Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988. Lífsstm Sjálfseignaríbúðir fyrir aldraða: „Höfum það eins og við viljum'' Addbjörg Sigurðardöttir býr i sjálfseignaríbúð fyrir aldraða í Seljahlíð. Hún er hæstánægð með að eiga heimili i „hæfilegri stærð" en ánægðust er hún með það öryggi sem hún nýtur. DV-myndir Brynjar Gauti Þegar fólk er komið á efri ár vill það oft selja eignir sínar og kaupa sér minna húsnæði. Slíkt krefst ekki eins mikils viðhalds og þrifa auk þess sem fasteignagjöld af stórum eignum vaxa mörgum í augum. í dag hefur roskið fólk þann valkost að kaupa sér sjálfseignaríbúðir þar sem hægt er að sækja öryggi og félagslegt aðhald. Þar sem íbúðafyrirkomulag sem þetta er fyrir hendi er gjaman vakt allan sólarhringinn - þangað getur fólk leitað ef eitthvað kemur upp á, bara með því að kippa í snúru eða þrýsta á hnapp. Auk þessa getur fólk- ið leitað sér félagsskapar í næsta nágrenni. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel enda er hér um að ræða valkost fyrir þá sem geta séð um sig sjálfir, þá sem vilja minnka við sig húsnæði án þess að þurfa að fara á dvalarheimili, strax a.m.k. Finnst öryggið mikilvægast „Það þykir öllum jafngott að vera hérna og við högum okkur eins og við viljum,“ sagði Addbjörg Sigurð- ardóttir þegar DV leit við í Seljahlíð þar sem bæði eru sjálfseignaríbúðir og dvalarheimili fyrir aldraða. Með- alaldur fólksins á dvalarheimilinu er 84 ár en þeirra sem eru í íbúðunum 74 ár. Addbjörg, sem er sjötug, hefur búið þarna einsömul í tæp tvö ár. Hún er í einu af níu parhúsum fyrir aldraða við Hjallasel - þetta er ein af svokölluðum þjónustuíbúðum sem eru orðnar algengar hér á landi. „Ég átti orðið of stórt heimili fyrir mig eina eftir að maðurinn minn dó. Við vorum búin að eiga íbúð við Grandaveg í 26 ár. Ég seldi hana og keypti mér þetta húsnæði sem hentar mér mjög vel. Hér er maður öruggur því ef eitthvað kemur upp á er alltaf einhver til taks frá dvalarheimilinu - það þarf bara að kippa í einhvem spottanna sem em á þremur stöðum í íbúðinni. Ég hef nú bara þurft að gera það tvisvar sinnum á tæpum tveimur ámm. En þetta er mikið Ör- yggi-“ Alltaf eitthvað til hæfis „Mér fmnst að það sé ekki hægt að fara fram á meira en það sem hér er í boði. Hér er alltaf hægt að leita sér félagslegs athvarfs ef maður óskar. í stóra húsinu héma hinum megin, þar sem dvalarheimilið er, er alltaf reynt að gera okkur til hæfis. Starfsfólkið er alveg yndislegt. Ég er t.d. núna að drífa mig í laufabrauðs- gerð - er að vísu svolítið slæm í úln- liðnum, en þá bara syng ég fyrir fólk- ið í staðinn, ef út í það fer. Og þama hinum megin er líka hægt að fá máltíð á 180 krónur. Þú sérð það að þá tekur því nú ekki að elda alltaf hér, þaö er gott að hafa þennan kost fyrir hendi. Við eigum líka kost á hár- og fótsnyrtingu, verslun og þama er heitur pottur og Heimilið leikfimi ef maður vill. Eg verð bara að segja að það jjykir öllum jafngott að vera héma. I sjáifseignaríbúðun- um getum við haft það eins og við viljum, sótt í félagsskap þegar við viljum - ég fer t.d. mikið til vinkonu minnar hér í nálægu húsi. Og svo var ég með 14 vinkonur hjá mér í boði um síðustu helgi. íbúð Addbjargar er passlega stór fyrir 1-2 manneskjur - stofa sem eld- húsið gengur inn af, svefnherbergi, mjög rúmgott baðherbergi, gangur og forstofa. Fyrir utan er verönd og lítill garður þar sem fólk getur gróð- ursett að vild. Addbjörg segir að þar sé mikið setið úti á sumrin. -ÓTT Þar sem sjálfseignaríbúðir eru fyrir hendi er víða aðgangur að matsal þar sem hægt er að fá mat á vægu