Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 23
LífsstQI Ljósasamstæður (seríur) eru prófunarskyldar hjá Rafmagnseft- irliti ríkisins. Seljendur eiga ad geta sýnt fram á að þær hafi hlotið við- urkenningu - samstæðum eiga að fylgja upplýsingar og leiðbeiningar á islensku. Ljósaseríur, sem notaðar eru inn- anhúss, eru tengdar viö raflögn hússins og hafa 220 volta spennu. Sumar seríur eru þanníg að þær geta logað áflram þegar ein eða fleiri perur,bila. Bn sá galli er á gjöf Njarðar að þá eykst spennan á per- unum sem ennþá loga, hannig get- ur hitamyndun orðið óeðlileg - per- ur geta sprungið og peruhöldur bráðnað. Þess vegna er mikilvægt að skipta strax um perur og þá af réttri gerð fyrir hverja samstæðu. Útiljósaseríur þarf að festa vel svo þær sláist ekki utan í eitthvað og brotni. Þær eiga að vera viður- kenndar af RER. Mikilvægast er að höldurnar og öll samskeyti séu vatnsþétt. í vandaða og viðurkennda sam- stæðu er notuð gúmmísnúra - ekki plast. Þegar pera i 220 volta sam- stæðu brotnar getur myndast út- leiðsla við svalahandrið. Takið þá úr sambandi og skiptið strax um. Útiljósaseriur eru nú oft seldar með lágspennu, 24 volta með (inn- anhúss)spennubreyti. Þetta þarf RER líka að viðurkenna. Við lág- spennuseríur þarf að gæta sömu hluta, skipta um brotnar eða dauð- ar perur - tengið ekki fleiri sam- stæður við sama spennubreyti en ætlast er til af framleiðanda. Varist líka að nota aðra spenna en þá sem fylgja samstæðunum - aðrar teg- undir geta verið varasamar þótt þær gefi 24 volt. -ÓTT 24 volta útiljósaseríur með spennubreyti eru nú algengar. Þess verður að gæta af kaupendum að slikar vörur séu viðurkenndar. Tákn fyrir tvöfalda einangrun (]o,5m| MAX 60 W Hámarksstærð peru í tiltekinn lampa Tákn fyrir iágmarksfjarlægð kastara frá brennanlegu efni (t.d. 0,5 m, 0,8 m, o.s.fr.) Tákn fyrir jarðtengingu Hér eru nokkur tákn sem eru á rafmagnsvörum - þetta er vert að leggja á minnið og fara eftir. Þegar ljósaskrautið er tekið fram Senn tekur fólk á flestum heimil- um tii við að tengja ýmiss konar ljós sem eiga að skapa jólastemningu í u.þ.b. tvær vikur. Jóhn eru hátíð ljósanna. Teknir eru fram kassar úr geymslunni merktir jólaskraut - stundum er ýmislegt nýtt keypt. Svo er byijað að skreyta upp úr Þorláks- messu. Þegar jólaskreytingar, sem tengjast rafmagni, eru settar upp er vert að hafa í huga að hafa perur ekki of sterkar. Þannig er hæfilegt að hafa 15 W perur í jólastjörnum í glugga, í burstabæjum o.s.frv. Sterkari perur mynda of mikinn hita - mesta hættan við að kvikni í er of mikill hiti. Þess vegna verður alltaf að reyna að stilla hlutum þannig að perur séu sem fjærst brennanlegum efnum. Ef ekki loftar nægilega vel um ljósastæði getur hitinn leitað inná- við, bakvið lampann. Shkt getur leitt til þess að perur springi. Þetta er hættulegt þegar mörg hundruð gráða heitt glerið fer í áklæði, gluggatjöld, teppi og ekki síst fólk. Fjöltengi og leikföng Á jólunum skapast aukin þörf fyrir fjöltengi. Þá má ekki ofhlaða eina grein svo að skapist leiðni - þannig geta öryggi bráönað eða sjálf- vari slær sífellt út. Ofhlaðinn tengill Nú eru margir farnir aö hugsa til kassans í geymslunni sem er merkt- ur jólaskraut eða jólaljós. getur valdið hita í leiðslum og íkveikju. Fjöltengi verða líka að vera í samræmi við tengla og klær. í því sambandi er mikilvægt að jarðteng- ing sé ekki rofm á milli tækis og teng- ils með því t.d. aö nota ójarðtengda millisnúru. Sjáiö til þess að börn leiki sér ekki með hluti sem