Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Page 34
.miMTUDA'Gim 81 DESEMBER 19B8. Menniiig Að brúa bilið Sögualdarstúlkan Jóra að dansa við piltinn sinn. Mynd Ingibjörg Hauks- dóttir í forspjalli að fyrsta bindi íslend- inga sagna í útgáfu Svarts á hvítu er vitnað í orð séra Jóns Bjarnason- ar frá 1889 þar sem hann segist geta borið um það af eigin reynslu að menn lesi Islendinga sögumar ekki lengur. Núna 100 árum síðar hefur ástandið varla batnaö, eða hvað? Það væri vissulega fróðlegt að forvitnast um það á öld „mark- tækra skoöanakannana". Mér vit- anlega hefur ekki verið gerð athug- un á því hvort nútíma Islendingar lesa fombókmenntir sínar og ef svo er þá hvaða? Um slíka könnun til staðfestingar orðum áðurnefnds séra Jóns þarf ekki að fjölyröa. Þá var öldin önnur og engin félagsvís- indadeild! En hvort sem við lesum sögurnar eða ekki eru þær menngararfur okkar og stolt. í þær er vitnað á hátíðlegum stundum og þá um leið nauðsyn þess að rjúfa ekki tengshn við uppruna og arfleifð. Líklega verða þessi sannindi mönnum ljós- ari eftir því sem árunum fjölgar og kannski er það ekki fyrr en þá sem áhugi vaknar á því að skyggnast í fortíðina. Ýmislegt hefur þó veriö gert hin síðari ár til þess að gera fomsögumar aðgengilegri almenn- ingi og koma þeim á framfæri við unglinga. Söguskoðun beinist nú meira að þvi en áður að gefa heild- stæðari mynd af því lífi sem lifað var í landinu þ.e. daglegu lífi. Sömuleiðis hafa íslendinga sögurn- ar verið gefnar út með nútímastaf- setningu og góðum skýringum. Kvikmyndagerðarmenn hafa lagt sitt af mörkum til þess að gæða sögumar lífi og nú hefur Guðlaug Richter riðið á vaðið og skrifað tvær skáldsögur handa unglingum þar sem hún sækir efnivið sinn á Unglingabækur Margrét Erlendsdóttir þjóðveldisöld. Öllu þessu ber að fagna sem leið til þess að vekja áhuga bæði ungra og gamalla á sögunni og sögunum og brúa með því bilið milli nútíðar og fjarlægrar fortíðar. 900 ár aðskilja stúlkurnar tvær Sagan „Jóra og ég“ eftir Guð- laugu er í raun tvær sögur. Bókin hefst á frásögn nútímastúlku árið 1980 og lýkur seint á því sama ári. Það er þessi stúlka sem birtir okkur sögurna um Jóm og tengir eigin sögu og Jómsögu á skemmtilegan hátt þar sem sterkasti þráðurinn er sá gamli sannleikur að mannlegt eðh er samt við sig. Enda þótt tæp 900 ár skilji þær stöllur að eiga þær ýmislegt sameiginlegt. Aðstæður þeirra era auðvitað gjöróhkar en báöar kynnast þær ást og vonbrigð- um og báðar em fróðleiksfúsar. Saga nútímastúlkunnar er 1. per- sónufrásögn. Stíll hennar er per- sónulegur en stundum kannski fuh „kammó“ og barnalegiu- miðað við tvítuga stúlku. Mér þykir þó senni- legt að höfundurinn velji þetta frá- sagnarform og stíl til þess að undir- strika nútímann og ná betur til ungra lesenda. Enda held ég að stúlkunni takist að höfða til sam- kenndar unglinga og að áhugi þeirra á Jórusögu muni vaxa í réttu hlutfalli við forvitni hennar sjálfr- ar. Frásagnarform Jórusögu er ólíkt þessu. Sögumaður er alvitur og með augum hans sjáum við mynd- ríka sögu. Sögurpersónur eru fáar og framan af er atburðarrásin hæg enda er lifað hægt. Samt