Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988. Tippaðátólf__________ Jarðskjálfti hjá Fylkistippurum Mikill titringur var fyrir síðustu helgi hjá tippurum því þá biðu 924.283 krónur í fyrsta vinningi eftir eiganda. Salan var því mikil og seld- ust 421.678 raðir fyrir 4.216.780 krón- ur. Þrátt fyrir aUa þessa aukningu tókst engum tippara aö ná öllum tólf merkjunum á eina röð, því úrslitin voru töluvert snúin. Sex tipparar náðu 11 réttum og hlaut hver þeirra 101.202 krónur. Nú er potturinn orö- inn þrefaldur og bíða 2.341.122 krón- ur í fyrsta vinningi. Ekki minnkar spennan á skjálftavaktinni og má búast við að fyrsti vinningur rjúki upp fyrir íjórar milljónirnar. Söluaukningin skilaði sér best til íþróttafélagsins Fylkis í Árbænum, sem fékk að þessu sinni 38.936 raðir í áheit og urðu Fylkismenn í efsta sæti í fyrsta skipti í vetur. Það hafa því verið miklar hræringar í Árbæn- um fyrir helgina síðustu. Framarar, sem hafa hingaö til verið efstir, fengu 33.711 raðir í áheit, KR 18.780 raðir, ÍA 14.834 raöir og Valur í Reykjavík 14.481 röð. Áheit, um 70% seldra raða, fóru til 135 íþróttafélaga á landinu. Enn eru því 30% raðanna án áheita. Getraunahópum gekk mjög illa þessa vikuna. Þeir sem náðu 10 rétt- um þessa vikuna voru: ROZ, GUNN- ERS, FYLKISVEN, SUNNAN4, GILLI, TIPPIHF OG KOOLIE. Staða efstu hópa eftir þrjár umferðir er sú að ROZ er með 31 stig, GUNNERS og FYLKISVEN eru með 30 stig og BIS, TVB16, SUNNAN4, PST og SLÉTTBAKUR með 29 stig. David Speedie, hinn sókndjarfi mið- vallarspilari Coventry, á eftir að hrella vörn Manchester United á laugardaginn í beinni útsendingu í islenska ríkissjónvarpinu. Tölvuval hefur minnkað Þekking tippara á beinlínuget- raunaseðlinum virðist hafa aukist undanfarnar vikur, því hlutfall tölvuvalsraða hefur minnkað úr 34% fyrstu vikuna í 19% nú. Líkur á því að fá 12 rétta á tölvuvali eru 1: 531.441, en líkur á 11 réttum eru 1:22.143. Um síðustu helgi fengu að minnsta kosti tveir aðilar 11 rétta á tölvuval í getraunum. í lottóinu eru líkur á 5 réttum á tölvuvali 1:501.942, en líkur á fjórum aðaltölum 1:3.042. Ef miðað er við krónutölu þá breyt- ast líkurnar getraunum í hag, því hver röð í getraunum kostar 10 krón- ur en 30 krónur í lottóinu. Líkurnar í getraunum verða þá 1:177.147 , en líkur á 11 réttum 1:7381. Opni seðillinn að ná undirtökunum Tipparar nota opna seðilinn meira nú en fyrst. 52% seldra raða nú voru á opnum seðlum, en 40% fyrst. Einn- ig virðast spamaðar- og útgangs- merkjakerfm verða vinsælli með hverri vikunni sem líður, því 17% seldra raða voru á sparnaðar- eða útgangsmerkjakerfum á laugardag- inn var. Vinsælasta kerfið virðist vera Ú 6-0-30. 140 aðilar notuðu það kerfi á laúgardaginn síðasta. 107 aðilar not- uðu S 7-0:36 kerfið, 81 aðili S 3-3-24, 38 aðilar Ú 5-3-128 kerfið. Fáir notuðu stærstu útgangsmerkjakerfin, en þau eru það stór að hvert eitt kerfi skilar miklu. E.J. Getraunaspá fjölmiðlanna ro — .52 c = c > _: ■= o > £ £ :2. <u >. qSkxlqcqcccoo) o> cö «0 :Q LEIKVIKA NR.: 49 Charlton .Q.P.R X 1 1 X 1 1 2 2 2 Coventry .Manch.Utd 2 2 2 1 X 1 1 2 2 Derby .Luton 1 1 1 1 . 1 1 1 X X Middlesbro .Aston Villa 1 X X X 1 1 X 1 2 Newcastle .Wimbledon 1 1 X 1 2 X 1 1 1 Norwich .Arsenal X 1 X 2 2 2 1 2 1 Southampton .Nott.Forest X X X 1 1 1 X X 1 Tottenham .Millwall 1 1 1 2 X 1 1 1 X West Ham .Sheff.Wed 2 2 1 1 X 1 1 2 1 Blackburn .Ipswich 1 1 1 1 1 1 2 X 1 Chelsea .Portsmouth 1 X 2 1 1 X 1 1 X Leicester .Sunderland 1 1 1 X 2 1 X X 2 Hve margir réttir eftir 48 leikvikur: 32 23 25 28 18 25 26 22 27 ^TIPPAÐ, , mmá A TOLF Umsjón: Eiríkur Jónsson Enska 1. deildin L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S 15 3 4 1 13-11 Norwich ... 