Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988. Lífestm Lélegri íbúðir lækka: „Auglýst sölu- verð stend- ur í stað" - Friðrik Stefánsson milljónir. Segjum að íbúðinni fylgi 40 ára húsnæðisstjórnarlán upp á tvær og hálfa milljón. í þessu tÍLfelli er vel til í í dæminu að seljandi hækki verðið um 3-4 hundruð þúsund upp fyrir gagnverð og hún myndi seljast auðveldlega eftir það.“ - Hefur þá uppgefið gangverð staðið í staö og kjör ráðið því hvorum meg- in við það verð eignin selst á? „Já, það er ekki svo mjög farið eft- ir auglýstu verði - en verð ræðst af gæðaflokki eignarinnar. Lélegt hús- næði, sem verölagt er á 3,1 milijón, selst kannski ekki á nema 2,5 milljón- ir - annars gengur íbúðin ekki út. Af þessum sökum hætta margir við að selja frekar en að fá svona Mtið fyrir sinn snúð. Tökum annað dæmi, 3ja herbergja íbúð á Flyðrugranda, hún selst örugglega fljótt á uppgefnu verði. Góðar íbúðir á góðum stað seljast nefnilega alltaf á góðu verði - oft frekar háu. Stundum er slegist um góðu bitana." „Eignir, sem teljast í lélegri kant- inum, hafa verið að lækka á þessu ári en eftirsóttar eignir hafa hins vegar frekar hækkað í verði,“ segir Friðrik Stefánsson fasteignasah. „Verð annarra eigna hefur staðið í stað. Annars fer endanlegt verð eigna mikið eftir lánum sem hvíla á þeim - kaupkjörum. Kjörin ráða líka úrslitum hvort íbúðir seljast eða hvort þær eru lengi á sölu. Það má segja að eignir, sem ekkert hvílir á, séu erfiðar í sölu út af miklum greiösluþunga. íbúðir með hagstæð- um lánum áhvílandi geta aftur á móti selst á hærra veröi en gangverð segir til um,“ segir Friðrik. Góð kjör hækka verð „Tökum sem dæmi 2ja herbergja íbúð í Safamýri sem undir venjuleg- um kringumstæðum myndi kosta 3,8 Fasteignaverð ýmist lækkar, hækkar eða stendur í stað - allt eftir gæðaflokki eigna, áhvilandi lánum og staðsetningu. Fólk hættir við - En hvernig er með meðaleignir, standa þær í stað? „Hvað meðaleignir snertir, t.d. í Breiðholti, þá fer verð þeirra mikið eftir kjörum - hvort þær seljast eða ekki. Ef seljandi skynjar að ekki er nægilega mikill áhugi hjá kaupanda til þess að greiða uppsett verð þá hættir fólk bara við að selja í staðinn fyrir að herja fram sölu á lægra verði.“ - Auglýst fasteignaverð hefur þá ekki hækkað og endanleg tilboð ráð- ast af áhvílandi lánum, gæðum eigna og staösetningu. „Það er rétt. Nú er ekki verðlagt fram í tímann eins og gert hefur ver- ið á markaðnum. Fasteignaverð hef- ur verið haft svolítið hærra - það var verðlagt með tilliti til komandi hækkana. Nú eru ekki neinar kom- andi hækkanir svo að auglýst verð hefur haldið sér. Kaupendur eru orðnir sjóaðri í fasteignakaupum nú en áður var. Nú er mikið spáð í heildardæmið - hve mikið hvílir á eignum og greiðslubyröi. Hinn almenni kúnni lagði ekki skilning í þetta áður. Þetta er alveg nýtt. Nú spáir fólk t.d. mikið í að reyna að sleppa við eftirstööva- lán sem eru yfirleitt til fjögurra ára. Þannig þarf kaupandi að greiða mjög hátt afborgunarhlutfall á hveiju ári af eftirstöðvum sem yfirleitt eru 25% af íbúðarverði. -ÓTT Er fasteigna- verð að lækka? Fasteignaverð á íbúðarhúsnæði hefur spumir af því að verð hús- hækkar ekki um þessar mundir. DV næðis í lágum gæðaflokki hafi þó Fasteignaverð ræðst nú mikið af gæöum eigna; því betri eign því hærra verð miðað viö auglýst verö. Áhvílandi lán hata auk þess mikil áhrif á sölumöguleika. DV-mynd E.