Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988. Canon SNAPPY Canon TOP SHOT Canon EOS myndavélin er með fastan skerpustilli, sjálfvirka filmuþræ&ingu, sjálfvirka ASA-stillingu og færir filmuna til baka að filmunni lokinni. Myndavélin gefur Ijósmerki þegarsleppa þarf að nota flass., VERÐ 41 y/ir' Myndavélin er alsjálvirk, sjálfvirkur skerpustillir, sjálfvirk filmufærsla, sjálfvirk filmuþræðing, sjálfvirkt flass þegar það á við og færir filmuna til baka að filmunni lokinni. 12m 24m. 36m. EOS 650 og 620 eru nýjustu myndavélarnar frá Canon í dag. Vélarnar eru sjálfvirkar eða handvirkar, sjálfvirk skerpustilling (sú besta). Hálfs jálfvirk = (Hraðaforval eða Ijósopsforval) Canon gæði. VERÐ ffl %'5r VERÐ Á MYNDAVÉLUM FRÁ KR. 2.500 MIKIÐ ÚRVAL MYNDAVÉLA OG FYGIHLUTA ÖLL VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐGREIÐSLU | F 5 ««•« *««• ensk gædatæki frá Decca-Tatung 22“ fjarstillt sjónvarpstæki með stórum hátalara og fótum med videohillu fyrir adeins kr. 39. Stadgreitt kr. 37. Útborgun kr. 5.000,- eftirstödvar á 10 mánuðum. Einar Farestvert&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - WÆO BÍLASTÆP1 Útiönd Geimfararnir Manarov, Titov og Chretien skömmu eftir lendinguna i gaer. Símamynd Reuter Heim eftir ársdvöl í geimnum Sovésku geimfararnir tveir, sem sem sett hafa met meö ársdvöl sinni úti í geimnum, komu til jarðar í gær meö franskan geimfara með sér. Sá haföi verið sendur tii sovésku geim- stöðvarinnar Mir í nóvember síðast- liðnum. Heimfór geimfaranna var frestað um þrjár klukkustundir í gærmorg- un vegna bilunar í tölvukerfi geim- farsins. Geimfararnir, Vladimir Titov, Musa Manarov og Jean-Loup Chretien, lentu hins vegar giftusam- lega í Mið-Asíu. Kannað verður nú hvaða áhrif þyngdarleysi í svo langan tíma hefur haftágeinifarana. Reuter Kjarnorkuveri í Biblis lokað Gizur Helgason, DV, Reersnæs: Kjarnorkuverinu við Bibhs í Vest- ur-Þýskalandi var lokað í gær. Það var einmitt á svipuðum tíma i fyrra sem slys, sem hefði getað endað á hrikalegan hátt, varð í kjamorku- verinu. Það er nú nýverið að vestur- þýsk stjórnvöld hafa veitt upplýsing- ar um málið. Síðasthðinn sunnudag voru um fimmtán þúsund manns saman komnir við kjarnorkuverið í Biblis við Mannheim og kröfðust tafar- lausrar lokunar þess. Á þeim tíma var búið að stöðva annan brennslu- ofninn vegna viðgerðar sem gera þurfti á honum. Það átti síðan að setja hann í gagnið eftir fáeina daga en af slíku verður ekkert. í gærmorg- un var hinn ofninn stöðvaður til að minnsta kosti 3.janúar en þá mun umhverfismálaráðherra Hessens- fylkis taka ákvörðun um framtíð kjarnorkuversins í samvinnu við stjórn versins. Súdanstjórn nær sprungin Yfirvöld í Súdan tilkynntu í gær að þau hefðu komið í veg fyrir upp- reisn fyrrum liðsforingja í her lands- ins. Samsteypustjórn landsins þótti þó vera að springa í gær vegna deilna um hvemig binda ætti enda á borg- arastríöið í suðurhluta landsins. Lýðræðislegi sameiningarflokkur- inn tilkynnti í gær að flokkurinn hefði ákveðið að draga sig úr stjórn- inni sem setið hefur aðeins í sjö mán- uði. Greiddi flokkurinn atkvæði gegn tillögu Mahdi forsætisráðherra um hvernig skyldi staðið að því að binda enda á stríðið. Vildi Mahdi fá umboð til að boða til ráðstefnu um stjórnar- skrána þann 31.desember og ætti hún aö vera liður í friðarumleitunum. Tillaga forsætisráðherrans var sam- þykkt eftir sjö klukkustunda harðar umræður. Hafði Mahdi hótað afsögn ef tillaga hans yrði ekki samþykkt. Lýðræðislegi sameiningarflokkur- inn vildi sameina tillögu Mahdis bráðabirgðasamkomulagi sem flokk- urinn náði við súdanska skæruhða sem aðsetur hafa í Addis Abeba, höf- Uðborg Eþíópíu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.