Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Page 13
FIMMTODAGUR.8.-DESEMBER 1988. .
13
Merming
Isac Bashevis Singer: Jafnvægið milli Guðs og Mannfélagsins er ekki auðfundið.
A valdi manna
og guða
Nú mega jólin koma meö öllu
sínu stressi og tilheyrandi - okkur
er óhætt: Singer er kominn út -
Jöfur sléttunnar. Bók eftir þennan
jiddíska sagnameistara fer aö
verða árlegur viöburður hér á
landi og er þaö fagnaðarefni aödá-
endum hans. Fyrir jóhn í fyrra kom
Þrællinn sem Singer skrifaöi fyrir
um þijátíu árum en áður hafa sex
af bókum hans komið út á ís-
lensku, þar af fimm í þýöingu
Hjartar Pálssonar sem einnig þýöir
þessa. En nú ber nýrra við því Jöf-
ur sléttunnar er nýjasta skáldsaga
Isaacs Bashevis og er um þessar
mundir að koma út á ensku og
fleiri málum samkvæmt upplýs-
ingum útgefanda.
Jöfur sléttunnar segir frá lífi og
örlögum fólks á sléttum Póllands á
þeim tíma þegar latína var enn
móöurmál íbúa Rómaborgar og ót-
al smákóngar réöu ríkjum í Póll-
andi og viðar í álfunni. Veiöi-
mcmnaflokkur, svonefndir skógar-
menn, er hnepptur í ánauð af Rauöi
konungi og hermönnum hans,
flakkandi óeirðaseggjum sem
finnst upplagt að gera búðir skóg-
armanna aö samastað sínum eftir
tilheyrandi blóðbaö og nauðganir.
Þessir heiðursmenn kenna sig við
jörðina og kallast pólverjar enda
þýddi pola akur á máli þeirra. Þess-
ir stríösglöðu kornræktarmenn
láta íbúa búðanna höggva skóg og
brjóta land til ræktunar og snúa
sér aö akuryrkju, takk fyrir, í stað
veiðanna.
Hluti skógarmanna flýr til fjalla,
þar á meðal Cybula, aðalpersóna
sögunnar. Dóttir hans Laska verð-
ur eftir í búðunum og um síðir tek-
ur Rauður hana fyrir konu. Að
undirlagi hennar friðmælast fjalla-
menn og pólverjar og þeir fyrr-
nefndu flytjast til búðanna. Cybula
vingast við einn af hermönnunum,
mildan talnaspeking og orðlistar-
mann, og eru þeir gerðir út í leið-
angur til Miasto sem er næsta borg
en fjarlæg þó. Slíkan samsöfnuð
húsa og það á tveimur hæðum
hafði Cybula aldrei séð fyrr en þar,
hvað þá tröppur eða rúm. En þegar
þeir snúa aftur er margt breytt í
búðunum...
Enginn gyðingur?
Cybula er mesti öndvegismaður
og réttlátur í annars harðneskju-
legu samfélagi búðanna þar sem
siðgæði eins og við þekkjum það
Bókmermtir
Kjartan Árnason
er með öllu framandi og hjátrú og
fávísi-eru allsráðandi; í þeim flokki
er Kóra, ástkonan sem elskar Cyb-
ula fram í rauðan dauðann og
lengra en það - og er um leið
tengdamóðir hans.
Sú saga sem sögð er af lífinu í
búðum pólverja er sagan af sam-
félagi í mótun: hvernig flakkandi
veiðimenn fá fast heimilisfang og
fara að eija jörðina, hvernig svarn-
ir óvinir geta og geta ekki látið sér
falla í náinni sambúð, hversu
hverful og skammvinn völd og
mannvirðingar eru í samfélagi
manna, hvernig karlar kúga karla
og konur - og konur hver aðra,
hvernig guðirnir rekast hver á
annan og eru ýmist margir eða
einn, hvernig ástin nær út yfir gröf
og dauða enda dauöinn kærkomin
lausn frá böli heimsins. Já, það eru
í rauninni margar sögur sagðar í
þessari bók.
„Kva, er enginn gyðingur í sög-
unni?“ spyr kannski einhver af
góðkunningjum Singers. Ó, jú, víst
er þar gyðingur að nafni Ben Dosa
og höfðu þeir félagar Cybula og
Nosek talnameistari hann með sér
úr borginni ásamt Kosoku sem þeir
keyptu handa konungi sínum. Ben
þessi Dosa er um margt líkur
þrælnum Jakobi úr síðustu jólabók
Isaacs og Kosoka tekur smám sam-
an á sig mynd Wöndu úr sömu bók
og fær - eins og Wanda - að lokum
nafnið Sara við inntöku í samfélag
gyðinga.
