Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Page 15
FlMMTUDÁGUIt !8. I)ÉSÉMBER;,I988.
lí1
„Siðbótar“ er
á íslandi
Svavar Gestsson menntamálaráöherra. - „Stendur vörð um sameigin
legar eignir þjóðarinnar," segir greinarhöfundur m.a.
Á aðventunni 1988 hriktir í
stoðum íslensks efnahagslífs. Það
er ekki uppörvandi að hlusta á all-
,ar þær hremmingar sem yfir þjóð-
félagið ganga. Ekki er það vegna
þess að veðrið leiki ekki við okkur,
- nei, það er mannlífið sem allt
vir,ðist gengið úr skorðum.
Hvar er þín fomaldarfrægð?
stendur í einu kvæðanna. Hvar er
nú sú þjóð sem mest hefur státað
af dugnaði og siðferðislegu þreki?
Fjölmiðlamir senda nú út hveija
fréttina á fætur annarri um sið-
spillingu æðstu embættismanna
þjóðarinnar þar sem brennivínið
spilar aðalhlutverkið.
Bankarnir hafa á undanfomum
árum hrifsað til sín milljarðatugi
frá einstaklingum og atvinnufyrir-
tækjum svo að allt atvinnulíf
stendur á barmi gjaldþrots. - Jafn-
vel innan læknastéttarinnar ber á
því að sjúkhngar séu notaðir í
auðgunarskyni, þar sem verið er
að hagræða útskrift reikninganna.
Þeir aðilar, sem hafa þá aðstöðu
að geta skammtað sér launin, hafa
á undanfórnum árum verið svo
frekir til fjárins að það gengur út
yfir allt velsæmi.
Siðlaust háttemi
Svona væri hægt að telja upp
endalaust þau einkenni sem hvar-
vetna blasá við í mannlífinu á ís-
landi nú. Hinn almenni launamað-
ur horfir upp á þetta siðlausa hátt-
erni sem við blasir og stendur al-
gjörlega ráðþrota. Sennilega stafar
það af því að maðurinn á götunni
var búinn að gera sér grein fyrir
þessu öllu í nokkuð langan tíma
að svona væri hlutunum háttað í
þjóðfélaginu en hefur sennilega
ekki viljað trúa því fyrr en í lengstu
KjaHarinn
Karvel Pálmason
alþingismaður
lög - að þeir sem kjörnir hafa verið
til þess að stjóma málum þjóðfé-
lagsins stæðu ekki betur í stykk-
inu.
Fólk almennt hefur haft þá trú
að þeir sem gegndu æðstu embætt-
um meðal þjóðarinnar væm þann-
ig úr garði gerðir að þeim mætti
treysta til þess aö leiöa þjóðfélagið
fram eftir veginum svo að til heilla
horfði. Sem bétur fer eru ekki allir
hér á sama báti - flestir sem við
stjórnun fást hafa í heiðri þau siö-
ferðis- og drengskaparsjónarmið
sem í gildi eiga að vera meðal sið-
menntaðrar þjóðar.
Það er því mikið vandaverk sem
núverandi ríkisstjórn og þá um leið
þeir þingmenn, sem styðja þessa
stjóm, hafa með höndum. Verkefni
ríkisstjómarinnar er ekki einungis
það að rétta við efnahaginn og
forða þjóðinni frá atvinnuleysi -
heldur líka það og ekki síður að
koma á almennri „siðbót“ meðal
þeirra sem vahst hafa til þess að
gegna hinum ýmsu trúnaðarstörf-
um úti í þjóðfélaginu.
Það sagði við mig fyrir nokkrum
dögum aldinn vinur minn að það
væri engin furða þó að íslendingar
væra hættir að sækja kirkjur því
þar væri stöðugt verið að áminna
fólk um rétta breytni. Það væri
þann veg komið fyrir mörgum
mönnunum í „æðri“ stéttum að
þeir hreinlega þyldu ekki að hlýða
á hinn hreina sannleika sem þar
væri boðaður.
