Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988.
11
dv Útlönd
ísraelskir hermenn undir jolatré í
Betlehem í gær. Tréð er ekki skreytt
þar sem borgaryfirvöld ákváðu að
sleppa jólaskreytingum i ár vegna
uppreisnarinnar á herteknu svæð-
unum. Símamynd Reuter
Samkomu-
lag um
nýja stjórn
undirritað
Likudbandalagið og Verkamanna-
flokkurinn í ísrael undirrituðu í
morgun samkomulag um að mynda
nýia samsteypustjórn sem hefur það
að markmiöi aö bæla niður uppreisn-
ina á herteknu svæðunum og stöðva
diplómatískan framgang PLO, Frels-
issamtaka Palestínumanna.
Shamir, leiðtogi Likudbandalags-
ins, sagði við undirritun samkomu-
lagsins í morgun að hann yrði for-
sætisráðherra hinnar nýja stjórnar
og að Peres, formaður Verkamanna-
flokksins, yrði varaforsætisráðherra
og fjármálaráöherra.
Leiðtogar uppreisnarmanna á her-
teknu svæðunum hvöttu í gær til
meiri þrýstings á Bandaríkin og ísra-
el um að ríkin mæti kröfum Palest-
ínumanna um sjálfstætt ríki. í síð-
asta dreifibréfl frá uppreisnarleið-
logunum er ákvörðun Bandaríkja-
manna um viðræður við PLO lofuð
og hún túlkuð sem sigur fyrir upp-
reisnarmenn.
Palestínumenn virtu margir hverj-
ir ekki boð uppreisnarmanna um
allsherjarverkfall á herteknu svæð-
unum í gær. Róstur urðu þar og
mótmælandi, sem skotinn var á
fostudaginn í átökum í Nablus á vest-
urbakkanum, lést af sárum sínum í
gær. í Nablus, sem er stærsta borgin
á vesturbakkanum með um 120 þús-
und íbúa, var útgöngubann enn í
gildi í gær, sjötta daginn í röð.
Sjúkrahússtarfsfólk segir hermenn
hafa skotið á og sært að minnsta
kosti fimm Palestínumenn á vestur-
bakkanumígær. Reuter
VopnaburIRA
fannst í London
Breska lögreglan fann í gær stóra
sprengjuverksmiðju og vopnabúr í
húsi í suðurhluta London í gær. Hef-
ur lögreglan hafið leit að tveimur
grunuðum meðhmum írska lýðveld-
ishersins, IRA.
Fundurinn staðfestir ótta manna
um að IRA, sem berst gegn yfirráðum
Breta á Norður-írlandi, geti verið að
undirbúa sprengjuherferð á Eng-
landi.
Að sögn lögreglunnar fundust
vopnin af tilviljun. Skömmu fyrir
miðnætti á þriðjudag braust ungling-
ur inn í bíl fyrir utan hús í Clapham
í Suður-London. Maður, sem legið
hafði sofandi í bílnum, vaknaði og
skaut unglinginn í magann. Byssu-
manninum tókst að flýja.
Við leit í húsinu, sem bíllinn stóð
við, fann lögreglan sprengjuverk-
smiðjuna og vopnin. Sjá mátti aö aö
minnsta kosti þrír menn hefðu hafst
þar við í um vikutíma. Reuter
Dregið á morgun,
Þorláksmessu!
■t'r?
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 6851
!