gerast af- drifaríkir atburðir. Jóra Gamladóttir býr á afskekkt- um bæ i Hmnamannahreppi með föður sínum og ömmu. Gamli er handritaskrifari og skrifar fyrir Gissur ísleifsson, biskup í Skál- holti. Amman er gömul og forspá og eins og títt er í íslendinga sögum er forspáin notuð til þess að magna stígandina í sögunni. Þjóðtrúin og samsph manns, lands og náttúru- afla fær einnig ríkulegt rými í frá- sögninni. Höfundurinn fer ekki þá leið að troða sögunni inn í hefö- bundið munstur íslendinga sagna og velur henni heldur ekki frásagn- arstíl sem fellir hana að fornri sag- nagerð. Af þessu tvennu mætti draga þá ályktun að handritið að Jórusögu sé ekki mjög gamalt, enda er sá varnagli sleginn í bók- inni, en um leið em dregnar fram ýmsar staðreyndir sem gætu bent th þess að Jóra hafi lifað á þessum tíma. Um þetta em skemmtilegar vangaveltur þó að niöurstaða þeirra skipti ekki máh fyrir gildi sögunnar. Bókin er ekki sagnfræði heldur skáldskapur, vel sögð og myndrík saga með hnyttinni teng- ingu fortíðar og nútíðar og gott að fá að njóta hennar sem shkrar. Sagan er yflrleitt vel sögð. Á nokkmm stöðum rakst ég þó á at- riði sem stungu í augu og hefði mátt koma í veg fyrir í prófarka- lestri. Eitt af því var notkun orðsins „eitthvaö" þar sem það var notað hliðstætt. Bygging sögunnar og form em skýr og höfundi tekst vel að fylla inn í rammann og halda utan um frásögnina frá upphafl th loka. Ég trúi að hér sé komin saga sem gott verður að grípa th jafnhliða sögukennslu eða sem undanfara að lestri íslendinga sagna og þá á ég ekki við sem kennslubók heldur skemmtilestur. Guólaug Richter: Jóra og ég. Myndir: Ingibjörg Hauksdottir,- Hönnun kápu: Egill Sigurósson. Útg. Mál og menning. Rvík. 1988, 107 bls. Margrét Erlendsdóttir Jólagetraun DV - 3. hluti: Hvað heitir áin? Hann Sveinki vinur okkar heldur ótrauöur áfram ferð sinni með jólagjafimar. í þessum þriðja hluta jólagetraunar DV er Sveinki hálfráðvhltur sem fyrr þar sem allar þessar ár, sem hann siglir á, em ósköp svipaðar úthts. Nú efast Sveinki um að hann eigi að trúa sínum eigin augum. „Það er annars undarlegt hvernig þessi stóra og mikla á er á htinn,“ hugsar Sveinki og rýnir ofan í gruggugan vatnsflötinn. „Höfundur þessara undurblíðu tóna, sem ég heyri, heldur því blákalt fram að hún sé blá. Eg skal barasta segja ykkur það að ef þessi á er blá þá era blessuð hreindýrin mín líka blá, greyin. Ég tek ekkert mark á þessu tónskáldi enda hef ég sosum ekkert gaman af völsum. Ég vh heyra „Jólasveinninn minn...“. En hvað heitir nú þessi á aftur?“ Já, hvað heitir áin sem Sveinki rýnir ofan í? Krossið við það nafn sem þið teljið rétt. Merkið seðilinn, klippið út og geymið þar til allir 10 hlutar jólagetraunarinnar hafa birst. Hvenær frestur til að senda alla 10 seðlana til DV rennur út og hvenær dregið verður úr réttum lausnum verðnr kynnt innan skamms. 20 glæsilegir vinningar bíða eigenda sinna, þar á meðal videotökuvél, ferðageislasphari, örbylgju- ofn og talandi bangsar. Hvað heitir þessi á sem Sveinki er á og sögð er blá? 1 1 DÓNÁ DON YUKON NAFN: HEIMIUSFANG: SlMI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.