Ekki viðunandi
Að þessu öhu framansögðu gera
félagshyggjumenn á íslandi þá
kröfu til ríkisstjórnarinnar og
þeirra þingmanna sem hana styðja
að samhugur ríki milli manna. Það
er gjörsamlega óviðunandi að ein-
stakir stuðningsmenn ríkisstjórn-
arinnar séu að gera sér leik að því
að vera með ótímabærar kröfur
sem aftur leiða til þess að samstað-
an, sem myndaðist um þessa ríkis-
stjórn, á það á hættu að rofna.
Að stjórnarþingmenn séu í tíma
og ótíma að troða sér fram í fjöl-
miölum af minnsta thefni, í því
augnamiði einu að koma sjálfum
sér á framfæri, gengur bara ekki
við ríkjandi ástand. Svo mikið hafa
t.a.m. launþegasamtökin.lagt undir
að það er eftir því tekið hvaða þing-
menn haga sér á þennan hátt. Rik-
isstjórnin stendur svo tæpt í þing-
inu að það er ekki viðunandi að
einstakir stjórnarþingmenn séu æ
ofan i í að gera sér leik að því að
ijúfa samstöðuna.
Hugsjónir eru ekki hátt skrifaðar
nú. En þeir sem hafa valið þá leiö
í stjómmálabaráttunni að fylkja
sér undir merki jafnréttis og
bræðralags ættu öllum öðrum
fremur að vera sér þess meðvitandi
hvemig haga beri málflutningi og
starfsaðferðum. Ég þykist þess full-
viss að ahir núverandi ráðherrar
séu meðvitaðir um það sem að
framan greinir. Þjóðin hefur orðið
vitni að þessu, sbr. starfsaðferðir
forsætisráðherra og menntamála-
ráðherra. Alþýðuflokksráðherrana
tala ég ekki um þvi það myndi
hljóma einkennilega frá sam-
flokksmanni. En fullyrði samt að
þeir gera allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að ná fram hug-
sjónum Alþýðuflokksins.
Ég talaöi um hugsjónir. Talandi
tákn um það er núverandi mennta-
málaráðherra, Svavar Gestsson.
Það vekur athygh hvernig hann
tekur á þeim málaflokkum sem
undir hann heyra. Hvernig hann
stendur vörð um sameiginlegar
eignir þjóðarinnar og vih efla þær
á alla lund. Þar ber t.a.m. að nefna
endurreisn Ríkisútvarpsins og
Þjóðleikhússins. Hér eru táknræn
dæmi um hugsjónastarf sem allir
kunna að meta.
Því skulu menn fara að gera sér
grein fyrir þvi að stjómmál eru
hugsjónastarf, þjónusta, - ekki eig-
inhagsmunapot og sjálfsupphafn-
ing.
Karvel Pálmason
„Svo mikið hafa t.a.m. launþegasam-
tökin lagt undir að það er eftir því tek-
ið hvaða þingmenn haga sér á þennan
hátt.“
Lýðræðisbót á sveit-
arstjómarlögum
Það er í sjálfu sér ekki góður
kostur, en skapast hins vegar oft
af hlri nauðsyn, að setja lög um
ýmsa hluti. Auðvitað væri betra ef
aðeins þyrfti að lögfesta fátt en sið-
ferðisvitund manna látin um að
útkljá annað.
Líklega er það af einhverri slíkri
óskhyggju, einhverri draumsýn
um siðferðisvitund stjórnmála-
manna, að aldrei hafa verið sett í
íslensk sveitarstjórnarlög nein
ákvæöi um atkvæðagreiðslur um
tiltekin málefni, ef kjósendur óska
þess. Hins vegar ætti enginn að
þurfa aö efast um það lengur að
shkra ákvæða er brýn þörf á ís-
landi eins og annars staðar, það
hafa yfirvöld stærsta sveitarfélags
landsins tekið að sér að sanna með
eftirminnilegum hætti á síðustu
misserum.
Kosningar ef tíu prósent
kjósenda óska þess
Hér í Vestur-Þýskalandi eru í
gildi skýr lög um rétt kjósenda til
að fara fram á atkvæðagreiðslu um
tiítekin málefni. Reglan er þessi:
Ef tíu af hundraði atkvæðisbærra
manna óska skriflega eftir því að
kosið sé um tiltekið málefni þá
verður kosning að fara fram.
