Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Page 48
48
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
Sviðsljós
Cynthia
Lennon
- fyrrum eiginkona Johns Lenn-
on heitins - hefur í heiöri gömul
„mottó" eiginmannsins fyrrver-
andi. Hann sagði á sínum tíma
aö ekkert væri auðveldara og
betra en að komast áfram án Bítl-
anna. Cynthiu hefur gengið bæri-
lega hin síðustu ár og nýlega
sannaði hún orð Lennons þegar
hún setti á markað ilmvatn með
sínu nafni.
Sean
Connery
hefur enn einu sinni tekið hlut-
verki gamla mannsins. Nú leikur
þessi hálfsextugi leikari föður en
sonurinn verður leikinn af Dust-
in Hoffmann. í fyrstu hafnaði
hann hlutverkinu og benti kurt-
eislega á að hann væri aðeins sjö
árum eldri en Dustin. En hann
lét tilleiðast þegar hann heyrði
hver launin yrðu en þau verða
ekki skorin við nögl. Förðunar-
meistararnir geta svo séð um það
sem vantar upp á.
Leikarinn myndarlegi, Richard
Chamberlain, segir aö lífið hafi gefið
sér allt - nema það sem hann langar
mest í, böm.
„Ég er búinn að gefa upp vonina
um að verða pabbi,“ sagði leikarinn
53 ára í opinskáu viðtali á franskri
sjónvarpsstöð. Richard segist elska
böm meira en allt annaö. „Ég er
guöfaðir tuga bama heima í Los
Angeles og ennþá fleiri bama á eyj-
unni minni á Hawaii. En það er ekki
eins og að eiga eigin börn. Einu sinni
hugleiddi ég aö ættleiða litla stúlku.
En þó ég hefði fengið það þá hefði
það verið ósanngjarnt gagvart henni.
Hver hefði átt að gæta hennar á
meðan ég er í mánaðarlöngum kvik-
myndatökum."
Richard er nú að vinna aö fram-
haldsþáttum fyrir sjónvarp þar sem
hann leikur lækni. En hann reynir
að gefa börnum eins mikið af tíma
sínum og hann getur. Hann starfar
fyrir barnasamtökin Unichef og tek-
ur þátt í mörgum verkefnum sem
tengjast börnum. „Ég verð ham-
ingjusamur með bömum - þau veita
mér lífsfyllingu," segir hann. „Ann-
ars get ég verið ánægður með lífið
því ég fæ 10.000 aðdáendabréf á
hverjum degi og verð ástfanginn í
hverri viku.“
Ólyginn
sagði...
„Ég fæ 10 þúsund aðdáendabréf á dag og verð ástfanginn í hverri viku,“
segir Richard Chamberlain. Hann langar þó mest af öllu i lífinu til að verða
pabbi.
Richard Chamberlain:
Hef allt í lífinu
nema...
Kim Wilde
nagar nú neglur af áhyggjum. Um
daginn var brotist inn á heimih
hennar og dagbókinni hennar
stohð. Eins og flestir vita skrifar
maður í dagbókina sína ýmis
leyndarmál sem ekki eru ætluð
öðrum. Sá sem hefur dagbókina
nú undir höndum getur lesið allt
um Michael Jackson og tónleika-
förina sem þau fóm í saman.
Bókin inniheldur líka símanúm-
er helstu poppstjama í heimin-
um, ljóð og söngtexta og mörg
önnur leyndarmál sem gæti kom-
ið sér illa að yrðu á alla vömm.
Þjóð veit þá þrír vita.
Alan Alda
var trúður
Allir þekkja Alan Alda, leikara og
leikstjóra í Hollywood, stórstjömu
með meiru. Færri vita sjálfsagt að
hann var trúöur, leigubílstjóri og
dyravörður áður en frægðin bankaði
upp á hjá honum.
Alan á ekki langt að sækja hæfi-
leikana. Foreldrar hans vom báðir
leikarar og sex mánaða kom hann
fyrst fram á sviði með föður sínum.
Piltinn langaði alltaf til að leggja leik-
hstina fyrir sig en pabbi gamli vildi
að hann yrði iæknir. Hann gekk í
háskóla, tók próf, gekk í herinn og
síöan í hjónaband. Hann er enn giftur
sömu konunni.
Eftir vistina í hemum vann Alan
Alda ýmis störf en draumurinn um
leikhstina yfirgaf hann aldrei. Árið
1960 fékk hann fyrsta aðalhlutverkið
sitt á Broadway og þannig koll af
kohi uns hann varð frægur fyrir leik
sinn í sjónvarpsseríunni MASH.
Framhaldið þekkja allir.
Alan Alda hefur lagt gjörva hönd á
margt.
Tyson lýgur
Nú er Mike Tyson genginn guði á
hönd. Áður en það gerðist laug hann
því til að hann danglaði aldrei í kon-
una sína.
Þessar hrikalegu staðreyndir
komu í Ijós þegar virtur bandarískur
vísindamaður á sviði mannlegs eðlis
notaði sérstök mæhtæki á viðtal sem
Tyson veitti nýlega um málið. Tæki
þetta mælir streitueinkenni sem
koma fram í röddinni og annars stað-
ar þegar maður lýgur.
í viðtahnu var Tyson spurður aö
því hvort honum væri stundum laus
höndin í návist konu sinnar. Boxar-
inn kvað nei við. Sannleiksmaðurinn
segist hins vegar vera sannfærður
um að Tyson ljúgi. Og þá vitum við
það.
Sannleiksmaður segir að Tyson lemji konuna sina.
Svona litur Brigitte Nielsen út á plastevuklæðunum. Mennirnir tveir eru lista-
menn.
Rambólína
úr plasti
Brigitte Nielsen, fyrrum Ramb-
ófrú, verður senn tekin í guðatölu á
sínu eigin heimili.
Núverandi spúsi hennar, ameríska
fótboltastjarnan Mark Gastineau,
vih endilega eignast plaststyttu af
öllu sílikoninu. Stúlkan hefur því
mátt sitja fyrir hjá tveimur myndhst-
armönnum undanfarnar vikur með
hendurnar upp fyrir haus, kviknakin
sem í upphafi. Styttan verður svo
væntanlega sett á stall þar sem hægt
verður að thbiðja hana.
Sem kunnugt er hefur gengið á
ýmsu í samskiptum þeirra Marks og
Gittu en nú virðist aht vera fallið í
ljúfa löð. Pilturinn ætlar þó ekki að
taka neina sjensa og vill geyma mynd
af íturvöxnum kroppi konunnar um
eilífð alla fari svo að hún kveðji kóng
og prest einn góðan veðurdag og
haldi á vit annarra vöðvafjalla.
Ringo er hættur
að drekka
Nýlega kom Ringo Starr heim til
Englands úr áfengismeðferð á einka-
stofnun í Bandaríkjunum. Hann seg-
ist ekki ætla að drekka áfengi aftur.
„Mér líður miklu betur enda hef ég
ekki fengið mér í glas í 45 daga og
það er stórkostlegt á minn mæli-
kvarða," segir hann. Eiginkona
Ringos, leikkonan Barbara Bach, fór
með honum í meðferðina í Arizona.
Ringo sagöi að þau hefðu ákveðið
þetta í sameiningu eftir að hafa gert
sér grein fyrir hve drykkjuvandamál
þeirra var orðið mikið.