5 1 1 12 -7 29 14 3 2 1 12 -7 Arsenal ... 5 1 2 20-10 27 14 5 1 1 15-7 Millwall ... 1 5 1 12-11 24 15 2 4 1 8-5 Liverpool ... 4 2 2 12-6 24 14 4 2 2 11 -6 Derby ... 2 3 1 7-5 23 15 3 2 2 10 -7 Coventry ... 3 3 2 8 -6 23 15 4 2 2 15 -9 Southampton ... 2 3 2 10-12 23 14 3 3 1 12 -6 Everton ... 3 1 3 7 -8 22 15 3 4 1 11 -6 Manch.Utd ... 1 5 1 8 -7 21 15 1 5 1 7 -9 Nott.Forest ... 3 4 1 12-10 21 14 3 2 2 7 -7 Sheff.Wed ... 2 3 2 7 -8 20 15 5 0 2 11 -7 Middlesbro ... 1 1 6 8-19 19 15 4 0 3 10-6 Q.P.R ... 1 3 4 6 -9 18 15 3 3 2 12 -9 Aston Villa ... 1 3 3 10-13 18 15 2 4 1 8-6 Luton ... 1 2 5 7-11 15 15 2 3 3 15-17 Tottenham ... 1 3 3 9 -11 15 15 1 3 4 9-16 Charlton ... 2 2 3 7-11 14 14 2 2 4 7-13 Wimbledon ... 1 2 3 7-11 13 15 1 2 4 9-15 West Ham ... 2 1 5 5-14 12 15 1 2 4 5 -9 Newcastle ... 1 2 5 4-18 10 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR UTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 19 6 1 2 19 -7 Watford ... 4 3 3 12-12 34 19 5 2 2 17 -8 Chelsea ... 4 4 2 16-11 33 19 6 1 2 19 -11 Blackburn ... 4 2 4 14-14 33 19 5 3 1 16 -11 Manch.City ... 4 3 3 8 -6 33 19 6 3 1 19 -7 Portsmouth ... 2 4 3 10-14 31 19 5 2 2 16-11 W.B.A ... 3 5 2 13-10 31 18 6 2 1 20 -6 Plymouth ... 2 2 5 8-19 28 19 4 2 4 15 -13 Ipswich ... 4 1 4 12-11 27 19 6 1 3 13 -6 Bournemouth ... 2 2 5 9-16 27 19 5 3 1 16 -8 Barnsley ... 2 3 5 9-18 27 19 5 3 2 15 -10 Stoke ... 2 3 4 6-15 27 19 4 3 2 13 -8 Leeds ... 2 5 3 9-11 26 19 4 4 1 11 -7 Leicester ... 2 4 4 12-19 26 18 5 4 1 17 -9 Crystal Pal ... 1 3 4 11 -16 25 19 4 6 0 16 -8 Sunderland ... 1 4 4 8-14 25 19 4 3 1 13 -7 Swindon ... 2 4 5 11 -20 25 20 4 5 1 14 -8 Hull ... 2 1 7 11 -23 24 20 5 3 3 21 -15 Oxford ... 1 2 6 9-16 23 19 3 5 2 11 -9 Bradford ... 2 3 4 9-12 23 19 4 5 1 21 -12 Oldham ... 1 2 6 9-18 22 19 4 1 4 14-11 Brighton ... 1 1 8 10-24 17 19 1 5 4 8-13 Shrewsbury ... 2 3 4 5-11 17 19 2 3 5 12-12 Walsall ... 0 5 4 7-15 14 18 2 2 5 10-16 Birmingham ... 1 2 6 5 -21 13 Kemst Arsenal á toppinn? 1 Charlton - QPR X Charltonliðiö er í lægð um þessar mundir, hefur ekki uirnið nema eirrn af síðustu rúu deildarleikjum sínum. Sóknin er frekar slök sem sést á því að liðið hefur einungis skorað tvö mörk í síðustu fimm leikjum. QPR er óútreiknanlegt lið. Lið- ið hefur unnið fimm leiki, tapað sjö og gert þijú jafntefli. Hér bætist fjórða jafnteflið vió. 2 Coventry - Manch. Utd 2 Leikur Coventry og Manchester United verður sýndur beint í íslenska sjónvaipinu á laugardaginn og hefst hann klukkan 15. Bæöi lið eiga aðdáendur á Mandi og því verður mikil spenna meðal áhorfenda. Manchester United hefur ekki tap- að nema tveimur deildarleikjum í vetur en náð þeim ótrú- lega árangri að gera níu jafntefli í 15 leikjum. Margir snjall- ir leikmenn prýða liðið. United vann Charlton, 3-0, á laugar- daginn var og er greinilega komið á skrið. Coventry hefur náð þokkalegum árangri. Leikmennimir spila skemmtilega og netta knattspymu en það nægir ekki að þessu sinni. 3 Derby - Luton 1 Derbyliðið hefur sprungið út í undanfömum leikjum, eða síðan Dean Saunders var keyptur. Ekki hafa leikmenn tapað í síðustu sjö leikjum sínum og skorað grimmt. Lutonliðið er ekki eins sterkt og undanfarin ár. Sóknin hefúr bmgðist að mestu leyti, enda hefur liðið ekki unnið nema þrjá leiki. 