Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Síða 27
.
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
27
Iþróttir
1. deild kvenna í handknattleik um helgina:
Slakt lið Hauka var engin
hindrun fyrir Framstúlkur
Fram bætti tveimur stigum í
safnið er liðið bar sigurorð af
Haukum í 1. deild kvenna á laugar-
dag. Haukar voru ekki mikil fyrir-
staða fyrir íslandsmeistarana sem
unnu öruggan sigur, 19-12. Staðan
í hálfleik var 11-6 fyrir Fram. Af
öðrum ðlöstuðum var markvörður
Fram, Kolbrún Jóhannsdóttir,
manneskjan á bak við sigur Fram.
Annars átti liðið ágætan dag.
Haukarnir voru ekki sannfærandi
í leiknum ef undanskildar eru
fyrstu mínútur leiksins.
• Mörk Fram: Ama 5, Margrét
og Ósk 3 hvor, Jóhanna og Hafdís
2 hvor, Ingunn, Björg, Anna og
Guðrún eitt mark hver.
• Mörk Hauka: Þórunn og
Margrét4 hvor, Hrafnhildur, Stein-
unn, Ragnheiður og Elva eitt hver.
Tveir sigrar Víkings
Víkingur gerði góöa ferð til Akur-
eyrar. Stúlkumar spiluðu þar tvo
leiki við Þór og sigraðu í þeim báð-
um, 22-18 og 24-13.
Víkingur byijaði fyrri leikinn
mjög vel og hafði góða forystu i
hálfleik, 14-5, sem nægði til sigurs.
Víkingar skoraðu mörg marka
sinna úr hraðaupphlaupum. Þórs-
stúlkurnar komu tvíefldar til síðari
hálfleiks og áttu þá ágætan leik, þá
sérstaklega Harpa Örvarsdóttir
sem aðeins er 15 ára gömul. Þær
náðu að saxa á forskot Víkinga en
bilið var of stórt og Víkingur sigr-
aði örugglega, 22-18.
• Mörk Þórs: María 7, Inga 3,
Valdís og Harpa 2, Margrét, Eva,
Steinunn og Þórdís eitt hver.
• Mörk Víkings: Inga Lára 7,
Halla 5, Heiða 4. Valdís 3, Svava 3.
Síðari leikur liðanna var i lakari
kantinum og mikið um mistök á
báða bóga. Enn vora það hraðaupp-
hlaup Víkinga sem voru banabiti
Þórs. Staðan í hálfleik var 8-5 Vík-
ingi í vil og endaði leikurinn 24-13.
Athygli vakti að Víkingsstúlk-
umar afhentu hverjum leikmanni
Þórs 2 kg af hveiti til jólabaksturs-
ins í upphafi fyrri leiks liðanna.
• Mörk Þórs: María 5, Inga 4,
Harpa 2, Valdís og Steinunn eitt
hvor.
• Mörk Víkings: Inga Lára 7,
Halla 5, Svava 4, Valdís og Jóna 2
hvor, Heiða, Oddný, Matthildur og
Gróa eitt hver.
-ÁS/EL
NBA-deiIdin í körfuknattleik:
Tveir sigrar hjá Spurs
San Antonio Spurs, lið Péturs Guð-
mundssonar, vann tvo sigra í NBA-
deildinni um helgina. Pétur leikur
ekki með liðinu þessa dagana vegna
meiðsla. Úrslit i NBA-deildinni um
helgina urðu þessi:
Atlanta Hawks - Portland 115-97, 76-
ers - Indiana 107-100, Chicago
Bulls - Dallas Mavericks 113-100,
Charlotte Hornets - Houston Roc-
kets 108-104, San Antonio Spurs-
New York Knicks 122-102, Phönix
Suns - Los Angeles Clippers 114-106,
Seattle Supersonics - Golden State
Warriors 136-106, Utah Jazz-Sác-
ramento Kings 107-73, Portland-
Miami Heat 105-102, Milwaukee
Bucks-New Jersey Nets 103-92,
Cleveland - Boston Celtics 112-84,
Detroit Pistons - Washington Bullets
120-114, New York Knicks - Dallas
Mavericks 104-101, Denver Nug-
gets - Golden State Warriors 122-102,
Seattle Supersonics - Los Angeles
Clippers 154-104, Los Angeles Lak-
ers-Utah Jazz 113-92, Atlanta
Hawks - Washington Bullets 127-115,
Charlotte Hornets - 76ers 109-107,
Cleveland Cavaliers - Milwaukee
Bucks 99-96, Denver Nuggets-Sac-
ramento Kings 133-126 í framleng-
ingu, Boston Celtics-New Jersey
Nets 133-100, Detroit Pistons - Indi-
ana Pacers 114-111, San Antonio
Spurs- Miaami Heat 105-101, 76-
ers-Portland 114-106, Houston Roc-
kets - Dallas Mavericks 101-89, Utah
Jazz-Chicago Bulls 107-93, New
York Knicks - Los Angeles Chppers
135-128 í framlengingu og Los Ánge-
les Lakers - Seattle Supersonics
110-106. -SK
• Robert Parish, miðherji Boston Celtics, til vinstri, og Bill Lambeer, mið-
herji Detroit Pistons, i áflogum á dögunum. Báðir voru reknir i bað.
