Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Qupperneq 16
Lesendur
„Ef sjávarútvegurinn stendur ekki lengur undir sjálfum sér, hvað þá þjóðar-
búinu, hvað er þá til ráða?“ er spurt hér. - Frá íslenskum fiskmarkaði.
Þegar sjávarútveguriiin kiknar:
Kúvending
í Ivfsstfl
Risnukostnaöur ríMsins:
Hvað er „æðsta stjórn“?
Spumingin
Veistu hvað einn mjólkur-
lítri kostar?
Kristinn Magnússon prentari: Það
getur verið að ég rugli honum saman
við bjórinn en ég held að hann kosti
54 krónur.
Áslaug Jóelsdóttir húsmóðir: Hann
kostar 55,40 krónur. Ég reyni að
fylgjast með því hvað hlutirnir kosta.
Lilja Einarsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur: 55,40. Ég spái talsvert í verð og
reyni að bera saman mihi verslana.
Einar Þ. Jónsson, vinnur í Hag-
kaupi: 55,40. Ég vinn í verslun og
ætti að vita það. .
Björgvin Baldursson: Er hann ekki
jafndýr og lítri af bensíni? Hann hlýt-
ur að kosta svona 35 krónur.
Hjörleifur Guðjónsson: 42 krónur,
held ég. Ég reyni eftir megni að fylgj-
ast með.
Sigurgeir Jónsson skrifar:
Mér þykir einsýnt að íslenskur
sjávarútvegur verði ekki rekinn með
sama sniði hér eftir sem hingað til.
Það er svo margt sem bendir til þessa
að mér finnst óþarfl að vera að telja
upp öll þau atriði. Daglegar fréttir
af lélegri afkomu flestra greina þessa
undirstöðuatvinnuvegar og sífelld-
um bjargráðum til skemmri eða
lengri tíma segja allt sem þarf í þeim
efnum.
Og þótt einhverri greininni innan
sjávarútvegsins sé bjargað fyrir horn
í dag þá er önnur grein í vanda stödd
á morgun. Vinnutími sumra ráð-
herra í íslenskum ríkisstjómum hef-
ur vart farið í annaö en að funda
með forsvarsmönnum sjávarútvegs
eða hópa tengdum honum. Sama er
að segja um stjórnendur í bönkum
og þjóð- og efnahagsstofnunum
tengdum hinu opinbera, þeir eru
önnum kafnir við að vinna og útfæra
spár og afkomuhorfur íslensks sjáv-
arútvegs, jafnvel frá mánuði til mán-
aðar.
Ef sjávarútvegurinn stendur ekki
lengur undir sjálfum sér, hvaö þá
afkomu þjóðarbúsins, eins og nú hef-
ur verið sýnilegt um nokkurt skeið,
þá er komið að kúvendingu í afkomu-
möguleikum og lífsstíl þessarar þjóð-
ar. Og hvað er þá til ráða? Við verð-
um að leita á önnur mið. Við greiðum
ekki lengur þann lífsstíl sem við höf-
Sjómaður skrifar:
Mikið skelfmg er ég orðinn þreytt-
ur á að heyra þetta endalausa kjaft-
æði um Eystrasalt og Eystrasalts-
lönd. Nú ætti ekki að vera mikill
vandi að snúa þessu yfir á íslensku.
Ég er hér með sænskt landakort
fyrir framan mig og þar heitir þetta
á sænsku „Nordsjön“ og „Östersjön"
sem þýða auðvitað: Norðursjór og
um búið okkur með sjávarafurðum,
svo mikið er víst. - Hvað með inn-
göngu í annað ríkjasamband, t.d.
Evrópubandalagið? Bjargar þaö mál-
unum. Gerum við gagnkvæman frí-
verslunarsamning við Bandaríkin og
bjargar þaö einhverju? - Eða leitum
við eftir fullri aðild að Bandaríkjum
Norður-Ameríku?
Þótt þetta séu ekki æskilegar leiðir,
jafnvel engin þeirra, þá er spurning-
in einfaldlega þessi; eigum við eitt-
hvert val? Eigum við einhvers ann-
ars úrkosti? Það stoðar lítt að ein-
hverjir stjórnmálamenn eða heittrú-
aðir þjóðernissinnar séu borubrattir
og þykist hneyskslast á svona um-
ræðu eða hugmyndum. - Þeir eiga
engin úrræði heldur.
Þjóðin er ósamstæð, gráðug og
grobbin og lætur ekki að stjórn sem
ein heild. Þetta er kannski undirrótin
að ástandinu í dag. - Allir hafa kraf-
ist síns réttar, sem auðvitað var eng-
inn umfram aöra, enginn hefur viljað
gefa eftir af kröfunum og engir hafa
viljað viöurkenna hvernig málum er
komið, utan örfáir stjórnmálamenn
sem fá skömm í hattinn fyrir að segja
þjóðinni sannleikahn umbúðalaust.