ÓI. eitthvað lækkað á árinu en eftirsótt- ar eignir seljast á uppsettu verði og jafnvel rúmlega það. Svo virðist sem hagstæðast sé að selja eignir með áhvílandi hagstæð- um lánum og eignir sem teljast í háum gæðaflokki á góðum stöðum. í þeim tilfellum fær seljandi yfirleitt uppsett verð fyrir eign sína - í ör- fáum tilfellum er um yfirboð að ræða. Verra er hins vegar að selja íbúðir sem teljast í lakari kantinum að gæðum fyrir tilætlað verð - slíkt Heimilið húsnæði er talið hafa lækkað á ár- inu. Auk þess seljast síður íbúðir með þunga greiðslubyrði. Þessi árstími hefur síöustu ár þótt heldur rólegur í fasteignaviðskipt- um. Hjá fasteignasölum fást þó þær upplýsingar „að þar sé allgott líf miðað við árstíma" - enginn kreppu- tónn. Hins vegar hefur eitthvað orðið vart við að fólk hætti við að selja. Ástæðan er sú að það telur sig ekki fá það verð fyrir eignir sínar sem það vill. í sumum tilfellum er lítið spurt um eignir eða þá að reynt er að und- irbjóða. Sverrir Kristinnsson fasteignasah segir að nú sé auðveldara að kaupa atvinnuhúsnæöi en í byijun þessa árs. „Verslunar-, iðnaðar- og at- vinnuhúsnæði er hægt aö kaupa á góðu verði á góðum kjörum," segir hann. Hann segir að þó sveiílur séu á markaönum sé engu aö síður keypt með eðlilegum hætti. -ÓTT Magnús Axelsson: /f meiri völd en áður" DV haföi samband við Magnús Axelsson fasteignasala sem er í stjóm Húseigendafélagsins og spuröi hann hvort fasteignaverð væri að lækka. Hann sagöi fast- eignaverö íbúða standa í staö á meðan annaö hækkaði. „Nú er ekki um krónutölulækk- un aö ræða. En lækkun á fasteigna- verði kemur fram í ýmsum þáttum, td. betri kjörum - raunvirði skuldabréfa lækkar og greiðslu- tímabil lengist í dag búum við við kaupendamarkað - kaupendur hafa meiri völd en áður var.“ Magnús telur að raunverö fari lækkandi og ekki sé miðað við krónutölu eða uppsett verð. „Það eru einkenni stöðugs raarkaðar að gæði eigna skipta meira máli eins og staðan er nú - þannig hefur ásig- komulag íbúða nokkuð að segja,“ segir hann. „Áður fyrr skipti stundum máli hvorum megin viö mánaðamót var Magnús Axelsson, fasteignasali og stjórnarmaður i Húseigendafó- laginu, segír aö krónutala auglýsts húsnæðls standi í stað á meðan annað hækkar. keypt þegar veröbólga og gengis- fellingar voru í algleymingi. Nú fer verðiö mikið eftir því til dæmis hvort nýtt húsnæðisstjómarlán. hvíli á íbúð eða ekki - sérstaklega á minni íbúöum sem þannig eru oft verðlagðar í hærri kantinum. Hvað snertir 2-4 herbergja íbúðir almennt þá fara kjör þeirra mikið eftir áhvílandi lánum. Ef lítiö er um hagstæð áhvílandi lán á þeim ef gjaman boðið lægra verð í við- komandi eign - og því getur tekið langan tíma að seija, að minnsta kosti fyrir uppsett verð.“ Magnús segir að heildarverð sé að lækka að raungildi - en markað- urinn er stöðugur. „Gæðamunur verður skýrari á miili eigna og húsnæöi meö hagstæðum áhvil- andi lánum er verðlagt hærra en skuldlaust eða skuldlítiö hús- næði.“ -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.