Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988.
Útlönd
Englandsbanki hefur
opnað dyr sínar
Englandsbanki, sem hefur í gegn-
um tíðina varðveitt leynd sína af
jafnmiklum ákafa og gullforðann,
hefur nú opnað dyr sínar og gefið
almenningi kost á að skyggnast inn
fyrir steinmúrana.
Tveggja og hálfs metra þykkur
veggur umlykur bygginguna. Eng-
ir gluggar eru á honum. Hann var
hannaður af Sir John Soane. Vegg-
urinn hefur ekki átt hvað minnstan
þátt í að sveipa bygginguna dulúð
síðan byggingu hans var lokið árið
1828.
Hið nýja safn Englandsbanka
rekur sögu hans frá stofnun árið
1694.
Áöur en safniö var opnað gátu
végfarendur einungis vonast til aö
sjá inn fyrir steinveggina þegar
bleikklæddir hliðverðir opnuðu
risastórar bronshurðirnar á
Þráðnálarstræti (Threadneedle
Street) í London.
Afnám hafta opnuðu dyrnar
Það var árið 1986 sem sprenging-
in varð. Afnám hafta á fjármála-
markaðinum í London hafði í för
með sér nýja tíma og tæknivæö-
ingu. í kjölfarið vaknaði mikill
áhugi á að fá að vita meira um
bankann sem var svo dularfullur.
„Fólk las um að Englandsbanki
væri að gera þetta eða hitt og að
hann væri að skipta sér af erlend-
um gjaldeyrismarkaði en það vissi
í raun ekkert um bankann," segir
aðstoðarsafnstjórinn, Peter O’Ri-
ley.
Safniö er í húsnæði bankans og
gengur fólk inn um hliðarinngang.
Sýningarferðin hefst í verðbréfa-
skrifstofu bankans sem hefur verið
endurbyggö í samræmi viö upp-
runalega hönnun Soane.
í sölum byggingarinnar er sýning
á byggingarlegri sögu bankans sem
hóf starfsemi sína í bráöabirgða-
húsnæði áður en hann fluttist til
staöar sem hét Kaupmannssalur
(Grocers’ Hall). Þar var hann í
fjörutíu ár.
Nýja byggingin á Þráðnálargötu
var fuUgerð árið 1734. Nokkrum
árum síðar endurbyggði Soane
megniö af bankanum. Soane var
sérvitur arkitekt. Hönnun hans á
grafhýsi konu sinnar varð fyrir-
myndin að hinum frægu rauðu
bresku símaklefum.
Mikil íjölgun varð á starfsfólki
bankans meðan á fyrri heimsstyij-
öld stóð. Því var nauösynlegt að
byggja enn frekar við bankann. í
stað einnar hæðar byggingar Soane
kom sjö hæða bygging sem hýsir
bankann enn þann dag í dag.
Gluggalausi veggurinn hans er
samt óbreyttur á sínum stað.
Tók við af gullsmiðum
Fyrir aftan styttu af Vilhjálmi
þriðja, sem var við völd þegar
bankinn var settur á laggimar, eru
myndir sem eiga að tákna gull-
smiði 17. aldar. Gullsmiöir höföu
nokkurs konar einkarétt á þvi að
lána peninga áður en Englands-
banki var stofnaður.
Gjaldþrot fimm gullsmiða, þegar
Karl annar konungur neitaði að
borga skuldir sínar, opnuðu augu
fólks fyrir þörfinni á almennings-
banka.
Elísabet Bretlandsdrottning opn-
aði safniö á þijú hundmð ára af-
mæli valdatöku Vihjálms og konu
hans,- Maríu, þann 16. nóvember
síðastliðinn.
Talið er að í Englandsbanka séu einhverjar mestu gullbirgðir sem finnast í heiminum. Ekki er þó gestum safnsins gefinn kostur á að líta herleg-
heitin eigin augum.
(orðstírs) sem heföi endanlega lent
í slæmum félagsskap” („An elderly
lady in the city of great credit and
long standing, who had ultimately
fallen into bad company").