Við erum áreiðanlega að sigla inn
í sársaukafullt tímabil sem getur
staðið nokkuð lengi ef við fáumst
ekki til að átta okkur á hver hin
raunverulega staða er og áður en
örlög okkar sem þjóðar verða ráðin.
Austursjór.
En hvers vegna íslendingum hefur
dottið í hug að kalla Austursjóinn
Eystrasalt en Norðursjóinn þá ekki
Nyrðrasalt, sem hefði auðvitað verið
jafnrétt, veit ég ekki. - Og þetta þless-
að Eystrasalt er að minnsta kosti
helmingi minna „salt“ en Norðursjór
og Atlantshaf! Réttara væri að segja.
Nyrðrasalt og Atlantssalt.
Hildur hringdi:
Ég hef eins og aðrir fylgst meö
hinni stórkostlegu ásókn opinberra
starfsmanna, hátt og lægra settra,
til að kaupa áfengi á sérkj örum sem
engar reglur virðast þó vera til um
og heldur ekki neinar viðmiðanir.
Eina ágæta grein eða fréttaskýr-
ingu sá ég um þetta í síöasta sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins (4. des.).
Þar voru tind til flest ef ekki öll
þau opinberu embætti sem njóta
svokallaðrar „risnu“ sem felst
meira og minna í áfengiskaupum
ef grannt er skoðað, því það aö
„veita vel“ eins og það er kallað
felst ekki i ööru en skenkja áfengi
nokkurn veginn ómælt. Þarna vor u
embættin táknuö meö glösum mis-
munandi háum og síðan voru við-
komandi eyöslutölur settar í glasið.
Þarna komu embættin hvert af
öðru, fyrst rismikostnaöur ríkisins
árin 1983 til 1986 (á verðlagi ársins
1986). Síðan komu tölur yfir risnu-
kostnað fyrir árið 1985 og byrjað á
Sig. Björnsson hringdi:
Þessar umræður um áfengisfríð-
indi hinna mörgu hópa opinberra
starfsmanna, sem höfðu aðgang að
ódýrum vínföngum, hefur leitt
margt í 3jós, m.a. það hverjir það
eru sem haft hafa þessi fríöindi.
Engin spurning er að þessi fríð-
indi á að afnema algjörlega. Hins
vegar er það afar einkennilegt
hveijir þaö eru sem hafa talið sig
geta keypt áfengi á innkaupsverði.
Það er td. með ólíkindum að allir
starfsmenn ráðuneytanna liafi get-
að keypt sér tvær flöskur á hálf-
virði!
Einnig hefur komið íram að for-
sfiori ÁTVR er í þessum hópi for-
Kristinn hringdi:
Ég er furðu lostinn yfir yfirlýs-
ingu fyrrverandi forseta sameinaðs
þings er hann reynir aö verja
áfengiskaup þau sem hann og fleiri
hafa gert í ÁTVR. Mér finnst að
með ræöu hans á Alþingi hafi hann
fyrst bitið höfuðið af skömminni.
Hefði ég átt hér hlut að máli hefði
ég ekki opnað munninn og þóst
góður að sleppa frá frekari um-
ræðu um málið.
Einhveijir verða sennilega til
þess að verja þessa „varnarræðu“
fyrrverandi forseta sameinaðs
þings en það verður ekki nema
hálfkák. Það hefur t.d. komið fram
að fyrrverandi forseti hefur keypt
100 til 200 flöskur af áfengi hjá
ÁTVR. Fyrst leit þetta út fyrir að
vera allt magnið sem hann hefði
keypt, eða átti að líta svo út. Síðar
kom leiðrétting á þessu og þá með
Einar Gunnarsson hringdi:
Ég er sammála þeim sem hafa
verið aö viöra skoðanir sínar um
að afhema þurfi með öllu þau fríð-
indi sem viögengist hafa hjá opin-
berum starfsmönnum og veita
þeim heimild (þótt engin virðist
vera tiltæk opinberlega) til að
kaupa áfengi á kostnaöarverði eins
og þaö er kallað.
Mér finnst hins vegar ekki ná
nokkurri átt að ætla að strika yfir
hið liðna með einu pennastriki.
Réttlætiskennd fólks hefur verið
svo misboöið að hér á að láta eitt
yfir alla ganga. - Eða vill fólk láta
einn mann, þann sem mesta mold-
viðrið hefur þyrlast um, „taka á
sig“ dóm fyrir alla hina?