4 Middlesbro - Aston Villa I Liðin eru bæði um miðja deild og hafa spjarað sig ágæt- lega. Middlesbro hefur unnið fimm heimaleiki en tapað tveimur. Aston Villa hefur einungis unnið einn leik á úti- velli, gert þrjú jafntefli og tapað þremur. Markatala Aston Villa er 22-22 eftir 15 leiki. Yfirleitt er gauragangurinn mik- ffl þegar Villadrengimir em á ferðinni en að þessu sinni verður liðið undir. 5 Newcastle - Wimbiedon 1 NewcasUe er neðst, hefur ekki unnið neinn af síðustu sex leikjum sínum og reyndar ekki skorað mark í síðustu fimm deildarleikjunum. Wimbledon er litlu ofar en Newcastle, er í þriðja neðsta sæti með 13 stig en Newcastle er með 10 stig. Þama er um faUbaráttuleik aö ræða og sýnilegt að ekkert verður gefið effir. Tveir leikmenn, Dave Beasant, markvörður Newcastle, og Andy Thom miðvörður vom keyptir til Newcastle frá Wimbledon í surnar og þeir sigra gömlu félagana. 6 Norwich - Arsenal X Arsenal hefur feeri á aö skjótast á toppinn með sigri á Nor- wich. Liðin em töluvert ofar næstu liðum. Norwich hefur spilað skemmtilega og árangursríka knattspymu í vetur og lagt mörg stórliðin. Bæði liðin, Arsenal og Norwich, hafa skorað mark í hverjum deildarleik til þessa. Það er því ástæöa til að ætla að liðin skipti hlut. 7 Southampton - Nott. For. X Leikmerui Southampton em sókndjarfir og hafa skorað 25 mörk í 15 leikjum til þessa. Skírisskógarpiltamir em ekki eins markheppnir. Þeim hefur gengið illa að gera út um leiki sína, hafa gert níu jafntefli í fimmtán leikjum. Hinir ungu Skírisskógarpiltar em seigir og má búast við miklum sveifl- um í þessum leik og mörgum mörkum. 8 Tottenham - Millwall 1 Tottenham er heldur að skána eftír hroðalega byrjun í haust. Einungis eitt lið, West Ham, hefur fengið á sig fleiri mörk, 29, en Tottenhamvömin hefur hleypt inn 28 mörkum í 15 leikjum. Millwall tapaði öðrum deildarleik sínum í vetur á laugardaginn. Það er oft erfitt að ná upp nægri baráthi í næsta leik eftir tapleik og auk þess er Tottenhamliðið erfitt heim að sækja á White Hart Lane. 9 West Ham - Sheff. Wed. 2 West Ham gerði góða hluti í síðustu viku er liðið vann Li- verpool 4-1 heima og Millwall 0-1 úti. Slíkir sigrar hjá West Ham koma ekki oft og endast ekki lengi. Sheffieldliðið hefur ekki tapað nema fjórum leikjum í vetur. Leikmenn liðsins eru miklir harðjaxlar. Vöm liðsins er góð, enda hef- ur liðið einungis fengið á sig 15 mörk í 14 leikjum. 10 Blackbum - Ipswich 1 Blackbum er meðal efstu liða í 2. deild en Ipswich í sjöunda sæti. Blackbum er erfitt heim að sækja, hefur unnið sex leiki af níu og skorað 19 mörk í heimaleikjunum. Ipswich hefur unnið f]óra leiki úti af níu en tapað |órum. Ipswich hefur verið frekar slakt undanfarið, einungis unnið tvo leiki af síðustu tíu leikjum sínum. 11 Chelsea - Portsmouth 1 Chelsealiðið er í mikilli uppsveiflu, hefur einungis tapað einum af síðustu 13 deildarleikjum sínum og uruiið níu þess- ara leikja. Portsmouth er einnig ofarlega, einungis munar tveimur stigimt á liðunum. Meiri frískleiki einkennir Lund- únaleikmennina sem hafa skorað 33 mörk í 19 leikjum. Ár- angur Portsmouth á útivelli er frekar slakur og því eðlileg- ast að spá heimaliðinu sigri. 12 Leicester - Sunderland 1 Einungis raunar einu stigi á þessum fomfrægu liðum sem em um miðja deild þegar hér er komið sögu. Reyndar er árangur Leicester á heimavelli spegilmynd af árangri Sund- erland á útivelli. Leicester hefur unnið fjóra leiki, gert fjög- ur jafntefli og tapað einum leik á meðan Sunderland hefur unnið einn leik, gert fjögur jaffitefli og tapað fjórum leikjum. Allar tölur benda til heimasigurs í þessum leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.