Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988. Fréttir Offramboð af eldislaxi England: Bv. Otto Wathne seldi í Grimsby 14.12. ’88 alls 139 tonn fyrir 10,7 millj. kr., meðalverð var 77,32 kr. kg. Bv. Sölur í Þýskalandi Akurey seldi í Hull alls 40,7 lestir fyrir 3,2 millj. kr„ meðalverð 80,29 kr. kg. Bv. Stapavík seldi afla sinn í Hull, alls 95,8 lestir, fyrir 7,8 millj. kr„ meðalverð var 88,10 kr. kg. Bv. Arnarfell seldi í Hull 19.12. ’88 alls 81 tonn fyrir 7 millj. kr„ meðal- verð 86,56 kr. kg. Hæst var verð á Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson ýsu sem seldist á 126,98 kr. kg. Þorsk- ur á 86,48 kr. kg, grálúða á 85,17 kr. kg. Bv. Arnarnes seldi afla sinn í Grimsby 19.12. ’88, alls 76 lestir, fyrir 6,1 millj. kr„ meðalverð var 80,43 kr. kg. Hæsta verðið fékkst fyrir kola, 128 kr. kg. Ýsa seldist á 93,68 kr. kg, þorskur seldist á 77,68 kr. kg, bland- aður flatfiskur á 83,94 kr. kg. Þýskaland Verð á ufsa hefur fallið nokkuð í Þýskalandi en búið var að spá því að verðiö héldist ekki rétt fyrir jól. Einnig var mikið af karfaaflanum mjög smátt og það fæst sjaldan gott verö fyrir smákarfa. Bv. Hegranes seldi aflá sinn í Cux- haven 19.12. ’88, 143 lestir, fyrir 7,9 millj. kr. Of mikið framboð af laxi Harald Skaar, framkvæmdastjóri Akaarfisk, segir að vegna lítilla upp- lýsinga frá Fiskoppdrettens salgslag hafi veriö of mikill lax á markaönum og þess vegna hafi verðið fallið svo mikið sem raun varö á. Sjálfur er hann á miklu ferðalagi á milli kaup- enda til að reyna að fá yfirlit um það hvernig salan verði á næsta ári. Frá Salgslaged ségir hann að ekkert sé aö hafa varðandi verð eða magn sem hægt sé að selja á næsta ári. Fyrri hluta næsta árs telur hann að selja þuríi að minnsta kosti 50.000 tonn og á seinnhhluta ársins þurfi að selja að minnsta kosti 70-80 þús- und tonn. Hann telur aö mjög baga- legt sé fyrir framleiðendur að vita ekkert um verð og magn á næsta ári. New York Ekki er mikið talað um íslenskan lax í fréttum af Fultonmarkaðnum í New York, einna helst er um það getið ef svo illa hefur tekist til að skemmdur lax hefur veriö á mark- aðnum. Almennt er verð á laxi held- ur lægra en það hefur verið á haust- mánuðum. Gert er ráð fyrir að allur Chilelax sé kominn á markaðinn þetta árið og ekki búist við nema smávegis framleiðslu fyrir markaö nú fyrir jól á svæði í kringum Wash- ington/British Columbia. Chile verð- ur með htla framleiðslu fram aö ára- mótum að talið er en mun koma sterkara inn á markaðinn í janúar- lok. En birgðir af frosnum laxi auk- ast verulega á vesturströndinni og er hér um að ræða villtan lax veidd- an í Kyrrahafinu. Ekki eru enn komnar endanlegar framleiðslutölur á rækju en búist við metveiði þetta árið í Oregon. Landað hefur verið 41,7 millj. lb. sem er 4. hæsta veiði- árið. í Washington var einnig metsala og seld voru 18,1 millj. lb. í ár. í Kali- forníu er einnig um góða veiði að ræða auk mikils innflutnings frá Suður-Ameríku og Asiu, svo ekki verður trúlega um hækkun á verði að ræða, en verð á rækju hefur verið nokkuö stöðugt í haust. í skýrslu, sem út kom 1985 og gefin var út af landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytinu í Washington um hvernig framtíðin yrði í laxarækt- inni, var gert ráð fyrir mikilli aukn- ingu þar og talið að svo gæti fariö að verð á laxi yrði 160 kr. kílóið árið 1990 vegna offramboðs. Sundurl. e. teg. Selt magn kg Verðí erl. mynt Meðalverð pr.kg Söluverð isl. kr. Kr. pr. kg Þorskur 3.059,00 5.947,12 1,94 154.928,42 50,65 Ýsa 397,00 1.051,48 2,65 27.392,11 69,00 Ufsi 35.752,00 64.608,30 1,81 1.683.110,82 47,08 Karfi 98.022,00 227.114,80 2,32 5.916.567,65 60,36 Koli 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Grálúða 12,00 36,00 3,00 937,84 78,15 Blandað 6.650,00 7.698,31 1,16 200.548,67 30,16 Samtals: 143.892,00 306.456,01 2,13 7.983.485,52 55,48 Bv. Breki seldi afla sinn í Bremerhaven 20.12. ’88 Sundurl. e. teg. Selt magn kg Verði erl. mynt Meðalverð pr. kg Söluverð ísl.kr. Kr. pr. kg Þorskur 11.493,00 27.516,72 2,39 715.264,12 62,23 Ýsa 4.375,00 9.798,00 2,24 „254.687,25 58,21 Ufsi 84.384,00 155.785,95 1,85 4.049.468,83 47,99 Karfi 75.547,00 247.086,24 3,27 6.422.710,31 85,02 Koli 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Grálúða 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Blandað 5.360,00 11.509,90 2,15 299.186,04 55,82 Samtals: 181.159,00 451.696,81 2,49 11.741.316,54 64,81 Sölur í Englandi