynd, þótt landið vanti, og þar með pólitískt afl sem ekki er hægt að hunsa. Útlagastjóm hins nýja ríkis getur gert tilkall til viður- kenningar annarra ríkisstjóma og ríkisstjórn hins nýja, landlausa ríkis hefur sterkari stööu sem full- trúi palestínsku þjóðarinnar en PLO-samtökin hafa haft. Með stofnun þessa málamyndaríkis, með tilvísun í samþykktir Samein- uðu þjóðanna, em ísraelsmenn settir í meiri vamarstöðu en nokkm sinni fyrr og önnur ríki geta nú fengið það tak á ísrael sem þau hafa aldrei haft áður. Upphaf þeirra tíðinda, sem nú em orðin, er að rekja til uppreisn- arinnar á hemumdu svæðunum sem hófst í desember í fyrra og hefur staðið óslitið síðan. Þessi uppreisn, sem arabar kalla int- ifada, hefur komið meira til leiðar en allar sprengjuárásir og flugvéla- rán PLO-samtakanna síðustu ára- tugi. Hrottaskapur ísraelskra her- manna á vesturbakkanum og í Gaza hefur vakið meiri samúð með málstað Palestínumanna en dæmi eru til áður og ekki aðeins vor- kunnsemi með þeim heldur miklu fremur reiði í garð ísraels. Upp- reisnin hefur líka sýnt fram á þaö sem ísraelsmenn hafa komist upp með í tuttugu ár, að neita að viður- kenna að vandinn á hernumdu svæðunum minnkar ekki með ár- unum heldur vex og vandamálin verða hvorki þöguð í hel né barin niður með ofbeldi. 1 Husseins þáttur Hasemi Ákvörðun Husseins Jórdaníu- konungs í sumar að afsala sér öllu tilkalli til vesturbakka Jórdanar, sem innlimaöur var í Jórdaníu 1950, var bein afleiðing uppreisnar- innar og á þeirri ákvörðun Hus- seins byggist stofnun ríkisins nú. Með því að afsala sér vesturbakk- anum, sem hefur verið ísraelskt hernámssvæði síðan 1967, viður- kenndi Hussein í verki að Jórdan- íumenn gætu ekki talað fyrir hönd Palestínumanna heldur yrðu þeir að finna lausn sinna mála á eigin spýtur. Með þessu var botninn sleginn úr stefnu ísraelsstjómar sem byggðist á því að Hussein Jórd- aníukonungur væri hinn eini rétti formælandi Palestínumanna en ekki PLO og Arafat. ísraelsmenn neita algerlega að eiga nokkur sam- skipti við PLO en PLO hafnaði aft- ur allri samvinnu við Hussein um samninga við ísrael. Þannig höfðu ísraelsmenn engan viðurkenndan aðila til að semja við. Þetta hentaði þeim ágætlega lengi vel, þeir létu allt reka á reið- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður anum á hemumdu svæðunum og neituöu að viðurkenna vandamálin þar þangið til intifadan vakti þá óþyrmilega til meðvitundar um þau. Að Hussein frágengnum varð PLO óhjákvæmilega málsvari íbúa hemumdu svæðanna í æ ríkari mæli og meö stofnun ríkis nú er skrefið stigið til fulls. Hvort sem þetta ríki er raun- verulegt eða ekki er ljóst að sú út- lagastjóm, sem nú er mynduð, mun fara með umboð palestínsku þjóð- arinnar. Þar með fá íbúar her- numdu svæðanna í fyrsta sinn op- inberan málsvara sem allir sem á annaö borð vilja beita sér fyrir lausn vandamálanna verða að skipta við, hvort sem þeim líkar betur eða verr. PLO og ísrael ísraelsmenn hafa alltaf neitað að skipta við PLO vegna þess að PLO séu ekkert annað en hryðjuverka- samtök og vilji afmá Ísraelsríki. Þessu neitar Arafat nú orðið, hann segist vilja lifa í friði með ísrael. í yfirlýsingunni um stofnun ríkis Palestínumanna er ísrael ekki við- urkennt berum orðum en viður- kenning á tilverurétti ísraels, sem er forsenda þess að ísrael eða nokk- urt vestrænt ríki taki PLO alvar- lega, er fólgin í því orðalagi að tvö ríki skuli vera í Palestínu. Formleg viðurkenning á ísrael er tromp sem Arafat vill eiga uppi í erminni þegar og ef til samninga við ísrael kemur. Það er reyndar ekki líklegt í bráð. Ný stjóm harð- línumanna verður að líkindum mynduð í ísrael undir forystu Shamirs og hann neitar sem fyrr aö hafa nokkuð saman við hryðju- verkamenn að sælda. Þaö kemur úr hörðustu átt, því að Shamir er sjálfur fyrrum hiyðjuverkamaður með Stem-hópnum og hefur fjölda mannslífa á samviskunni. Afstaða ísraelsstjómar til samn- inga við Palestínumenn verður því trúlega óbreytt og í augum Shamirs og fylgismanna hans er vestur- bakldnn, sem þeir kalla Júdeu og Samaríu eftir Biblíunni, órjúfan- legm- hluti af ísrael. Það eru væg- ast sagt litlar líkur á því að ísraels- sfjóm taki í mál að þama verði frjálst og fullvalda ríki. Einhvers konar sjálfstjómarríki er þó hugs- anlegt einhvem timann í framtíð- inni en fyrst verður margt að breyt- ast. ísraelsmenn eiga réttmætra ör- yggishagmuna að gæta, sem taka verður tillit til, en það er ekki á þeim sjónarmiðum sem lausn vandamálanna strandar heldur neitun ísraelsmanna á að viður- kenna Palestínumenn sem sér- staka þjóð. Þeirri afstöðu munu þeir halda til streitu svo lengi sem þeim er stætt á henni og það getur orðið lengi enn. Nýir möguleikar En nú eiga önnur ríki kost á möguleika sem ekki hefur fyrr ver- ið fyrir hendi, að setja þrýsting á ísrael með því að viðurkenna eða hóta að viðurkenna hið nýja ríki Palestínumanna. Þama er kominn sá jákvæði þáttur málanna sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra segist sakna í einhliða fordæmingum á ísrael hjá Samein- uðu þjóðunum. Nú er mögulegt að sýna samstöðu með Palestínumönnum í verki með því að viðurkenna útlagastjóm þeirra, án þess að í því felist beinn fjandskapur við ísrael heldur að- eins krafa um raunhæfa lausn vandamálanna. í þessu máli er þó margs að gæta. íslendingar bera sinn hluta af ábyrgðinni á hvernig komið er fyr- ir palestínsku þjóðinni því að þau vandamál stafa af því að Samein- uðu þjóðimar, ísland þeirra á með- al, samþykktu skiptingu Palestínu og stofnun Ísraelsríkis sem leitt hefur til þess að Palestínumenn em nú landlausir. Okkur ber siðferðis- leg skylda til að reyna að bæta fyr- ir þær hörmungar sem sú ákvörð- un hefur leitt yfir Palestínumenn. Ef í ljós kemur, að vel athuguðu máli, að viðurkenning á hinu nýja ríki þjónar þeim tilgangi að knýja á um lausn vandamála þeirra ber okkur að viðurkenna það. Gunnar Eyþórsson „Hvort sem þetta ríki er raunverulegt eða ekki er ljóst að sú útlagastjóm sem nú er mynduð mun fara með umboð palestínsku þjóðarinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.