tengjast hærri spennu en 24 voltum. Um síðustu áramót kviknaði í rúmi drengs sem hafði fengið klemmulampa í jólagjöf. Drengurinn festi lampann við rúm- gaflinn hjá sér í 10-15 cm fjarlægð frá koddanum. Þegar verið er aö tengja og skipta um perur í útiljósastæðum er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og kaupa nokkrar til vara. Merki eins og E 27 og E 14 á ljósaperum þýða millimetra þvermál skrúfgagns, sem gott er að vita viö innkaup. Ef ekki er lekastraumsrofi í húsinu er hætta á að serían leiði út ef ein pera brotn- ar - þá slær nefnilega ekki út. Hafið perur til taks og skiptiö strax um. Látið ekki jólaskrautið standa fram á vor eins og stundum er gert, sam- stæður veðrast á löngum tíma og gúmmíþéttingar verða stökkar. Að síðustu er vert að benda á aö slökkva á skrautljósum á nóttunni og þegar heimilið'er yfirgefið um stundarsak- ir. Allur er varinn góður. -ÓTT flðeins um eina helgi ARFLRINN Erik Nerlöe Hún er ung og fátæk og ferðast til aldraðrar frænku sinnar til að aðstoða hana í veikindum hennar. Alveg síðan hún var barn hafði hana dreymt um að fá einhvern tíma tækifæri til þess að búa á óðalssetri. Þessir draumar hennar höfðu fengið hana til að gleyma dapurlegri og erfiðri bernsku sinni. Nú virtust óskir hennar mjög óvænt vera að rætast — en ungi maðurinn í draumum hennar elskar aðra . . . GYLLTU SKORNIR Else-Marie Nohr Móðir hennar var kona, sem var erfið í umgengni, og hugsaði aðeins um sjálfa sig. Og bróðir hennar var eiturlyijasmyglari, sem eftirlýstur var af lögreglunni. Eitt kvöldið fer hún frá heimili sínu og eftir það fréttist ekkert af henni. Þegar hún sást síðast, var hún klædd hvítum hlíralausum kjól, með gula slá og var í gylltum skóm. Lögreglan er á þeirri skoðun, að henni hafi verið rænt af samtökunum, sem bróðir hennar er í. AST OG ATÖK Sigge Stark Þær höfðu farið upp í selkofa, sem var úr alfaraleið uppi í skóginum. Þær voru dáiítið óttaslegnar, því að þær höfðu frétt af því, að smyglarahópur héldi til í nágrenninu. Þær voru taugaóstyrkar, og enn meir eftir að hundur þeirra hafði fundið bakpoka falinn bak við stóran stein í skóginum. í bakpokanum var samanvafinn frakki, íjórir elgsfætur og bréfmiði, sem á var skrifað „Miðvikudag kl. 11". En hvað átti að gerast á miðvikudag klukkan ellefu? SKVGGSJA - BOKABVÐ OLIVERS STEINS SF ÖRLAGAÞRÆÐIR Barbara Cartland Idona Overton hafði orðið furðu lostin, þegar hún komst að því, að faðir hennar hafði, áður en hann var drepinn í einvígi, tekið þátt í veðmáli. Og það sem hann hafði lagt undir var húseign hans, allt sem í húsinu var — og þar með talin dóttir hans. Þetta hafði hann lagt undir í veðmáli við markgreifann af Wroxham. En vegir örlaganna eru órannsakanlegir, og þegar heitar tilftnningar leysast úr læðingi milli tveggja persóna, getur hvað sem er gerst — einnig það, sem síst af öllu var hægt að láta sér detta í hug. . . AÐEINS UM EINA HELGI Theresa Charles Morna, eldri systir Margrétar Milford, hafði tekið fyrstu ást Margrétar frá henni og gifst honum. Og síðan hafði Morna sagt við Margréti: „Gleymdu eiginraanni mínum — og komdu ekki nálægt okkur!" Þetta hafði sært Margréti mikið. Nú var Morna sjúk af einhverri dularfullri veiruveiki og gat ekki hugsað um börnin sín þrjú — og það var erfitt fyrir Margréti að neita hinni örvæntingarfullu beiðni um hjálp. Það er aðeins yfir helgina fullvissaði Margrét hinn góða vin sinn, Hinrik, um. Það getur nú ekki margt gerst á einni helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.