Sundurl.e.teg. Selt magn kg Verð í erl. mynt Meðalverð pr. kg Söluverð ísl.kr. Kr. pr. kg Þorskur 467.190,00 468.178,95 1,00 39.058.253,40 83,60 Ýsa 19.780,00 26.124,00 1,32 2.182.360,24 110,33 Ufsi 6.765,00 3.946,20 0,58 329.125,64 48,65 Karfi 7.885,00 2.989,40 0,38 249.490,52 31,64 Koli 13.400,00 13.659,60 1,02 1.144.647,16 85,42 Grálúða 4.520,00 4.147,80 0,92 345.069,56 76,34 Blandað 14.202,00 13.353,20 0,94 1.117.152,91 78,66 Samtals: 533.742,00 532.399,15 1,00 44.426.099,42 83,24 í dag mælir Dagfari Jólabækurnar í ár Enn einu sinni ætla bækur að verða fyrirferðarmestar á jólaver- tíðinni. Að vísu kom smákippur í heimilistækjasölu fyrr í þessari viku þegar almenningur óttaðist að vörugjald yrði sett á þau tæki en svo hefur komið í Ijós að heimil- istæki munu lækka en ekki hækka í verði og gróðinn fara fyrir bí. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að græða á jólagjöfunum, sér í lagi þegar alþingi getur ekki komið sér saman um vörugjald á jólavörun- um fyrr en fólk er búiö að kaupa þær. Spuming er hvort kaupendur heimilistækjanna á gamla verðinu geti ekki farið í mál viö rikisstjórn- ina, alveg eins og vinnuveitendur ætla að gera og gefa henni að sök, að hafa blekkt sig til rangra jóla- innkaupa? Þetta er nú önnur saga, enda eru það jólabækumar sem hér verða gerðar að umtalsefni. Sá markaður er íjölbreytilegur aö venju. Okkur er sagt aö mestu sölubækumar séu sjálfsævisögur h'fs og liðinna og kemur engum á óvart. í fyrra varð söluhæsta bókin gefin út af konu sem sagði farir sínar ekki sléttar af áratuga hjónabandi sínu og eig- inmannsins sem var látinn þegar bókin kom út. Hrósaði konan happi yfir að vera laus úr prísundinni og allar þær harmlýsingar á hjú- skapnum og harðlífi eiginmanns- ins þóttu svo góð söluvara að bókin rann út eins og heitar lummur. Nú hefur þessu dæmi verið snúið við því að ein aöcdbókin er lýsing Bryndísar á hjónabandi sínu, sem hefur verið ein samfelld ástarsaga og pólitísk í þokkabót. Hjónband- sælurnar eru greinilega vinsælt lesefni undir jólamessunum og guðspjöllunum, enda hefur al- menningur meiri áhuga á annarra manna hjónaböndum heldur en sínum eigin þegar kemur að ber- söglisögum og bólforum. Fyrir utan ástir samlyndra hjóna ber mest á jólabókum manna, sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni, og best er þegar þeir hafa verið reknir úr starfi. Það virðist næsta öruggt, að ef einhver hefur lent upp á móti yfirboöurum sínum getur hann náð sér á strik í jólbókaflóð- inu og orðið frægur að endemum. Ingvi Hrafn var rekinn frá sjón- varpinu og hefur skrifað heila bók um aðdraganda þess. Séra Gunnar Bjömsson var rekinn úr Fríkirkju- söfnuðinum og skrifar frásögn af því. Báöir eiga það sameiginlegt að vera mikiö betri heldur en þeir sem reka þá og auðvitað þurfa íslend- ingar aö vita allt um þá mann- vonsku sem býr að baki brott- rekstrunum þegar þeir halda jóhn hátíðleg. Maöur er eiginlega alveg hissa á því að Sturla fræðslustjóri skuli ekki líka gefa út bók um brott- rekstur sinn, hann hefði sennilega gert þaö ef hann hefði ekki verið svo óheppinn að vera tekinn í sátt aftur. Nasistabækur eru sömuleiðis að sækja í sig veðrið, enda munu þær vera uppfullar af nöfnum og mynd- um af frægum mönnum sem voru bendlaðir við þjóðernishreyfing- una á sínum tíma og auðvitað vilja íslendingar fá að vita allt um ís- lensku nasistana og rekja ættir þeirra og geta bent á þessa menn og afkomendur þeirra og hlakkaö yfir ófórum þeirra á jólunum. Svo eru gefnar út bækur um ástvina- missi og utangarðsböm, krabba- meinsjúkdóma og vetrarstríð og alit er sem sagt gert til að gleðja fólk á jólunum með bókum sem höfða til dauðans og sorgarinnar. Það er jólaglaðningurinn í ár. Ef þetta dugar ekki hafa prest- arnir og guðsmennirnir bætt um betur og nú eru gefnar út einar fjór- ar eða fimm bækur eftir presta eða um presta sem eru vitaskuld upp- fullar af þeirri sálusorg sem fylgir prestsstarfinu. Af þessu má sjá að það er nóg til af jólabókum sem almenningur getur keypt til gjafa. Bækur eru nefnilega ekki keyptar til lestrar heldur til gjafa, sem er eins gott, því að fólk tæki upp á því að lesa allar bækurnar sem það gefur mundi jólabókasalan hrynja sam- an og þá gæti enginn grætt á því að vera rekinn eða segja bersöglis- sögur af ástvinum sínum. Hvað þá að ljóstra upp um nasista og önnur illmenni sem nú setja svip sinn á jólahátíðina. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.