Jólagottið
Isaac Bashevis Singer er mein-
lætagyðingurinn hugleikinn og eft-
irminnilegastur er kannski töfra-
maðurinn frá Lúblín sem múraði
sig inni til friðþægingar. Gyðingur-
inn er alltaf á skjön við samfélag
„hinna“ ef hann vill hlýða boðum
Lögmálsins en hann fær aldrei flú-
ið uppruna sinn - frekar en við hin
- og leitar alltaf um síöir í hóp sinna
líka með öllum þeim afleiðingum
sem það hefur, góðum og illum. En
þessi gyðingur Singers er miklu
meira en bara gyðingur. Hann er
Maðurinn milli Guðs og Samfélags-
ins - sá sem gera verður upp á
milli mannfélagsins með öllum sín-
um fýsnum og guðs eða sætta þetta
tvénnt og koma á jafnvægi í sál
sinni - eða farast ella.
Ég geri ekki tilraun til að endur-
segja og gera skil nema broti af
þessari margslungnu og heillandi
sögu þar sem dauði, ofbeldi, ást og
erótík (loksins kom ég aö þessu
tískuorði bókmenntaáhugamanna)
tvinnast saman í margræðan vef
sem heldur manni fóngnum um
leið og hann vekur mann úr sið-
ferðilegu dauðadái og stillir and-
spænis spurningunni: Hvað ert þú
að gera hér maður minn og á hvaða
leið ertu? Erum við hér á eigin veg-
um eða ofurseld valdi guðanna?
Hjörtur þýðir vel að vanda og
nær fram alveg sérstökum andblæ
sem vel má vera persónulegur mín
vegna því fyrir mér a.m.k. er hann
orðinn hluti af verkum Singers á
íslensku.
Jöfur sléttunnar eftir Isaac Bas-
hevis Singer er tvímælalaust jóla-
konfektið í ár.
Jöfur sléttunnar, skáldsaga, 239 bls.
Höfundur: Isaac Bashevls Slnger
Þýðandl: Hjörtur Pálsson
Útgefandl: Setberg
Kjartan Árnason
Nauðungaruppboð
annað og síðara á fasteigninni Steinholtsvegi 2, Eskifirði, þingl. eign Bjarna
Björgvinssonar, fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði,
fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Árni Hall-
dórsson.
Bæjarfógetinn á Eskifirði
Sýslumaður Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á fasteigninni Árskógum 11, Egilsstöðum, þingl. eign
Guðjóns Sveinssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. desem-
ber nk. kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður I. Halldórsson hdl., Inn-
heimta ríkissjóðs og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl.
Bæjarfógetinn á Eskifirði
Sýslumaður Suður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta, á fasteigninni Miðás 16, Egilsstöðumj þingl. eign Vakt
sf„ fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru Byggðastofnun, Brunabótafélag íslands, Iðnlána-
sjóður, Egilsstaðabær og Innheimta ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Eskifirði
Sýslumaður Suður-Múlasýslu.
Hús til sölu á Húsavík
Kauptilboð óskast í húseignina Laugarbrekku 22,
Húsavík samtals 840 rúmmetrar að stærð. Bruna-
bótamat kr. 7.314.000,- Húsið verður til sýnis í sam-
ráði við Björn H. Jónsson, sími (96) 41808. Tilboðs-
eyðublöð eru afhent á staðnum og á skrifstofu Inn-
kaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík.
Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl.
11.00 f.h. föstudaginn 16. desember nk.
IIMIMKAUPASTOFNUN RÍKISIIMS
________BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Efnisflutningsprammi
til sölu
Kauptilboð óskast í efnisflutningapramma (split
Barge) B-935.
Flutningsgeta prammans er 150 m3 eða 300 tonn
og er hann smíðaður árið 1977 á Seyðisfirði.
Allar nánari upplýsingar veitir Gústaf Jónsson hjá
Hafnarmálastofnun ríkisins í síma (91) 27733.
Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu Innkaupastofn-
unar ríkisins fyrir kl. 11.30 f.h. föstudaginn 16. des-
ember nk. þar sem þau verða opnuð í viðurvist við-
staddra bjóðenda.
IIMIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
• Náttkjólar
• náttföt
S
vandaðar
og
góðar
jólagjafir
sloppar
skyrtur
buxur
pils
jakkar
kápur
úlpur
treflar
hanskar
slæður
sokkar
peysur
bolir
M>\no\
Austurstræti, sími 14260