Hvað með aðra forseta Hæsta-
réttar og forseta Sameinaös Al-
þingis? Mér finnst aö þessir aðilar
ættu að taka sig saman og gefa út
skýrslu opinberlega um áfengis-
kaup sin og taka þar meö ábyrgö á
sínar herðar til jafns við hinn opin-
utanríkisráðuneyti sem var efst á
blaði (með 10.776 þ.kr.), þá kom iðn-
aðarráðuneytið (með 8.510 þ.kr.) og
svo menntamálaráðuneytið (með
7.824 þ.kr.). En þar á eftir kom svo
eitthvaö sem kallað var „ÆÐSTA
STJÓRN“, skrifaö með hástöfum
og hafði eytt 5.421 þ.kr.!
Það sem mér fannst vanta í þess-
ar skýringar var að útskýrt væri
hvaö þessi „æðsta stjóm“ þýðir.
Var það forsetaembættiö eitt eða
var það forsetaembættið að viö-
bættum forsetum Hæstaréttar og
forseta sameinaðs Alþingis? - Ekki
var þar Alþingi, því það kom fram
sérstaklega (3.306 þ.kr.) og ekki var
þaö ríkisstjómin, hún kom þama
einnig fram (með 1.495 þ.kr.) og
ekki önnur. ráðuneyti, - þau vom
öll sundurliðuð.
Ef þetta sem kallað var „ÆÐSTA
STJORN“ er forsetaembættið eitt
(án risnu handhafa forsetavalds)
hlýtur þaö að þurfa nánari útskýr-
ingar við.
réttindamanna. Það verkar mjög
ankannalega á fólk. Það mætti eftir
því halda að hitaveitustjóri fengi
orku keypta á hálfviröi eða for-
stjóri Rafveitunnnar fengi rafinagn
á hálfviröi eða að þeir fengju ork-
una ókeypis vegna þess að þeir em
forstjórai' þessara stofnanna! -
Kannski er það þannig. Hvað veit
almenningur um það?
Það kemur ef til vill á daginn að
lekinn í ÁTVR er ennþá meiri en
vitað er um í dag og fleiri eigi eftir
eigi að bætast í hóp forréttinda-
manna um áfengiskaup. Allavega
er það rannsóknarefni sem enn er
ekki upplýst hve mikið þessir aðil-
ar keyptu af áfengi.
þeirri skýringu aö þessar 100 til 200
flöskur hefðu veriö keyptar í hvert
sinn sem forseti lýöveldisins hefði
flogið utan! Enn hefúr þó ekki feng-
ist skýring á því hvaða magn var
keypt í hvert sinn, aðeins að raagn-
ið hefði verið 100 til 200 fiöskur. Þar
er nú bara helmingsmunur!
Og svo er fyrrverandi forseti
sameinaðs þings og fleiri (sennilega
stuðningsmenn þeirra áfengis-
kaupenda) að furða sig á að upplýs-
ingar leki „nafnlaust" í fjölmiðla!
Vita þessir menn ekki að fjöldi
manna vissi um þessi kaup? Allt frá
afgreiðslumönnum og öðru starfs-
fólki og forstjóra ÁTVR til sam-
starfsmanna kaupendanna.
Halda mennirnir að hér sé sama
leynd yfir starfsemi og framferði
ráðamanna nú og áður tíðkaðist?
Það er löngu liðin tíð. í þessum
málum á aldrei að viðhafa launung.
bera starfsmann sem þegar hefur
veriö settur af vegna áfengiskaupa
sinna.
Ef hins vegar strikað verður yfir
allt heila klabbiö og fyrrv. hæsta-
réttardómari gengur inn í sitt starf
eins og ekkert hafi í skorist þá hefði
betur veriö heima setið en af stað
fariö. - Sannleikurinn er sá að
hvern einasta embættismann, sem
þarna á hlut aö máli, og þá á ég við
þessi stóru embætti, þá dómara
Hæstaréttar sem hafa gegnt for-
setaembætti og fyrrverandi forseta
Alþingis, á aö setja frá á meðan á
rannsókn stendur. Það er til nóg
af lögmönnum sem geta sinnt dóm-
arastarfi í Hæstarétti.
Yfirstrikun í máhnu getur aldrei
gert nema illt verra og nánast
storkað réttlætinu og dómskerfinu
í landinu. Hver tekur mark á dóm-
um frá þessum mönnum? - Árið
1980 gæti vel verið góð viðmiðun í
þessu efni.
Hringið í síma 27022
milli kl. 10 og 12 eða skrifið
Nyrðrasalt og Eystrasalt
Flestir með áfengisMðindi:
Líka forstjóri ÁTVR
Höfuðið bitið af skömminni
Má ekki strika yfir það liðna