Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 10
10; FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988. ONDsrrec Utlönd Bandaranaike, fyrrum forsætisráð- herra Sri Lanka og forsetaframbjóð- andi stjórnarandstöðunnar. Símamynd Reuter Bandaranaike spáir kosninga- svindli Sirima Bandaranaike, sem verður aðalframbjóðandi stjórnarandstöð- unnar í forsetakosningunum á Sri Lanka síðar í þessum mánuði, full- yrti í gær að hún myndi vinna með milljón atkvæða mun - ef henni yrði leyft það. Hvatti hún kjósendur til að fara snemma á kjörstað, áöur en aðrir kæmu þangað í þeirra nafni. Einnig hafði hún á orði að atkvæða- kassarnir hefðu tilhneigingu til að hverfa í tíð núverandi stjómar. Bandaranaike reynir nú að binda enda á ellefu ára stjórn Sameinaða þjóðarflokksins. Hún kvartar undan því að forseti landsins, Junius Jay- ewardene, hafi neitað að rjúfa þing fyrr en daginn eftir kosningarnar sem fram eiga að fara þann 19. des- ember. Segir hún það verða til þess að menn stjórnarinnar njóti stuðn- ings lögreglu og embættismanna. Bandaranaike mótmælti því að hennar menn úr Frelsisflokknum væm handteknir víösvegar um landið í skjóh neyðarástandslaga á meðan menn stjórnarinnar mættu fara út meðan útgöngubann ríkir til þess að setja upp kosningaspjöld og rífa niöur spjöld stjórnarandstæð- inganna. Reuter Einbýlishúsið sem Nelson Mandela dvelur nú I. Simamynd Reuter Mandela fluttur í einbýlishús Nelson Mandela, mannréttinda- leiðtoginn sem setið hefur í fangelsi í aldarfjórðung, var í gær fluttur af sjúkrahúsi og í einbýlishús nálægt fangelsi í borginni Paarl. Yfirvöld segja að Mandela sé nú frjáls að umgangast fjölskyldu sína meira. Winnie Mandela, eiginkona þessa frægasta samviskufanga heims, segir þrátt fyrir þennan flutning að Mand- ela sé enn fangi. Kveðst hún ekki munu dvelja lengur en íjörutíu mín- útur í senn hjá eiginmanni sínum, eins og henni var leyft meðan hann sat inni, fyrr en öllum öðram póht- ískum föngum verði veitt sömu rétt- indi. Einbýhshúsið er í 75 kílómetra íjar- lægð frá Höfðaborg og í garðinum fyrir utan þaö er sundlaug og rósa- garður, að því er sjá má af myndum sem stjómvöld sýndu í gær. Reuter HEIILAIA*F Getum nú boöiö þennan fullkomna og hentuga Bondstec örbylgjuofn á ótrúlega hagstæöu og milliliðalausu heildsöluveröi beint til þín 18 lítra, 500 vatta, affrysting, snúningsdiskur. Nákvæmur íslenskur leiöbeiningarbæklingur fylgir. Sþarið tíma, fé og fyrirhöfn, meö Bondstec og lækkiö um leið rekstur heimilisins. VERÐ AÐEINS 13.850 STGR. Oþið mánudag—fimmtudag frá kl. 9—22 föstudag frá kl. 9—19 laugardag frá kl. 10—16 OPUS-VERSLUN SEM ER TIL FYRIR ÞIG. Vi SNORRABRAUT 29 SÍfvÓ 62-25-55 TíMER Stjórnarkreppa leyst? Verkamannaflokkurinn í Israel, sem er undir stjórn Shimonar Peres, hélt í gær langa fundi til að reyna að ákveða hvort flokkurinn á að fara í samsteypustjórn sem aukaflokkur erkióvinarins, Likudflokksins. Miðnefnd flokksins, sem í eru þrettán hundruð manns, mun í dag greiða atkvæði um hvort virða eigi beiðni Chaims Herzog, forseta lands- ins, til Verkamannaflokksins um að hann fari í stjórn undir forsæti hins hægrisinnaða Yitzhaks Shamir. Framkvæmdastjórn flokksins hafnaöi í síðustu viku tihögu um að farið yrði í viðræður við Likudflokk- inn. Þeir sem helst voru andvígir samstarfi við Likud voru ungu mennirnir sem óttuðust að flokkur- inn myndi missa sérkenni sín í slíkri samsteypustjóm. Tilraunir flokksins til að mynda meirihlutastjórn með aðstoð trúar- hópa hafa algerlega mistekist og Per- es og Yitzhak Rabin varnarmálaráð- herra, sem báðir eru hlynntir stjórn með Likud, hafa fengið boð um góð ráðherraembætti í slíkri stjórn, sem yrði undir stjórn Shamirs. Heimildir innan Verkamanna- flokksins herma að miðnefndin muni hugsanlega gera það að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku flokksins að kosn- ingalögum verði breytt í landinu inn- an tveggja ára. Núverandi kerfi gefur litlum flokkum mun meiri völd en þeir ættu að hafa. Samkvæmt sömu heimildum telja verkamannaflokksmenn það vera móðgun við forsetann, eftir að hann er búinn að blanda sér í stjórnar- myndunina, að hafna beiðni hans algerlega. Á meðan Verkamannaflokkurinn ræöur ráöum sínum hefur Shamir verið að ræða við fulltrúa lítilla trú- arflokka af miklum krafti, til þess að styrkja stöðu sína gagnvart Verkamannaflokknum að því er talið er. Þaö er Shamir sem hefur umboð til stjórnarmyndunar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.