Ástæðurnar fyrir þessari reglu
eru einfaldar. Tahð er sjálfsagt aö
Kjallariim
Einar Heimisson
kosnu leiötoga, ef þeir sjá ástæðu
th, utan venjulegra sveitarstjórn-
arkosninga. Þettaer nokkurs kon-
ar vamagh kjósendanna sem þeir
geta gripið til ef þeim líka ekki at-
hafnir þeirra manna sem þeir hafa
kosið yfir sig. Slíkt getur gerst, eins
og gengur.
í rauninni felst í því undarleg
hugsanaskekkja að hinir kjörnu
leiötogar séu sömuleiðis þeir einu
sem geta farið fram á atkvæða-
greiðslu um eitthvert tiltekið mál-
efni. Ekkert tryggir að það séu
sömu málefnin og þegnarnir vilja
kjósa um.
Það er augljóslega rangt að mað-
ur, sem framkvæmir eitthvert til-
tekið verk fyrir aðra, geti ráðið því
sjálfur hvort á það sé lagður dómur
eða ekki. Það tíðkast sömuleiðis
ekki í skólum að menn ráði því
háskólanemi,
Vestur-Þýskalandi
„Ef tíu af hundraði atkvæöisbæra
manna óska skriflega eftir því aö kosiö
sé um tiltekið málefni þá verður kosn-
ing aö fara fram.“
kjósendur hafi möguleika á að hafa sjálfir hvort þeir taki próf eða ekki
áhrif á stjómarathafnir hinna ef þeir hyggjast halda þar áfram
„Hér í Vestur-Þýskalandi eru i gildi skýr lög um rétt kjósenda," segir
m.a. í greininni.
námi. Kosningar eru auðvitað ekk-
ert annað en nokkurs konar lýð-
ræðispróf sem menn falla á eða
standast. Það er augljóslega rangt
að menn ráði því sjálfir hvort ein-
stök verk þeirra hljóti dóm kjós-
enda eða ekki, - hvort þeir mæti í
lýðræðisprófið eða skrópi í því.
Ráðhús og hundar
Auövitað era það dæmin sem
sýna að lýðræðisbótar sé þörf á ís-
lenskum sveitarstjórnarlögum.
Þær undarlegu uppákomur, sem
orðiö hafa í stærsta sveitarfélagi
landsins á síðustu missirum, ættu
að vera næg sönnun þess. Þar hafa
ráðamenn tekið að sér að sanna
með svo eftirminnilegum hætti, að
tæpast verður betur eða skýrar
gert, að það er barnalegt að trúa
því að engra reglna um aukakosn-
ingar sé þörf.
Augljóst var að Reykvíkingar
vildu að kosið yrði um ráðhús og
langt yfir tíu prósent atkvæðis-
bærra manna skrifuðu undir
áskorun þess efnis. Borgarbúar
höfðu hins vegar engan áhuga á
því að kjósa um hunda eins og kjör-
sóknin í þeirri atkvæðagreiðslu
sýndi. Betri sönnun þess að setja
verði reglur um kosningar, eins og
hér í Vestur-Þýskalandi, er ekki til
og verður ugglaust aldrei til.
Ástæðulaust er að ætla að reglur
um kosningar um tiltekin málefni
verði ofnotaðar og þess vegna
óframkvæmanlegar. Hér í Vestur-
Þýskalandi sýna dæmin að shkar
kosningar eru fremur sjaldgæfar.
Það, hve slíkar kosningar eru sjald-
gæfar, sýnir hins vegar hve mikil-
væg þau málefni era sem menn sjá
ástæðu til að kjósa um. Og þess
vegna er það brýnt að ákvæði um
kosningar séu skýr. Menn ættu
ekki að þurfa að velkjast í vafa um
það lengur. Sönnunin er fyrir
hendi, - þökk sé yfirmönnum
Rey kj avíkurborgar.
Einar Heimisson