Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Síða 40
» :,»S
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dretfing: Sími 27022
Kambháfurinn í Eyjum:
„Kraftaverk
ef hann lifir“
'Óraar Gardarsson, DV, Vestmannaeyjum:
„Þaö er mjög af kambháfinum
dregiö. Tilraunir að ná úr ho.num
lofti mistókust og blóð kom í spraut-
una, sem notuð var við aðgerðina.
Greinilegt að honum blæðir inn-
vortis. Það er kraftaverk ef hann lifir
næsta sólarhring," sagði Kristján
Egilsson. forstöðumaður fiskasafns-
ins í Vestmannaeyjum, í samtali við
DV í morgun.
Kambháfurinn kom meö flugvél
frá ísafirði til Vestmannaeyja með
millilendingu í Reykjavík.
Nátthrafn
handtekinn
Lögreglan í Reykjavík handtók
mann í nótt. Maöurinn er grunaöur
um að hafa ætlað að brjótast inn í
kjallaraíbúð í Laugarneshverfi.
Kona, sem býr í íbúðinni, vaknaði í
nótt við að maður var kominn hálfa
leið inn um glugga á íbúðinni.
Maðurinn lagði á flótta en konan
hafði samband við lögreglu. Lögregla
"handtók drukk-inn mann skömmu
síðar. Talið er fullvíst að það sé sá
sami og reyndi að komast inn í íbúð-
ina. Maöurinn gisti fangageymslur í
nótt. ’ -sme
ísafjöður:
Bátur sótti
slasaðan mann
Daníel Sigmundsson, björgunar-
bátur Slysavarnafélagsins á ísafirði,
sótti í gær slasaðan sjómann um borð
í Orra ÍS. Orri var staddur út af
Hornvík er Daníel Sigmundsson kom
á móts viö hann.
Orri var á línuveiðum er einn skip-
verja slasaðist á hendi. Ferðin til ísa-
íjarðar gekk með ágætum - þó urðu
tafir sökum veðurs. Vindur var tölu-
verður og einnig var mikill sjór.
-sme
ÞR0STUR
68-50-60
VANIR MENN
LOKI
Enn eru þeir að,
þessir hrafnar!
Verður Húsnæðisstofiiun ríMsins peningalaus?
Óvíst að staðið verði
við útgetf in lánsloforð
félagsmálaráðherra biður Seðlabankann um úttekt á spá Vinnuveitendasambandsins
„Ef þessi áætlun Vinnuveitenda-
sambandsins er rétt þá er búið að
lofa meiru en Húsnæðisstofnun
getur staðið við,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
en samkvæmt athugun hagdeildar
VSÍ þá geta lífeyrissjóðirnir ekki
stáðið við skuldbindingar sínar
gagnvart Byggingasjóði. Er það
vegna ofmats á ráðstöfunarfé
þeirra. Vegna þess er gert ráð fyrir
aö vanti um 1.100 milljónir króna
á næsta ári og jafnvel eitthvað í ár.
Jóhanna sagðist hafa falið Seöla-
bankanum að skoða þessa útreikn-
inga en frá honum eru komnar þær
tölur sem byggt er á við fjárlaga-
gerð. Jóhanna tók þó fram aö hún
teldi bilið ekki vera eins stórt og
VSÍ gerði ráð fyrir.
„En ef fjármálaráðherra stendur
við þann niðurskurð sem hann
hefur þegar boðað þá er örugglega
um gat að ræðasagði félagsmála-
ráðherra en Ólafúr Ragnar hefur
farið fram á 600 milljóna niður-
skurð á framlagi ríkissjóðs til hús-
næðissjóðanna. Einnig færði hann
i tal minnkun á lánsheimild hús-
næðissjóðanna hjá lífeyrissjóðun-
um en í ljósi þessara nýju talna þá
virðist sjálfgeíið að það gerist.
Þá hefur ríkisstjómin ákveðið að
verja 75 milljónum í desember og
75 milljónum í janúar til fólks í
greiðsluerfiðleikum. Þetta eru
aukafjárveitingar sém eiga að leysa
vanda um 300 manna sem þurfa á
greiðsluerfiðleikalánum að halda
sem fyrst Þá sagði Jóhanna að enn
væri óleyst hvernig yrði aflað
þeirra 250 til 300 milljóna sem þarf
í greiðsluerfiðleikalán á næsta ári.
Félagsmálaráðherra játaöi að
sjálMrkni í húsnæöiskerfinu gerði
það að verkum að þegar væri búið
að ráðstafa meira fé en stofnunin
hefur til umráða. Hún sagðist ekki
treysta sér til að segja til um laga-
legar skyldur Húsnæðisstofnunar
gagnvart þegar útgefnum lánslof-
orðum. -SMJ
Krakkarnir á barnaheimilinu að Flúðum á Akureyri kunna greinilega vel að meta snjóinn sem nú er kominn fyrir
norðan. Snjóþoturnar voru teknar í notkun strax og snjórinn kom og það var líf og fjör í brekkunni við barnaheimilið.
DV-mynd: GK Akureyri.
Veðrið á morgun:
Hvasst í
suðvestan-
áttinni
Á morgun verður allsnörp suð-
vestanátt um mestallt land, eink-
um á Suðvesturlandi. É1 og
slydduél verða vestanlands en
bjartara annars staðar. Hitinn
verður -5-3 stig.
Hressó-kaffi:
Öllum
sagt upp
Allir starfsmenn Hressó-kaffis
fengu uppsagnarbréf fyrir síðustu
mánaðamót. Munu uppsagnir þeirra
taka gildi um áramót.
„Þetta eru um 25 manns sem við
urðum að segja upp,“ sagði Reynir
Karlsson, annar eigenda Hressó-
kaffis, við DV. „Ástæðan er sú að lít-
ið er að gera á þessum árstíma, þ.e.
janúar febrúar og mars. Við sjáum
okkur því tilneydda til að fækka
starfsfólki eitthvað, þótt það sé alltaf
leiðinlegt að þurfa að segja fólki upp.
Við munum að sjálfsögðu endurráða
einhverja þeirra sem hafa fengið
uppsagnarbréf. Hversu margir það
verða get ég ekki sagt til um á þess-
ari stundu.“
Aðspurður um hvort rétt væri áð
veitingastaðurinn stæði tæpt og yrði
ef til vill lokað, kvað Reynir svo alls
ekki vera. „Það er enginn bilbugur á
okkur, þrátt fyrir erfiða tíma,“ sagði
hann. „En viö getum ekki verið með
fólk í vinnu nema eitthvað sé fyrir
það að gera. Því urðum við að fara
þá leiðina að fækka starfsmönnum
eitthvað.“ -JSS
Skák í Belgrad:
Margeir í
öðru sæti
Mageir Pétursson stórmeistari er í
öðru sæti á sterku skákmóti í Júgó-
slavíu með 3,5 vinninga eftir 4 um-
ferðir. Helgi Olafsson stórmeistari er
með þrjá vinninga og Jón L. Árnason
1,5.
Einn í efsta sæti á mótinu er júgó-
slavneski stórmeistarinn Holak með
íjóra vinninga.
Á annað hundrað skákmenn etja
kappi á mótinu og koma 70 frá Sovét-
ríkjunum. Að sögn Jóns L. Árnason-
ar eiga þekktir kappar á borö við
Romanishin og Dolamtov erfitt upp-
dráttar og mörg óvænt úrslit hafa
litið dagsins ljós.
Telfdar verða 9 umferðir eftir
Monradkerfi og lýkur mótinu í
næstu viku. -pv