James Gillray skopmyndateikn-
ari byggði á lýsingunni og sýndi
bankann sem piparjunku klædda í
eins punds seðla. Forsætisráðherr-
ann stóð hjá og gaf henni óvið-
kunnanlegt augnaráð. Uppruna-
lega teikningin er til sýnis í safn-
inu.
Englandsbanki hefur nú í fyrsta skipti opnað dyr sinar fyrir almenning. Í síðasta mánuði var opnað safn i
bankanum.
Á þeirra valdatíma var stöðugt
sfjómmálaástand en stríö við
Frakkland tæmdi ríkiskassann og
gerði stofnun seðlabanka að algerri
nauðsyn.
Skoti átti hugmyndina
William Paterson, ungur kaup-
sýslumaður frá Skotlandi, stakk
upp á því að stofnaður yrði banki
sem myndi lána ríkisstjóminni
peninga gegn því aö fá viss forrétt-
indi, það er að segja leyfi til að gefa
út peningaseðla.
Bókin með úskýringum hans á
hugmyndum um bankann og stofn-
samningur bankans með konung-
legu innsigli em nú til sýnis í Eng-
landsbanka.
Hugmyndin varð fljótt vinsæl og
borgaramir lögöu fram tólf hundr-
uð þúsund sterlingspund til kaupa
á hlutabréfum í stofnuninni sem
átti að nefna „Yfirmaöur og félagiö
um Englandsbanka" (The Gover-
nor and Company of the Bank of
England”).
Seinna varö bankinn uppnefnd-
ur, og ekki með góðum huga,
„Gamla konan við Þráðnálar-
stræti”. Þetta nafn loðir enn við
hann.
í slæmum félagsskap
Árið 1797 var stríð við Frakkland
og takmarkanir á greiðslum með
reiðufé. Þá var ekki lengur hægt
að skipta seölum í gull eins auð-
veldlega og áður. í fyrsta skipti
vom seðlar með lágu verðgildi
gefnir út.
Richard Brinsley Sheridan, leik-
ritaskáld og þingmaður, kallaði þá
bankann, „Eldri konu í borg hins
langvinna stórkostlega lánstrausts
Hliðverðir bleikir frá upphafi
Sir John Houblon, auðugur kaup-
sýslumaður í London, var fyrsti
yfirmaður bankans. Bleiki litur-
inn, sem notaður er í fót hliðvarða
bankans, er talinn vera kominn frá
einkennisbúningi þjónustufólks lá-
varðarins.
Á hveijum fimmtudegi hittast
stjórnarmenn bankans í glæsileg-
um fundarsölum hans. Þá taka
prúðbúnir hliðverðir á móti þeim.
Bankinn var þjóðnýttur eftir
seinni heimsstyrjöldina.
Fyrstu seðlarnir, sem voru gefnir
út, eru til sýnis í safninu. Sumir
þeirra eru farnir að gulna vegna
aldurs en þeir eru samt ennþá læsi-
legir. Fyrstu fölsuðu peninga-
seðlarnir era þar líka.
Ekki er allt gull sem glóir
Það sem mestan áhuga vekur í
safninu er sýning á gullstöndum
sem eru innan í glerpýramida. Ekki
er þó allt gull sem glóir því að
stangirnar íimmtiu og níu eru ein-
ungis nákvæmar eftirlíkingar. Al-
vöruguU er geymt í neðanjarðar-
hvelfmgum, kirfilega læstum.
Þaö eru aðeins tvær stangir af
alvörugulli til sýnis fyrir almenn-
ing. Þær eru báðar tólf kíló að
þyngd.
Bankinn er með sína eigin örygg-
isverði en starfsmenn ræöa ekki
öryggismál viö utanaðkomandi.
Þeir vilja heldur ekki segja frá því
hve mikiö gull er geymt innan við
veggi bankans. Talið er að þar sé
eitthvert mesta magn sem finnst í
heiminum af gulli.
Reuter