verði. Myndirnar eru teknar i Selja- hlíð þar sem auk þess er kostur á föndri og ýmiss konar félagsskap, niðurgreiddri hár- og fótsnyrtingu, verslun, heitum potti og leikfimi. Einnig er þvottur þveginn gegn vægu gjaldi. Við Seljahlíð er dvalarheimili og níu parhús (18 sjálfseignaríbúðir) fyrir aldraða. Jólaskreytingar: Rómantíska línan vin- sælust núna Nú eru nokkrir dagar til stefnu til fyrir jólin. Sumir hafa ekkert gert að gera skreytingum heimilisins skil enn og segja betra seint en aldrei - Aðventukransinn með kúlukertunum er vafinn með bleikum borða. Kertin eru ferskjubleik og glerkúlurnar passa vel við i bleikum lit. Skreytingin hangir í kóngaflauelsböndum og slaufu er stungið niður á milli kertanna. Undir kertunum er svo haft berengras og greni. Hjördis Jónsdóttir blóma- skreytingakona segir aö hlýir litir séu allsráðandi núna. DV-myndir KAE Auðvelt er að koma skreytingum fyrir i þessum aðventuhring. Hring- urinn er leirskál og skreytingarnar úr þurrkuðu efni. í hringnum er þurrkað anthuirumblað ásamt könglum, sveppum og ýmsu þurrk- uðu smáefni. Greinin er af corillas plöntu. Heimilið aðrir skreyta einfaldlega ekkert fyrr en á síðustu dögum eða klukku- stundum fyrir jólin. DV leitaði álits hjá Hjördísi Jóns- dóttur í Blómálfinum sem hefur margra ára reynslu af blómaskreyt- ingum fyrir jól. Hún segir að róm- antískir litir séu í tísku - þeir séu vinsælastir núna enda hæfir þaö tíð- arandanum. „Annars er allt leyfllegt, þetta er auövitað smekksatriði," segir hún. „Rómantíska línan ræður oft ríKjum þegar kreppir aö. Þá er minna notað af glysi, silfruðu skrauti og þess hátt- Bergflétta á birkigrein. í þessa skreytingu er hægt að nota margs konar greinar sem uppistöðu þannig að úr verði eins konar tré-potta- planta. I þessu tilfelli er notuð birki- grein. Bergfléttan er vafin upp eftir greininni. Efst er útbúin mosakúla úr grámosa, hún er virbundin. Síðan er hún limd við greinina og skraut- berskúlum komið fyrir i mosanum. Basthaldið á leirkrukkunni setur fal- legan svip á heildarútlitið. Þetta er í senn jólaskraut og pottaplanta. ar. Núna hefur mikið verið notað af hlýju litunum eins og rauðu, grænu, gylltu og ferskjulitu t.d. Það er minna notað af bláu, silfruðu og svörtu eða köldum litum.“ - Hentar þessi árstími til að viða að sér efni utanhúss? „Það má segja að það sé hægt að safna efni bæði úr náttúrunni og úr búðum. Jörðin hefur víða verið auð til þessa og hvers vegna ekki að leita fanga í garðinum? Hins vegar er allt- af gott að hafa augun opin á haustin þegar gróður fellir lauf. Þá er hægt að safna ýmsu og þurrka og geyma til jólanna. En ýmsar leirkrukkur og blómapotta er vel hægt að taka fram Rósir, gladíólur, gerbera, ilexgrein með berjum á og Ijósar kochiagrein- ar auk aspas gera þessa skreytingu mjög svipsterka og glæsilega. Eins og sjá má er allt leyfilegt - þarna er hugmyndaflugið látið ráða. ís- lenskir túlipanar, sem oft koma viku fyrir jól í verslanir, passa vel i þessa skreytingu. úr geymslu og nota svo t.d. greinar úr garðinum sem uppistöðu. Og svo eru kertin ávallt best til að skapa stemmningu. Núna eru jólin stutt svo það er um að gera að hafa nóg af slíku. Blómasvampur (oasis) er svo alltaf hentugur, sérstaklega þegar skreytt er með afskornum blómum. En það er mikilvægt að muna að bleyta vel í honum áður en einhverju er stung- ið í hann. Leir er einnig heppilegur og mér finnst rauðir túlípanar, hnet- ur, mandarínur og umfram allt rauð kerti ásamt jólatrénu skapa mikla jólastemmningu. Þá eru jólin kom- in.“ -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.