Símamynd Reuter
Ma Na frá Kína
sést hér setja heimsmet i 56 kg flokki
kvenna á heimsmeistararhóti í lyftingum kvenna sem fram fór um helgina.
Á myndinni jafnhattar hún 105 kg. Kinverskar stúlkur þóttu skara fram úr
á mótinu og Han Chang Mei lyfti mestu þyngd sem kvenmaður hefur lyft
frá upphafi. Hún snaraði og jafnhattaði 132,5 kg og bætti eldra heimsmetið
um 7,5 kg. Þá varð Xing Fen fyrst kvenna til að lyfta meira en tvöfaldri
eigin þyngd. Hún lyfti samtais 90 kg en keppti i 43,5 kg flokki.
-SK/Símamynd/Reuter
Samdráttur ákveðinn á ársþingi KSÍ á Selfossi um helgina:
Tap KSÍ á síðasta
ari um 8,7 milljonir
Sveinn Helgason, DV, Selfœsi:
Nokkur samdráttur er fyrirsjá-
anlegur á starfsemi Knattspyrnu-
sambands íslands í kjölfar slæmrar
íjárhagsstöðu sem staðfest var á
ársþingi sambandsins á Selfossi
um helgina.
Tapið nemur 8,7 milljónum
króna. Meðal aðgerða til spamaðar
má nefna uppsagnir starfsfólks á
skrifstofu sambandsins og fækkun
utanlandsferöa landsliða. A-lands-
liðið mun til aö mynda ekki fara í
fyrirhugaðar feröir til Möltu og
Búlgaríu.
Á ársþinginu var ákveðiö aö
Austri frá Eskifirði léki í 3. deild
næsta sumar. Þá var felld tillaga
þess efnis að 1. deildar félögin hæfu
keppni í bikarkeppninni í 32-liða
úrslitum í stað 16-liða úrslita í dag.
Stjórn KSÍ er þannig skipuð: Ell-
ert B. Schram formaöur, Gylfl
Þórðarson varaformaður, Þór Sím-
on Ragnarsson, en hann var kosinn
til tveggja ára á þinginu, Helgi Þor-
valdsson, Gunnar Sigurösson,
Sveinn Sveinsson, kosinn til
tveggja ára á þinginu, Elías Her-
geirsson, Ragnar Marinósson, og
Stefán Garðarsson, kosinn til eins
árs á þinginu og kemur í staö Steins
Halldórssonar.
• Thomas Allofs, sem leiikur
með FC Köln, er nú markahæst-
ur i vestur-þýsku knattspyrnunni.
Frétta-
stúfar
Thomas Allofs er
nú að stinga aðra
knattspyrnumenn af
í Vestur-Þýskalandi
varðandi markaskorun. Allofs er
markahæsti leikmaðurinn í
Þýskalandi þessa dagana og hef-
ur skorað 12 mörk fyrir lið sitt. í
öðru sæti eru þeir Uwe Leifeld,
Bochum, Frank Neubarth, Werd-
er Bremen, og Hans-Jörg Criens,
Gladbach, en þremenningarnir
hafa skorað 9 mörk.
Baltazar einn á
báti á Spáni
Keppnin er ekki spennandi um
markakóngstitilinn í spönsku
knattspyrnunni. Þar hefur
Baltazar de Morais, sem leikur
með Atletico Madrid, skorað 15
mörk. Julio Salinas, Barcelona,
kemur næstur með 9 mörk, Hugo
Sancez er þriöji með 8 mörk og
Ramon Vazquez, Sevilla, er með
7 mörk.
Careca efstur í
ítalska boltanum
Enn um markaskorara og menn
á skotskóm. í ítölsku knattspyrn-
unni er Brasilíumaðurinn Careca
í liði Napolí markahæstur en
hann hefur gert 8 mörk það sem
af er keppnistímabilinu. Félagi
hans í Napolí, Andrea Carnavale,
kemur næstur með 6 mörk. Aldo
Serena, Inter Milan og Pietro
Paolo Virdis, AC Milan, hafa
komiö knettinum 5 sinnum i net
andstæðinga sinna. Her manna
hefur skorað fjögur mörk og þar
á meðal eru snillingurinn Diego
Armando Maradona og Daninn i
liði Juventus, Michael Laudrup.
Smith til Newcastle?
Nú eru taldar nokkrar líkur á því
að Jim Smith verði ráðinn fram-
kvæmdastjóri enska knatt-
spyrnuliðsins Newcastle en hann
starfar nú hjá QPR. Hann yrði
þá 5. stjórinn hjá Newcastle sl.
10 ár.
2.deUd
r íirslit
d
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri:
Þórsarar urðu til þess að stöðva
sigurgöngu Hauka í 2. deildinni í
handbolta er liöin mættust á Ak-
ureyri um helgina.
Úrslit leiksins urðu 22-21 fyrir
Þór sem leiddi 11-9 í hálfleik. El-
ías Jónasson og Árni Hermanns-
son skoruöu 5 mörk hvor fyrir
Hauka, en hjá Þór var Páll Gísla-
son markahæstur með 6 mörk.
í gærkvöldi vora þessir leikir á
dagskrá: Ármann-HK, 23-28, og
Njarðvík-ÍH, 29-25.